Austurglugginn - 26.10.2012, Qupperneq 11
Föstudagur 26. október AUSTUR · GLUGGINN 11
Ég er vinur landsbyggðarinnar og
málefni hennar eru mér afar hjart-
fólgin. Reyndar er ég uppalin hér á
höfuðborgarsvæðinu en í mörg ár
ferðaðist ég um allt land starfs míns
vegna og heimsótti sveitabæi, fólk í
þéttbýli og þau fyrirtæki og stofnanir
sem staðsett voru úti á landi. Ég átti
mörg afar dýrmæt samtöl við fólk
í þessum ferðum mínum. Samtöl
um daglegt líf þess og hagi, drauma
þeirra og væntingar, vonbrigði og
endurreistar vonir og framtíðarsýnir
þeirra sem meðal annars tengdust
heimahögum þess.
Það er ekki hægt annað en að
dást að þrautseigju og baráttuþreki
margra þeirra sem á landsbyggðinni
búa og hafa þurft að taka á sig hvern
stórskellinn á fætur öðrum. Ekki er
annað hægt en að finna til hryggðar
þegar maður horfir á reisuleg frysti-
húsin sem engin starf-
semi er í lengur. Maður
upplifir óréttlætið þegar
gengið er eftir bryggj-
unum þar sem er varla
neitt athafnalíf lengur og
sorgar þegar eldra fólkið
talar með söknuði um
börnin og barnabörnin
sem neyddust til að flytja
til höfuðborgarsvæðisins.
Óhjákvæmilega fer maður að hugsa í
framhaldinu um það hvernig hægt sé
að stöðva þessa óheillaþróun og snúa
henni við. Því landsbyggðin og það
fallega mannlíf sem þar þrífst á svo
sannarlega sinn tilverurétt.
Norðmönnum hefur tekist einkar
vel að halda fremur harð-
býlu landi sínu öllu í
byggð. Meira að segja
nyrstu héruðunum norðan
við heimsskautsbaug þar
sem myrkrið og kuldinn
ríkja yfir vetrarmánuðina.
Þeir hafa farið þá leið að
veita þeim sem búa í
nyrstu héruðum landsins
einskonar dreifbýlisstyrk
í formi skattaívilnana. Persónulega
þá þykir mér ekki fráleitt að kanna
hvort fara mætti einhverja slíka leið
hér á landi.
Eitt er víst og það er að sífelld
þjónustuskerðing er ekki rétta leiðin
til að viðhalda búsetu á landsbyggð-
inni. Nú berast fréttir af því að Póst-
urinn muni loka útibúum sínum á
Flateyri og Bíldudal 1. nóvember
næstkomandi. Þau stöðugildi sem
þar með tapast skipta sköpum fyrir
fjölskyldur viðkomandi starfsmanna.
Sífelld þjónustuskerðing, hvort
heldur er á sviði verslunar, banka og
póstþjónustu eða heilsugæslu, er ekki
bjóðandi íbúum þessara staða.
En umfram allt verður að tryggja
að öflugt og fjölbreytt atvinnulíf á
hverjum stað fái að dafna sem best.
Óöryggið og atvinnubresturinn
sem núverandi kvótakerfi býr til í
gegnum framsal kvóta hefur ýtt undir
brottflutning af landsbyggðinni. Taka
verður mið af byggðasjónarmiðum en
ekki aðeins markaðsaðstæðum við
breytingar á kvótakerfinu. Mikilvægt
er að auðlindarentan verði notuð til
að efla starfsemi tengda sjárútvegi
og landbúnaði til að fjölga störfum
á landsbyggðinni. Ennfremur skiptir
máli að ungu fólki, sem heldur til
náms og hefur hug á að snúa heim
aftur að námi loknu, standi til boða
störf sem hæfa menntun þess og
áhugasviði þegar komið er heim aftur.
Þar geta stjórnvöld svo sannarlega
veitt aðstoð.
SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og
velferðar vill í auknum mæli færa
starfsemi hins opinbera til sveitar-
félaga og landshlutasamtaka og
koma á þriðja stjórnsýslustiginu
með svæðisþingum til að efla vald-
dreifingu og draga úr miðstýringu.
Þessum aðilum verði tryggðir nauð-
synlegir tekjustofnar vegna fjölgunar
verkefna. Einnig segir í grundvallar-
stefnuskrá SAMSTÖÐU að tekjur
af auðlindum og svæðisbundinni
starfsemi skuli renna í meira mæli
til samneyslu og uppbyggingar á við-
komandi svæði.
Ég tel það engu þjóðfélagi hollt að
breytast í borgríki á meðan dreifðar
byggðir landsins standa fyrst og
fremst sem minnisvarði um það líf
sem var þar áður.
Þollý Rósmunds
félagi í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis
og velferðar.
Landsbyggð í blóma
Þollý Rósmunds
Kjartan Örn Kjartansson
Það er í fréttum að Landsvirkjun
sé með undirbúningsframkvæmdir
við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Allir
ættu að gleðjast yfir því að eitt-
hvað sé pínulítið í gangi, atvinna
og framtíð fyrir fólkið.
Í staðinn eru sumir for-
hertir sósíalistar á móti
og kalla á t.d. á nýtt
umhverfismat til þess
eins að þjónka við eigin
fordóma og eyðileggja
atvinnuna fyrir mann-
fólkið, sem starfar að
þessu, í leiðinni. Fram-
farir mega ekki verða.
Þvermóðskan skal ráða. Stoppa skal
Landsvirkjun, sem telur sig vera í
fullum rétti að byggja upp með nýt-
ingu á orkugjöfum landsins. Hvað
sem það kostar. Öllum ráðum skal
beitt. Í þessari framkvæmd sem
öðrum.
Náttúran
er á fleygiferð
Ég hef mikinn áhuga á náttúrunni.
Ég hef haft gaman af því að ferðast
um óbyggðir landsins og njóta feg-
urðar og gjafa þess. Ég hef áhuga
á gróðurvernd, land og skógrækt
og tel mikilvægt að hugsa af skyn-
semi um landið. Á sama tíma veit
ég og skil að náttúran er ekki alltaf
eins, heldur er hún á fleygiferð
og breytist stöðugt og þróast eftir
sínum leiðum. Engum ætti að vera
það ljósara en okkur Íslendingum
með okkar eldfjöllum, hverum, jarð-
skjálftum, veðurfari, uppblæstri og
gróðureyðingu. Það breytist ekki
þótt stundum sé öðru haldið fram.
Á því er lítill vafi.
Framtíðin í ílátum?
Þau hin öfgasinnuðu telja, sem rök
gegn nýtingu virkjanakosta, að nátt-
úruna megi almennt ekki snerta eða
nýta og við eigum að geyma
orkuna fyrir afkomendur
okkar. Ég spyr hvernig á
að geyma vatnið, sem nú
rennur til sjávar eða þá
gufuna, sem nú stígur til
himins? Varla í flöskum? Er
ekki betra að grípa gæsina?
Verksmiðjur, sem vonandi
verða viðskiptavinir Lands-
virkjunar, eru ekki eylífar.
Orkuverin eru hins vegar lang-
líf, sem dæmin sanna og fara ekki
langt. Orkuverin eru byggð upp á
grundvelli þess að fjárfestingin sé
hagkvæm og borgi sig upp að mestu
leiti á samningstíma viðskiptavinar-
ins. Ef þá afskrifuð orkuverin endur-
semja upp á nýtt við sömu notendur
eða afkomanda þeirra í framtíðinni
eða þá við eitthvað nýtt ævintýri,
þá verður bara til enn meiri hagn-
aður fyrir þau. Ergo hagfellt núna,
enn hagfelldara í framtíð fyrir
,,flöskubörnin”.
Skynsemin er best
Hvar er leitin að meðalveginum,
að skynseminni og hvað hægt er að
gera til þess að fólkið fái ,,að njóta
vafans” í nútíð og framtíð? Væri
ekki rétt að senda þær/þau, sem eru
svo yfirgengilega á móti jákvæðri
þróun landsins í þágu fólksins, í mat
á umhverfisáhrifum þeirra sjálfra?
Kjartan Örn Kjartansson
Höfundur er fyrrv. forstjóri og
stuðningsmaður Hægri grænna
Yfirþyrmandi
og yfirgengilegt
AusturlandsmiðstöðvarMenningar
Viðburðir framundan
í víking
Hilde Skevik og Guro Gomo
Í Draumahúsinu, Gestavinnustofan Norðurgötu.
Föstud. 26. okt. kl. 18 - 20 • Laugard. 27. okt. kl. 18 - 20
Sunnudaginn 28. okt. kl. 18 - 20
WE´LL TAKE YOU THERE
Else Plough Isaksen
Hóll, Gestavinnustofan Vesturgata 6
Sunnudaginn 28. okt. og mánudaginn 29. okt. kl. 16 -18
Sýningar í gangi
FRÁSAGNASAFNIÐ 2011 – 2012
Aðalsalur. Stendur til lok desember.
GEIRI
Nemendur úr Seyðisfjarðarskóla - myndmenntarval
Vesturveggur, Skaftfell - Bistró.
Opnunartímar
mán. lokað
þri. kl. 12 – 22 • mið. kl. 12 – 17 • fim. kl. 12 - 16
fös. kl. 13 - 22 • lau. – sun. kl. 14 - 22
Aðgangur frír
Austurvegur 42 | 710 Seyðisfjörður
www.skaftfell.is | skaftfell@skaftfell.is