Austurglugginn


Austurglugginn - 02.09.2011, Side 15

Austurglugginn - 02.09.2011, Side 15
 Föstudagur 2. september AUSTUR · GLUGGINN 15 • Fylgist með aðstæðum fólks með fötlun. • Fólk með fötlun getur talað við réttinda- gæslumann um réttindi sín. • Réttindagæslumaður aðstoðar fólk við að gæta réttar síns. • Réttindagæslumaður getur líka sjálfur ákveðið að skoða mál. • Allir sem halda að brotið sé á rétti fólks með fötlun eiga að tilkynna það réttinda- gæslumanni. • Réttindagæslumaður er með fræðslu fyrir fólk með fötlun og þeirra sem þess óska t.d aðstandendur og starfsfólk. Mann-réttindi Mann-réttindi eru réttindi sem allir eiga Allir eiga rétt á heimili - Allir eiga rétt á aðstoð Allir eiga rétt á frelsi - Allir eiga rétt á virðingu Réttindagæslumaður fólks með fötlun: Sigurlaug Gísladóttir er réttindagæslumaður fatlaðs fólks fyrir Austurland allt frá og með Hornafirði til og með Vopnafirði. • Sigurlaug.gisladottir@rett.vel.is • Sími 858 1964 • Tjarnarbraut 39 (Vonarland) • 700 Egilsstaðir Nú er það undir þér/ykkur komið að nýta mína þjónustu, þú hringir og við finnum okkur tíma saman. Hlakka til að starfa með ykkur. Réttindagæslumaður á Austurlandi er hálf staða, en vegna vegalenda á mínu svæði koma vinnutarnir þar sem ekki er hægt að komast hjá því að vinna meira, og verð ég því að taka aukavinnu út í fríi og er því ekki alltaf við. Reyni þó alltaf að vera með síman á morgnanna eftir kl 9 til að hægt sé að bóka tíma. Sjáumst! Austurglugginn fjallaði um synjun framkvæmda á gerð rásar framhjá svokölluðum steinboga í Jökulsá sem er í Giljalandi skammt ofan við Þjóðvegsbrú. Forsvarsmenn veiðifélags Jökulsár á Dal hafa talið Steinbogann hefta mjög möguleika árinnar hvað varðar laxgengd, fjölda veiðistanga og nýtingu á mögulegum veiðisvæðum árinnar meðal annars. Á síðasta fundi í Umhverfis- og hér- aðsnefnd Fljótsdalshéraðs, sem var haldinn í síðustu viku, var tekin fyrir beiðni veiðifélagsins um endurskoðun sveitarfélagsins á fyrri ákvörðun sinni um synjun framkvæmda á grundvelli náttúrusjónarmiða. Vanhæfi Áður en umræðan fór fram í nefnd- inni kom til athugasemdar um vanhæfi nefndarmanns sem hafði verið kallaður á fundinn sem vara- nefndarmaður fyrir Sjálfstæðisflokk. Athugasemdin var lögð fram vegna þess að Vilhjálmur Þ. Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum, var talinn eiga hagsmuna að gæta af afgreiðslu málsins. Vilhjálmur vék þá af fundi á þeirri forsendu að „tefja ekki framvindu málsins með hugsan- legum kærum og veseni“ segir í fundargerð nefndarinnar. Áður en Vilhjálmur vék af fundi lét hann bóka það í fundargerð að hann teldi sig ekki „vanhæfari í þessu máli en hvern annan, þar sem nefndarmenn og sveitarstjórnarmenn fjalla iðulega um mál sem á ýmsan hátt geta snert þá sjálfa t.d. forseti bæjarstjórnar Stefán Bogi Sveinsson sem er starfs- maður Umhverfisstofnunar og er að fjalla um þetta mál“ segir í bókun Vilhjálms. Lagt fyrir Skipulags – og mannvirkjanefnd Skipulags- og mannvirkjanefnd hafði óskað eftir umsögn Umhverfis- og héraðsnefndar um málið og hafði frestað afgreiðslu þess af þeim sökum. Sú umsögn hefur nú borist frá Umhverfis- og héraðsnefnd og í henni leggur hún til að framkvæmda- leyfi verið veitt. Eftirfarandi bókun var sam- þykkt innan nefndarinnar með tveimur atkvæðum gegn einu (Ester Kjartansdóttir og Baldur Grétarsson samþykktu en Aðalsteinn Ásmundarson greiddi atkvæði gegn bókuninni).  Bókun Umhverfis – og héraðsnefndar: „Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi fyrir fiskveg um Steinboga í Jökulsá á Dal verði veitt. Nefndin leggur mikla áherslu á að rask verði lágmarkað við fram- kvæmdina og að frágangur verði sem snyrtilegastur. Nokkur atriði sem nefndin leggur sérstaka áherslu á: 1) Ekki verði hróflað við urðinni sem myndar svokallaðan steinboga. 2) Sú steypa sem notuð verður, verði lituð til samræmis við bergið í gilinu. 3) Komi til slóðagerðar niður í gilið, verði verksummerki um hana fjar- lægð að framkvæmd lokinni. 4) Staðið verði vel að öllu eftirliti með framkvæmdinni.“ Aðalsteinn Ásmundarson lét bóka það að „[í]trekuð er sú ósk að lausn sem ekki felur í sér óafturkræft rask á náttúrunni, verði fundin.“ Ákveðið hefur verið að hætta að taka á móti sorpi frá Fljóts- dalshéraði, Fljótsdalshreppi og Seyðisfjarðarkaupstað á Heydala- melum í Breiðdalshreppi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er ástæðan sú að þegar Breiðdalshreppur fékk und- anþágu frá starfsleyfi sínu til þess að urða sorp frá Héraði og Seyðisfirði þá var sú undanþága til tveggja ára, en jafnframt með þeim takmörk- unum að magnið mætti ekki fara yfir 2500 tonn á tímabilinu. „Nú liggur fyrir að magnið er að nálgast þessa tölu, áframhaldandi undanþága mun ekki vera fyrir hendi sem og Fljótsdalshérað komið með heim- ild til þess að hefja urðun hjá sér“ segir Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps. Erindi Veiðifélags Jökulsár á Dal samþykkt Sorpurðun í Heydalamelum

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.