Austurglugginn - 26.10.2012, Qupperneq 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 26. október
Ég óska stuðningsmönnum tillagna stjórnlaga-
ráðs til hamingju með niðurstöður nýafstað-
inna kosninga. Niðurstöðurnar eru klárlega sigur
fyrir stuðningsmenn tillagnanna og ekki hægt að
fetta fingur út í þær, tölurnar tala sínu máli. Nú
stendur eftir að fá athugasemdir lögfræðihópsins
sem vinnur nú að umsögn. Eftir að þær liggja fyrir
þá þarf að hefjast handa við að byggja stjórnar-
skrárfrumvarp í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs
og þannig að sem breiðasta samstaða náist. Það er
óumflýjanleg nauðsyn að reyna að miðla málum
milli ólíkra sjónarmiða, ekki verður hægt að horfa
framhjá andstöðu tiltekins hlutfalls þjóðarinnar í
þessu máli og nægir þar að nefna andstöðu íbúa
Norðausturkjördæmis við jöfnun atkvæðavægis.
Markmiðið hlýtur að vera að leggja fram stjórnar-
skrárfrumvarp sem þorri landsmanna getur sætt
sig við. Það þættu stórar fréttir úti í heimi ef til
stæði að knýja fram nýja stjórnarskrá í andstöðu
við þriðjung landsmanna.
Það er vitaskuld glórulaust að reyna að túlka vilja
þeirra sem sátu heima öðruvísi en svo að gagnvart
þeim hafi þetta ekki verið þeirra hjartans mál. Þeir
kjósendur sáu ekki ástæðu til að mæta og óþarfi að
eyða fleiri orðum í það. En þessi dræma kjörsókn
er vissulega áhyggjuefni, sérstaklega fyrir forsætis-
ráðherra sem hefur sagt að þetta væri eitt af stóru
málum núverandi ríkisstjórnar. Heimasetuliðið
virðist ekki fylgja ríkisstjórninni í því áliti.
En um 49% kjörsókn getur ekki talist góð kjör-
sókn, alls ekki, sérstaklega þegar litið er til þess
að þetta eru grundvallarlög landsins. Einnig er
óhjákvæmilegt annað en að minnast þess að bæði
Jóhanna og Steingrímur töluðu niður kjörsóknina
í síðustu forsetakosningum sem þó var um 20%
hærri en stjórnlagaatkvæðagreiðslan. Ýmsir hafa
bent á kjörsókn í Sviss og talið sig vera að bera
saman sambærilega hluti vegna eðlis kosninganna
sl. helgi. Þar hefur kosningaþátttaka í öllum 12
þjóðaratkvæðagreiðslunum sem haldnar hafa
verið á þessu ári svipuð og í kosningunum hér sl.
laugardag. En með hliðsjón af tíðum kosningum
Svisslendinga tel ég það vera óhæft að bera þessar
tölur saman. Nema þá að við höfum ekki meiri
metnað en svo að telja það eðlilegt að hér mæti álíka
hátt hlutfall í ráðgefandi stjórnlagaatkvæðagreiðslu
og mætti þar þegar kosið var um það hvort banna
ætti herflugsæfingar á helstu túristastöðum í Sviss.
Þetta var léleg kjörsókn, um það er óþarfi að deila
en hvers vegna? Mögulega þótti fólki þetta ekki
sitt hjartans mál eins og ég kom inn á, málið þótti
flókið, fólk gaf sér ekki tíma til að kynna sér þessar
fjölmörgu tillögur, höfðu ekki trú á verkefninu,
ferlinu né þinginu og svona mætti áfram telja.
En í stað þess að karpa um ofantalin atriði ættu
allir að einhenda sér í að ræða hvernig hægt sé að
leysa þetta mál farsællega þannig að það festist
ekki í skotgröfum stjórnmálaflokkanna. Nema þá
að það sé vilji stjórnarflokkann a að láta deilur um
þetta mál gleypa kosningaslaginn.
Kemur í ljós
Kveðja, Ragnar Sigurðsson
BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750
Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Guðmundur Y Hraunfjörð • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - kompan@vortex.is.
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent.
HjalliAÐ LOKINNI
STJÓRNLAGA-
ATKVÆÐAGREIÐSLU
OG KJÖRSÓKN
Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og heimilt verður að veiða rjúpur um helgina. Í ljósi gríðarlegrar
aðsóknar skotveiðimanna undanfarin ár þá fáu daga sem halda má til veiða er full ástæða til að þess
að brýna fyrir skotveiðimönnum að fara varlega.
Þekkir einhver fólkið?
Óþekkt mynd frá Ljósmyndasafni Austurlands
Myndirnar sem hér birtast eru úr safni Margrétar Sigurðardóttur í Víðivallagerði. Þeir sem geta
veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Arndísi eða Magnhildi í síma
471-1417 og/eða netföngin arndis@heraust.is, og magnhildur@heraust.is.