Austurglugginn


Austurglugginn - 26.10.2012, Side 2

Austurglugginn - 26.10.2012, Side 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 26. október Anna Kolbrún Árnadóttir, sér- kennari á Akureyri, gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Anna gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknarflokkinn, átt sæti í miðstjórn flokksins, setið í skipulagsnefnd flokksins, og er nú formaður í jafnréttisnefndar Framsóknarflokksins. Jafnframt sit hún í landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna. „Hagsmunir allra eiga að geta fléttast saman þannig að úr verði réttlátt og gott samfélag. Við eigum að vera bjartsýn og horfa fram veginn og nýta tæki- færin. Það þarf að ráðast í markvissar aðgerðir á svo mörgum sviðum, það þarf til dæmis að auka fjár- festingu, þannig að það verður að búa svo um hnútana að umhverfið verði sem jákvæðast fyrir fyrirtækin í landinu, til að mynda verður að einfalda skattkerfið, það er ólíðandi flækja eins og það er í dag. Einnig má nýta skattkerfið til þess að hjálpa heimilunum í land- inu. Ennfremur þarf að breyta um stefnu varðandi atvinnumál en fjöldi fólks er án atvinnu en með því að nýta tækifærin skyn- samlega er vel hægt að snúa þessari þróun við á rétta og rétt- látari braut. Ég hef mikinn metnað til þess að nýta betur tækifæri sem skapast á öllum sviðum með jafnrétti í víðu samhengi að leiðarljósi. En til þess að það geti gerst þarf að taka upp skynsemisstefnu og viðurkenna að íslenskt samfélag er samvinnu- verkefni. Hagsmunir allra eiga að geta farið saman þannig að úr verði réttlátt og gott samfélag. Horfum fram á veginn og nýtum tækifærin“ segir í tilkynningu frá Önnu. Nýr framkvæmdastjóri Austurbrúar hefur verið ráðinn, Karl S. Guðmundsson Ph.D. Undanfarin ár hefur Karl starfað í háskólaum- hverfinu á Íslandi, fyrst sem dósent og deildarforseti við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands og síðar sem forstöðumaður tækni- fræðináms Keilis og framkvæmda- stjóri Orkurannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Valdimar O. Hermannssyni, for- manni stjórnar Austurbrúar, sóttu 16 aðilar um stöðu framkvæmdastjóra. Tveir aðilar voru metnir sérstaklega hæfir til starfans og eftir viðtöl var samhljóða ákveðið innan stjórnar Austurbrúar að ganga til viðræðna við Karl. Valdimar segir að „miklar væntingar séu bundnar við ráðningu Karls sem framkvæmdast jóra Austurbrúar sökum þekkingar hans og reynslu, m.a. úr háskóla- umhverfinu en þar hefur hann m.a. tekið þátt í uppbyggingu svokall- aðrar Háskólabrúar við Keili, og hefur sýnt mikinn áhuga á hugmyndafræði Austurbrúar, og framtíðarmögu- leikum okkar.“ Karl mun hefja störf í byrjun desember nk. Karl lauk 4. stigs námi við Vélskóla Íslands 1984 og sveinsprófi í renni- smíði tveimur árum síðar. Hann fór til háskólanáms í Ohio 1991 þar sem hann lauk grunn- námi í tölvuverk- fræði 1996 og meist- aranámi 1998. Hann lauk svo doktorsprófi í Rafmagnsverkfræði frá Wright State University árið 2004 en doktors- verkefnið hans bar heitið Fjölvídd mynst- urrakning, flokkun og tvinntölu-tauga-netsþjálfun með fasasíu. Karl er fæddur í Reykjavík árið 1960. Starfsferil sinn hóf hann við sjómennsku á togbát frá Breiðdalsvík sumarið 1976. Á árunum 1976 – 1991 starfaði Karl að mestu sem vélstjóri bæði á fiskiskipum og farskipum frá Íslandi. Meðfram námi sínu í Bandaríkjunum starfaði Karl hjá hátæknifyrirtækinu LaserMike um 4 ára skeið. Að loknu meistara- námi réði Karl sig til Tern Systems þar sem hann starfaði sem verk- efnastjóri við rannsóknir og þróun á samskiptabúnaði fyrir ISAVIA. Að loknu doktorsnámi starfaði Karl um tíma við hugverkavernd hjá Árnason Faktor í Reykjavík. Frá 2007 hefur Karl starfað í háskóla umhverfinu á Íslandi fyrst sem dósent og deildar- forseti við rafmagns og tölvuverk- fræðideild Háskóla Íslands og síðar sem forstöðumaður tæknifræði- náms Keilis og framkvæmdastjóri Orkurannsókna. Sigfús Karlsson hefur ákveðið að sækjast eftir 2. - 4. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi. Sigfús kemur frá Akureyri og í tilkynningu frá Sigfúsi segir að hann hafi víð- tæka reynslu úr atvinnu- lífinu, félagsstörfum og starfi innan Framsóknar- flokksins, bæði á vettvangi bæjar- mála og kjördæmisins. Sigfús er framkvæmdastjóri bókhaldsskrif- stofunnar Framtals sf. á Akureyri sem hann hefur starfrækt í 20 ár með fjölskyldu sinni. Sigfús hefur gegnt fjölda- mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn á undanförnum árum, til að mynda sem formaður Framsóknarfélags Akureyrar. Sigfús var í 3. sæti á lista flokksins til bæjarstjórnar árið 2010 og hefur setið sem varamaður í bæjarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili. Hann er aðalmaður í Framkvæmdaráði Akureyrarkaupstaðar, situr í stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og er áheyrnarfulltrúi flokksins í stjórn Akureyr- arstofu. Sigfús var í 9. sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Norðausturkjördæmi árið 2003, skipaði 6. sæti í kosningunum 2007 og 4. sæti í kosningunum árið 2009. „Ég hef á löngum tíma aflað mér víðtækrar reynslu sem nýtist í pólitísku starfi á landsvísu og það er sannarlega verk að vinna. Heimilin í landinu hafa á þessu kjör- tímabili setið eftir og sem bókari og ráðgjafi fyrir fjölda fólks hef ég séð mjög mörg skýr dæmi þess hvernig þyngri byrði skatta og stórfelld lækkun vaxtabóta hefur leikið heim- ilin og fjölskyldurnar. Fyrir hönd þessa fólks verður að tala skýrt og snúa blaðinu við inni á Alþingi. Við verðum líka að snúa vörn í sókn í atvinnumálum hér í kjördæminu, tryggja bætur í samgöngumálum, heilbrigðismálum, löggæslu og ekki síður hvað varðar fjarskiptin. Þau eru snar þáttur í lífsgæðum nútímans og væri nær að stjórnvöld beittu sér fyrir því að tryggja þegnunum jöfn lífs- gæði áður en þau snúa sér að því að breyta vægi atkvæða. Kosningarnar í vor snúast um fólkið í landinu og ég hef fullan hug á að leggja hönd á plóg. Þess vegna býð ég fram krafta mína,“ segir Sigfús. Ráðið í framkvæmdastjóra- stöðu Austurbrúar Gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins Sigfús sækist eftir 2.-4. sæti hjá Framsókn Anna Kolbrún Árnadóttir Sigfús Karlsson Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur, á Akureyri gefur kost á sér í 3. - 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingis- kosningar. Í fréttatilkynn- ingu frá Helenu segir að hún hafi víðtæka reynslu af félagsmálum. „Hún er ritari Samfylkingarinnar og situr í stjórn og framkvæmdastjórn flokksins. Hún er varaþingmaður og var bæjarfulltrúi á síðasta kjörtímabili. Hún sat í stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri sem formaður og varafor- maður um nokkurra ára skeið, hefur setið í nefndum og ráðum á vegum Akureyrarbæjar og ríkisins og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna.“ Helena segir að margt hafi áunnist í barátt- unni við endurreisn samfélagsins en enn sé verk að vinna. Hún vill leggja sitt að mörkum við áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins með grunngildi jafn- aðarmanna að leiðarljósi. Hún leggur áherslu á gott velferðarkerfi, öflugt atvinnulíf, eflingu byggða og bættar samgöngur. Gefur kost á sér í flokks- vali Samfylkingarinnar Helena Þ. Karlsdóttir

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.