Austurglugginn - 02.09.2011, Page 17
Föstudagur 2. september AUSTUR · GLUGGINN 17
Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sími 894 7282.
www.slaturhusid.is
Myndlistasýning í Frystiklefanum
og Vegahúsinu
Við þrjár saman:
Ásdís Jóhanns • Dagmar Einars • og Þura Halldórs
Félagsmenn í Myndlistafélagi Fljótsdalshéraðs sýna verk máluð með olíu á striga.
Sýningin stendur út ágúst.
Opið mánudaga – fimmtudaga frá 17:00 – 22:00.
AusturlandsmiðstöðvarMenningar
Austurvegi 42, 710 Seyðisfirði, sími 4721632 / 8695107.
www.skaftfell.is, skaftfell@skaftfell.is.
Frásagnasafn
Söfnunarmiðstöð • Skaftfell – aðalsalur • Stendur yfir
Sýningar eru opnar alla daga frá 13:00 til 20:00 eða eftir samkomulagi
Næstkomandi sunnudag, 4. septem-
ber, verða haldnir tónleikar í kirkju-
menningarmiðstöð Fjarðabyggðar
á Eskifirði. Fyrri tónleikarnir verða
kl. 15:00 og þeir síðari kl. 20:00
sama dag. Tónleikarnir eru haldnir
til styrktar fjölskyldufólki og ein-
staklingum í Fjarðabyggð sem eiga
við fjárhagslega erfiðleika að stríða.
Arnleif Axelsdóttir, íbúi Eskifjarðar,
átti hugmyndina að styrktartónleik-
unum og hafði samband við hóp
af reyndu og hæfileikaríku fólki í
Fjarðabyggð og allir tóku mjög vel
í hugmyndina. Arnleif segir að allir
tónlistarmenn og þeir sem koma að
tónleikunum hafi viljað leggja sitt af
mörkum sem og sr. Davíð Baldursson,
sóknarprestur á Eskifirði, sem hefur
lánað hópnum kirkjuna til æfinga
og tónleikahaldsins. Arnleif seg-
ist hafa safnað saman tíu manna
hópi á öllum aldri „sem að ég vissi
að gæti sungið og fékk þau til að
syngja ásamt því að við söfnuðum
saman hljómsveit fyrir söngvarana
og þar koma fram reyndir tónlistar-
menn.“ Hljómsveitin Randúlfarnir
frá Eskifirði og Karlakórinn Glaður
stíga einnig á svið sem og ungmenni
úr tónskólanum sem munu spreyta
sig á ýmsum hljóðfærum.
Aðgangseyrir á tónleikana er 1500
kr. en frítt fyrir sjö ára og yngri.
Arnleif hvetur fólk til að leggja sitt
af mörkum til þeirra sem eiga um
sárt að binda fjárhagslega með því
að leggja verkefninu lið og mæta á
tónleikana eða með því að styrkja
hjálparstarf kirkjunnar beint með því
að leggja inn á reikning:
Hjálparsjóður Kirkjunnar: 0166 - 15
– 380065, Kennitala: 520169 – 4079.
Styrktartónleikar á Eskifirði
Lax
Eitt laxaflak –
getur verið 800 til 1000 gr.
Ein krukka original mango
chutney (ekki stór krukka)
3 msk púðursykur
1 ½ msk nýmalaður svartur
pipar (svona um það bil)
2 msk Kikkoman sojasósa
4 hvítlauksrif
½ tsk salt (gróft Maldon
salt)
1 dós af sýrðum rjóma
(ég nota 18% en það er ekki
nauðsynlegt)
1 hvítlauksrif (mörðu)
svolítið gróft salt (maldon)
svolítill sítrónusaf i (eitt
kreist)
smávegis malaður pipar
söxuð basilika (nokkur blöð)
- og ef maður vill má líka
bæta við saxaðri steinselju.
Byrjið á að beinhreinsa laxinn. Mér finnst
mjög gaman að plokka beinin úr flakinu
og nota við það flísatöng. Skerið laxinn í
nokkuð væn stykki, svona u.þ.b. 12 – 15
cm breið.
Hrærið saman mango chutney, púður-
sykri, pipar og sojasósu í skál og bætið út
í mörðum hvítlauk. Stráið salti yfir laxinn.
Setjið laxastykkin á fat og smyrjið mango
chutney blöndunni á þau, báðar hliðar.
Látið standa í stofuhita í að minnsta kosti
klukkustund.
Hitið grillið vel. Húsbóndinn á heim-
ilinu segist pensla grillið með smjöri því
þannig festist fiskurinn síður við grindina.
Setjið laxinn á grillið, snúið roðlausu hlið-
inni niður. Eldunartíminn fer eftir stærð
stykkjanna og þykkt en þarf ekki að grilla
lengi. Snúið stykkjunum með spaða. Ef
menn vilja er hægt að setja stykkin í fiski-
klemmu og grilla þannig. Roðið má alveg
verða svolítið stökkt.
Með laxinum er ágætt að bera fram sósu
sem í er:
Það má hvort sem er bera fram soðnar
eða ofnsteiktar kartöflur með laxinum.
Ef þær eru ofnsteiktar er einfaldast að
skera kartöflurnar í tvennt (eða fernt ef
þær eru stórar), hella ólífuolíu yfir og
hræra í. Dreifa svo salti (grófu Maldon)
yfir og svolitlum möluðum pipar. Bakað
í ofni í u.þ.b. 30-45 mín. við 225°C eða
þar til kartöflurnar hafa tekið lit.
Það er gott að bjóða ferskt salat með
þessu; með káli (grand-salati/íssalati),
tómötum, gúrkum og öðru því grænmeti
sem til er.
Ég skora á mágkonu mína, Hrafnhildi
Hólmgeirsdóttur, að vera næsti matgæð-
ingur Austurgluggans. Hún kennir mat-
reiðslu við Handverks- og hússtjórnar-
skólann á Hallormsstað og er einstaklega
flink matreiðslumanneskja.
Sigrún Blöndal
Í sumarlok gef ég lesendum uppskrift að grill-
uðum laxi sem við eldum oft á sumrin og hefur
þótt mjög góður. Reyndar er það svo að ég grilla
ekki sjálf; það gerir maðurinn minn. Því lýsi ég
því ekki nákvæmlega hvernig fiskurinn er grillaður
en mér er sagt að það sé ekki mjög vandasamt.
Sunnudaginn 4. september verður
árleg styrktarganga Göngum saman.
Í ár verður gengið á ellefu stöðum
á landinu, Reykjavík, Akranesi,
Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði,
Hólum í Hjaltadal, Akureyri,
Egilsstöðum, Reyðarfirði, Höfn og
Selfossi. Fullorðnir þátttakendur
eru beðnir um að greiða kr. 3.000 og
renna göngugjöldin óskipt í styrktar-
sjóð félagsins. Öll vinna við undir-
búning og framkvæmd er unnin af
sjálfboðaliðum og margir leggja hönd
á plóg um land allt.
Félagið hefur staðið fyrir slíkum
fjáröflunargöngum frá árinu 2007. Í
fyrra var gengið á Reyðarfirði og í ár
bætast Egilsstaðir við. Á Reyðarfirði
verður gengið frá Stríðsárasafninu
og á Egilsstöðum frá bílastæðinu við
Selskóg. Forskráning verður á báðum
stöðum föstudaginn 2. september kl.
14 – 17, á Reyðarfirði í Molanum
og á Egilsstöðum við Samkaup. Að
göngu lokinni verður göngufólki boðið
í sund í laugunum á Egilsstöðum og
Eskifirði. Þá fá allir sem greiða göngu-
gjaldið höfuðbuff með merki Göngum
saman.
Í fréttatilkynningu félagsins segir
að „Göngum saman á rætur í gras-
rótarstarfi 22ja kvenna sem tóku þátt
í Avon göngu í New York í október
2007 en þar var gengið til fjáröflunar
fyrir rannsóknir og meðferð á brjósta-
krabbameini. Upphafsmaður er dr.
Gunnhildur Óskarsdóttir en hún
greindist með brjóstakrabbamein fyrir
rúmum áratug síðan. Í september 2007
var styrktarfélagið Göngum saman
formlega stofnað og stefnan sett á að
veita árlega rannsóknarstyrki. Fjöldi
félaga nálgast nú fjórða hundraðið“.
Nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðu félagsins;
www.gongumsaman.is
Lausn á gátu nr 7
Lárétt Lóðrétt
1 Dulbúa 2 Usla
5 Þórshöfn 3 Blettótt
8 Valgerður 4 Arðrán
9 Skjalasafn 5 Þorsti
11 Glóandi 6 Öxnadals
12 Sahara 7 Pundara
13 Bílsætin 10 Jólatré
16 Stásstofa 11 Gos
17 Samfélaginu 14 Lágu
21 Nauthóll 15 Nýslegni
24 Búrfell 18 Munaðarlaus
26 Hrylling 19 Grútarsálir
27 Vísvitandi 20 Bolungarvík
29 Rúning 21 Nýhorfinn
31 Ásjálegur 22 Talsverður
32 Nauðung 23 Óviss
33 Gusugangi 25 Fornmetið
34 Ergja 28 Drápan
35 Ráðrík 30 Ugga
Styrktarganga
Göngum saman