Austurglugginn - 02.09.2011, Síða 20
Hugleiðing
J
ákvætt lífsviðhorf er dýrmætt
í dagsins önn. Að takast á við
verkefnin og óvæntar upp-
ákomur með von í hjarta og sjá
sóknarfærin í stað þess að gera
strax ráð fyrir uppgjöf í kvíða og
áhyggjum. Ég þekki fjölskyldu
sem á sameiginlega stund einu
sinni í viku og ræktar þakklæti
með því að sérhver telur upp eitt
og annað gott sem borið hefur
við undanfarna daga og þakkar
fyrir. Þetta er skapandi rækt við
jákvætt lífsviðhorf, styrkir pers-
ónulega ábyrgðarvitund og eflir
þrek til þess að takast á við lífið.
Líkamsrækt og útlitsdýrkun er
vinsæl, en minna fer fyrir rækt-
inni til að styrkja velfarnað í
mannlegum samskiptum. Nóg
er af öfund og reiði, biturð og
sjálfsvorkunn, og margir eru sér-
fræðingar í að finna brotalamir í
fari annarra, en forðast eins og
heitan eldinn að horfa í eigin
barm, skynja ábyrgð sína og ját-
ast sjálfum sér. Til að komast
sæmilega af verðum við einnig
að geta sett okkur í annarra spor,
rækta æðruleysi og greina við-
horf og aðstæður frá ólíkum
sjónarhornum. Græðgin á sér
oft engin takmörk og veður yfir
allt með frekju og tillitsleysi,
sérstaklega þegar peningar eru
í spilum. Íslenskt þjóðlíf hefur
sára reynslu af því og ekki enn
bitið úr nálinni með það.
Nú þarf íslensk þjóð að stofna
til átaks og rækta jákvætt lífs-
viðhorf, efla skapandi þátttöku
í menningarstarfi og félagslífi,
mæra hið góða og fagra, glæða
víðsýni og leggja af bölsýni og
gremju, greina sóknarfærin og
byggja upp. Stjórnmálamenn
verða að vakna og fara upp úr
skotgröfunum, taka höndum
saman þvert á flokka og valda-
drauma og rækta traust og
trúnað í samskiptum. Ísland
er auðugt og fallegt land. Við
eigum svo mikil gæði sem við
njótum langt um fram aðrar
þjóðir og sóknarfærin, stór og
mörg, blasa við. Hér á að búa
lífsglöð, framsækin og þakklát
þjóð.
Stefánsson, Heydölum
Torfæra
Ólafur Bragi Íslandsmeistari í
torfæru í annað sinn
Fótbolti
Markahæsti knattspyrnumaður
Íslandsmótsins frá upphafi
Um síðustu helgi náði Vilberg Marínó Jónasson, leik-
maður meistaraflokks Leiknis á Fáskrúðsfirði, þeim
merka áfanga að slá markamet Íslandsmótsins í knatt-
spyrnu. Vilberg hefur skorað 12 mörk á tímabilinu fyrir
Leikni og hefur því alls skorað 212 mörk á ferlinum.
Fyrra metið átti Valdimar Kr. Sigurðsson, núverandi
leikmaður Kára frá Akranesi, en hann hafði átt metið
um þónokkurt skeið. Valdimar lagði skóna á hilluna árið
2009 en dró þá fram að nýju á þessu tímabili og því við
búist að þeir muni berjast um þennan titil áfram. Alls
hefur Vilberg skorað 212 mörk
en Valdimar 210.
Á heimasíðu Leiknis segir að
„af þessum 212 mörkum hefur
Villi skorað 123 fyrir Leikni í
132 leikjum. Ef bikarleikir með
Leikni eru taldir með þá eru
mörkin 133 í 141 leik. Það gerir
rúmlega 0,94 mörk í leik. Sem
er frábært“.
Aðspurður segist Vilberg vera
„mjög ánægður með að hafa náð
þessum áfanga, þetta er eitthvað
sem ég hef stefnt á nokkuð lengi.
Ég vil þakka þeim sem hafa
spilað með mér og vil meina að
ég hafi verið heppinn með liðs-
félaga í gegnum tíðina. Varðandi
framhaldið þá tek ég bara eitt
tímabil í einu og svo lengi sem ég
er laus við meiðsl og get gert gagn
á vellinum þá held ég áfram.“
Ólafur Bragi Jónsson, ökuþór frá Egilsstöðum, varð
nýverið Íslandsmeistari í torfæruakstri í annað sinn.
Ólafur Bragi tók þátt í þremur keppnum í sumar og
vann þær allar.
Ólafur Bragi vann keppnirnar á Akureyri, Egilsstöðum
og þá seinustu á Blönduósi en eknar voru fjórar
umferðir í Íslandsmótinu. Með sigrinum á Blönduósi
endurheimti hann titilinn sem hann vann árið 2008.
„Mér fannst ég þurfa að hafa meira fyrir titlinum þá.
Gömlu samkeppnisaðilarnir eru hættir og nýir teknir
við sem eiga eftir að öðlast reynslu,“ segir Ólafur.
Útlitið var ekki gott fyrir Ólaf eftir fyrstu þrautina á
Blönduósi þar sem hann var seinastur. Hann snéri við
taflinu í annarri braut sem hann kláraði einn og var
orðinn efstur eftir þá þriðju. Þótt bilun kæmi upp í
bílnum keyrði hann rólegur til loka og vann. Það hjálp-
aði að helsti keppninautur hans, Jóhann Rúnarsson á
Trúðnum, heltist úr lestinni eftir þriðju braut.
GG