Austurglugginn - 26.10.2012, Side 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 26. október
Félagsmenn
AFLs athugið
Lyklar að orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík eru félagsskír-
teinin. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið félagsskírteini
send geta haft samband við næstu skrifstofu eða sent póst á
keli@asa.is. Hafi félagsskírteini týnst er hægt að fá endurút-
gefið skírteini gegn vægu gjaldi – og hægt er að fá auka-
skírteini fyrir t.d. maka gegn vægu gjaldi. Erindi vegna týndra
skírteina eða aukaskírteina sendist á keli@asa.is.
Ef félagsmaður hefur ekki félagsskírteini sitt meðferðis við
dvöl í orlofsíbúð AFLs í Reykjavík – og kalla þarf út
umsjónarmann til að afhenda lykla – er innheimt tryggin-
gagjald vegna lykilsins og útkall ef umsjónarmaður er
kallaður út utan dagvinnutíma.
Vinavikan gekk vel hjá ungling-
unum og framtakið nýtur sífellt
meiri eftirtekt fjölmiðla og land-
ans sem hæla framtaki unglingana
hástert. Síðasta dag Vinavikunnar
buðu unglingarnir í æskulýðsfélagi
kirkjunnar á Vopnafirði upp á kær-
leiksmaraþon, vinamessu, pítsuveislu
og flugeldasýningu.
Sunnudagurinn hófst með kær-
leiksmaraþoni þar sem krakkarnir
gengu í hús og buðu fram aðstoð sína
við heimilisstörfin. Þá var opið hús í
safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju,
þar sem boðið var upp á kökur, vöfflu,
djús og kaffi og andlitsmálun fyrir
börn - ókeypis. Kærleiksmaraþonið
er liður í söfnun í ferðasjóð æsku-
lýðsfélagsins, en næstu helgi fara
unglingarnir á Landsmót æskulýðs-
félaga kirkjunnar sem haldið verður
á Egilsstöðum. Meira safnaðist en til
þurfti og hafa krakkarnir ákveðið að
gefa það til söfnunar Landsmótsins
þar sem safnað verður fyrir vatns-
brunnum í Malaví.
Kærleiksmaraþoninu lauk með
vinamessu sem unglingar sáu um
með sóknarpresti og söngfólki. Við
lok guðsþjónustunnar sungu þau
lagið „Traustur vinur getur gert
kraftaverk“ sem þau hafa verið að
æfa undanfarnar vikur.
Þátttaka íbúa á Vopnafirði var
mikil og náði hámarki í messunni
á sunnudag, þar sem Vopnfirðingar
fylltu kirkjuna og tóku síðan þátt í
pítsuveislu og fylgdust með flug-
eldasýningunni á eftir.
„Traustur vinur getur gert kraftaverk“
sungu unglingarnir á Vopnafirði í vinamessunni við lok vinavikunnar sl. sunnudag.
Vinavikan styrkir vináttubönd vopnfirska
ungmenna. Mynd: Magnús Már Þorvaldsson.
JÁRNSMÍÐI
RENNISMÍÐI
VÉLAVIÐGERÐIR
Áhugahópur um oddvita Framsókn-
arflokksins í Norðausturkjördæmi lét
Gallup skoða hvern íbúar Akureyrar
og nágrennis vilja sem oddvita flokks-
ins fyrir komandi alþingiskosningar,
Höskuld Þórhallsson þingmann eða
Sigmund Davíð Gunnlaugsson for-
mann framsóknarflokksins.
Könnunin var gerð dagana 15. –
24. október og fékk áhugahópurinn
niðurstöðurnar frá Gallup seint sl.
miðvikudagskvöld.Vikudagur og
Austurglugginn hafa könnunina
undir höndum.
Úrtakið var 1080 manns á Akur-
eyri og nágrenni. 699 svöruðu, en 381
tóku ekki afstöðu og svarhlutfallið
því 64,7%.
380 sögðust vilja að Höskuldur
Þórhallsson fari fyrir framboðs-
listanum, eða 67,8%. 114 nefndu
hvorugan, eða 20,4 % og 66 sögðust
vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson,
eða 11,8 %
Þessar niðurstöður þýða að fylgið
við Höskuld á svæðinu er 85,2 % en
fylgi Sigmundar Davíðs er 14,8 %.
87,4 % svarenda búa á Akureyri,
11,7 % í dreifbýli Akureyrar og 0,9
% í Hrísey/Grímsey.
Stuðningsmenn Höskuldar túlka
þessar niðurstöður sem mikinn sigur
og benda á að á Akureyri séu flestir
kjósendur kjördæmisins. Stuðnings-
menn Sigmundar Davíðs eru allt
annað en kátir og segja óeðlilegt
að kanna fylgið á afmörkuðu svæði
í kjördæminu. Þeir tala jafnvel um
skemmdarverk.
Kjördæmisþing Framsóknarflokks-
ins í Norðausturkjördæmi verður
haldið í Mývatnssveit um helgina.
Þar verður væntanlega lögð fram til-
laga um framkvæmd vals á framboðs-
lista flokksins í kjördæminu.
Höskuldur Þór og Sigmundur
Davíð vilja sem fyrr segir báðir fara
fyrir listanum. Anna Kolbrún Árna-
dóttir vill 2. sætið og Huld Aðalbjarn-
ardóttir setur stefnuna á 2. - 3 sæti
listans. Sigfús Karlsson sækist eftir 2.
- 4. sæti og Hjálmar Bogi Hafliðason
óskar eftir stuðningi í 4. - 5. sæti.
Framsóknarflokkurinn í Norðaust-
urkjördæmi er nú með tvo þingmenn.
Birkir Jón Jónsson fyrsti þingmaður
sækist ekki eftir endurkjöri.
karleskil@vikudagur.is
Gallupkönnun um oddvita Framsóknar í NA kjördæmi:
Höskuldur með sterka stöðu
í oddvitaslagnum í Eyjafirði
ISSN1670-3561
40. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 15. október Áskriftarverð kr. 1.400
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla
á Reyðarfirði
Landflutningar á Reyðarfirði hafa flutt
sig um set í stærra og betra húsnæði.
Er afgreiðslan opin virka daga frá
9:00-16:00.
Nýja heimilisfangið er:
Landflutningar-Samskip
Nesbraut 10 · 730 Reyðarfjörður
Sími 458 8840
landflutningar@landflutningar.is
www.svn.is
Sjá nánar á bls. 6.
Austurglugginn og
Þekkingarnet Austurlands
eiga samstarf um útgáfu
Austurgluggans þessa viku.
Í blaðinu er sérstök áhersla
lögð á þekkingarsamfélag
Austurlands.
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú færð
tilboðin send beint til þín í tölvupósti.
Skoðaðu bonus.is og nýjustu tilb
Einungis 2 af 10 þingmönnum norðausturkjördæmis
styðja óbreytt fjárlagafrumvarp. Enginn þingmaður
Samfylkingarinnar.
Fellir landsbyggðin
ríkisstjórnina?
Umfjöllun bls. 6
á mánuð
Fjölmenn mótmæli
l d
nýjus
oði
ISSN1670-356138. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 1. október Áskrifta
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla
á Reyðarfirði
Landflutningar á Reyðarfirði hafa flutt
sig um set í stærra og betra húsnæði.
Er afgreiðslan opin virka daga frá
9:00-16:00.
Nýja heimilisfangið er:
Landflutningar-Samskip
Nesbraut 10 · 730 Reyðarfjörður
Sími 458 8840
landflutningar@landflutningar.is
www.svn.is
Sjá nánar á bls. 2 Sjá nánar á bls. 12
Steingrímur J.
á SSA aðalfundi
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú fæ
tilboðin send beint til þín í tölvupós
Skoðaðu bonus.is og nýjustu
Breið samstaða
SSA á Breiðdalsvík
bls. 6-7
A Ð A
rverð kr. 1.400 á mán
rð ný
ti.
tilbo
L F U
ISSN1670-3561
39. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 8. október
ÞÚ ERT
Á GÓÐUMSTAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Sjá nánar á bls 2.
Aðalfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla á Reyðarfirði
Landflutningar á Reyðarfirði hafa flutt sig um set í stærra og betra húsnæði. Er afgreiðslan opin virka daga frá 9:00-16:00.
Nýja heimilisfangið er:Landflutningar-SamskipNesbraut 10 · 730 ReyðarfjörðurSími 458 8840
landflutningar@landflutningar.is
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú færð nýjustu
tilboðin send beint til þín í tölvupósti.
Skoðaðu bonus.is og nýjustu tilboðin
www.svn.is
Sjá nánar á bls. 5.
Vinavika
Vopnafjarðar - fengu kveðju frá biskupi Íslands
Tillögur að fjárlögum næsta árs bitna harkalega á landsbyggðinni og munu koma niður á starfsemi HSAÍtarleg yfirferð um fjárlagafrumvarpið í opnu blaðsins
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði - Verð í lausasölu kr. 450
Fer svona fyrir fjárfestingum fyrri ára í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi?
Áskriftarsími
austurgluggans er
891 6484