Austurglugginn - 26.10.2012, Side 9
Föstudagur 26. október AUSTUR · GLUGGINN 9
Austurglugginn er á facebook
Það skal fúslega viðurkennt í þennan
lesendahóp að ég svaraði spurn-
ingunni um jafnt vægi atkvæða
neitandi í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni um
síðustu helgi. Ég er
í sjálfu sér hlynntur
jöfnuði af þessu tagi,
enda jöfnuður affara-
sælastur á öllum
sviðum, en hér þarf
að huga að heildar-
jöfnuði. Jöfnuður
eins má ekki kalla á
ójöfnuð annars.
Það misjafna atkvæðavægi sem
Íslendingar hafa búið við um langt
árabil stafar ekki síst af misjöfnu
þjónustuvægi. Það veltur á búsetu
hvað landsmenn fá fyrir skattpen-
ingana sína; sumir njóta fullrar þjón-
ustu á næstu grösum við heimili sín,
aðrir verða að kosta miklu til og leita
hennar um langan veg, ef sá vegur er
á annað borð fær.
Aflað og eytt
Þessi háttur, sem hafður er á þjón-
ustustigi í landinu, er þeim mun
athyglisverðari eftir því sem tekju-
öflunin er betur skoðuð. Meginhluti
skattteknanna verður til úti á landi,
þar sem þjónustan er lökust, en að
stærstum hluta er sömu sköttum eytt
þar sem þjónustan er best og víð-
tækust. Það er þetta sem setur strik
í heildarjöfnuðinn.
Ég tel það vera eitt meginverk-
efna ríkisvaldsins að tryggja öllum
landsmönnum sem greiðastan og
öruggastan aðgang að opinberri
þjónustu; ekki síst grunnþjónustu á
sviði mennta, heilbrigðis og löggæslu.
Víða eru aðstæður með þeim hætti að
fullum jöfnuði verður vart við komið,
en viðleitnin verður að vera öllum
stundum til staðar.
Hlutverk borgar
Sæmileg sátt er um þjónustuhlut-
verk höfuðborgarinnar. Landsmenn
vilja að hún rísi undir nafni.
Þar ber, sakir hagræðis, að
hafa miðstöð ríkisrekinnar
þjónustu. En þá verður líka
að tryggja aðgang að henni.
Það skýtur skökku við, að þeir
sem helst tala fyrir jöfnun
atkvæðaréttar í landinu, vilja
hætta flugi utan af landi til
höfuðborgarinnar.
Almenningur og sveitar-
stjórnir úti á landi ver miklum fjár-
hæðum til að sækja það sem miðstöð
opinberrar þjónustu hefur upp á að
bjóða. Það misvægi í buddu fólksins
er sjaldnast til umræðu. Almenn-
ingur úti á landi verður aukin heldur
að sætta sig við lakari þjónustu á
mörgum sviðum. Hann fær minna
fyrir skattinn sinn.
Margur munur
Og aðstöðumunurinn er víða mjög
margþættur; fjórfalt til tífalt hærri
húshitunarkostnaður, langtum hærri
flutningskostnaður, miklu meiri
námskostnaður, óheyrilegur íþrótta-
ferðakostnaður, að ekki sé talað um
dýrtíðina í menningarmálum. Það
er sitthvað að ganga yfir götuna í
Þjóðleikhúsið, en aka þangað 700
kílómetra leið, aðra leiðina.
Ég er sumsé hrifinn af hugmynd-
inni um jöfnun atkvæðavægis. Það
er að mínu viti jafn heillandi hug-
mynd um jöfnun þjónustuvægis. Ef
það seinna verður að veruleika, með
víðtækum aðgerðum stjórnvalda, er
kominn grundvöllur fyrir því fyrra.
Þetta helst nefnilega í hendur. Eða
á að jafna sumt – og annað ekki? Er
það réttlætið?
Sigmund Erni Rúnarsson
Höfundur er alþingismaður
Þessum fullyrðingum er ég hjartan-
lega sammála. Ég er þó fylgjandi
kynjakvótum og jákvæðri mismunun
í ráðningum. Hvernig má þetta vera?
Er ég í hrópandi mótsögn við sjálfa
mig? Nei það er ég ekki.
Í mörg þúsund ár hafa kynjakvótar
og mismunun á grundvelli kyns
tíðkast. Karlar hafa svo gott sem ein-
okað allar valdastöður þar til á allra
síðustu áratugum og eru þar enn í
miklum meirihluta. Allan þennan
tíma hefur samfélagið með ýmsum
leiðum stimplað það inn í undirmeð-
vitund okkar að karlar séu hæfari
til að taka ákvarðanir og konur séu
hæfari í að hugsa um börnin.
Það er erfitt að vinna gegn þess-
ari innprentun og það gerist ekki á
nokkrum áratugum af sjálfu sér, jafn-
vel ekki þó við værum öll sammála
um að vilja jafnrétti. Ef við viljum
jafnrétti en gerum ekkert í því mun
það líklega taka okkur jafn langan
tíma að vinda ofan af kynjakerfinu.
Við höfum í allt of mörgum til-
fellum séð árangur jafnréttisbar-
áttunnar verða tvö skref áfram og
svo eitt aftur á bak. Ég nefni sem
dæmi bakslag í jafnréttisviðhorfum
unglinga þar sem við-
horf þeirra til jafnrétt-
ismála mældust nei-
kvæðari árið 2006 en
1992 og enn neikvæð-
ari 2008. Einnig mælist
óútskýrður launamunur
kynjanna meiri nú árið
2012 en var árið 2008.
Ef okkur er alvara
með því að vilja jafn-
rétti kynjanna og erum
ekki tilbúin til að bíða í mörg þús-
und ár eftir því verðum við að vinna
markvisst að því og grípa til aðgerða
á borð við kynjakvóta og fleiri ráða.
Ég hlakka til þess dags þegar
við getum lagt kynjakvótana til
hliðar en þangað til skora ég á
alla jafnréttissinna til að grípa til
raunverulegra aðgerða
í jafnréttisbaráttunni.
Ég vil líka minna á að
baráttan snýst ekki um
konur gegn körlum
heldur að við tökum
öll höndum saman og
vinnum að sameiginlegu
markmiði okkar sem er
samfélag jafnréttis þar
sem hver og einn getur
valið sér starfsvettvang
eftir eigin áhuga.
Sóley Björk Stefánsdóttir
Höfundur er óþolinmóður jafn-
réttissinni og óskar eftir stuðningi
í annað sæti á framboðslista VG í
Norðausturkjördæmi
Jafnt vægi þjónustu
Um jafnrétti og kynjakvóta
Sóley Björk Stefánsdóttir
• Kynjakvótar eru leiðindafyrirbæri.
• Það á eingöngu að líta til þess að ráða hæfasta
einstaklinginn.
• Það er fáránlegt að mismuna fólki á grundvelli kyns.
Sigmund Erni Rúnarsson
AusturlandsmiðstöðvarMenningar
Óma Íslandslög í Eskifjarðarkirkju.
27. okt. Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00.
Einsöngvarar Páll Rósinkranz og Valgerður Guðndadóttir.
Útsetningar og hljómsveitastjórn Daníel Þorsteinsson.
Ásamt Kór Fjarðabyggðar og hljómsveit.
Á efnisskrá er meðal annars lög eftir Svavar Ben, Sigfús Halldórsson og
Jón Múla.
Miðaverð 2.500
2.000 kr fyrir öryrkja og eldri borgara
Frítt inn fyrir 16 ára og yngri
Miðasala við innganginn
Einstakur tónlistarviðburður
Undirrituð vill vekja athygli á
rausnarlegum peningagjöfum sem
borist hafa þjónustuíbúðunum að
Bakkabakka 15, Neskaupstað. Þessar
gjafir koma frá áhöfninni á Bjarti NK
121, Síldarvinnslunni í Neskaupstað
og Eskju Eskifirði. Peningagjöfin
nemur samtals 500 þúsund krónum
og var notuð til að kaupa sérútbúið
hjálpartæki. Þetta hjálpartæki auð-
veldar vinnuaðstöðu og aðstoð við
einstaklingana á Bakkabakka 15
til muna. Viljum við, starfsfólk og
íbúar að Bakkabakka 15, koma kærri
kveðju og hjartans þökkum til þess-
ara aðila.
Fyrir hönd starfsfólks og íbúa
Bakkabakka 15.
Svanhvít Aradóttir,
forstöðuþroskaþjálf i.
Dagar Myrkurs
Fimmtudagur 1. nóv. KL 20.00
Kvikmyndasýning
Heimildarmyndin Hreint Hjarta
eftir Grím Hákonarsson
Aðgangseyrir 1200.
Nánari dagskrá Daga Myrkurs verður auglýst í næsta Austurglugga
Kærar þakkir