Austurglugginn


Austurglugginn - 26.10.2012, Qupperneq 5

Austurglugginn - 26.10.2012, Qupperneq 5
 Föstudagur 26. október AUSTUR · GLUGGINN 5 Ferðaþjónustuaðilar á Vopnafi rði Á undanförnum áratug eða svo hefur talsverð þróun verið í ferðaþjónustu á Vopnafi rði og mörg áhugaverð verkefni hafa verið í gangi. Ferðaþjónustuaðilar eru hins vegar smáir og oft ar en ekki hefur vantað slagkraft til að fylgja ágætum hlutum til enda. Áhugamannfélög hafa verið stofnuð sem gert hafa góða hluti en verkin hafa lent á herðum fárra sem meðfram annarri vinnu hafa stundum ekki getað fylgt hlutunum eft ir. Með stofnun klasans er farin önnur leið. Með breiðri aðkomu ferðaþjónustuaðila á Vopnafi rði er meiningin að skapa glögga framtíðarsýn og trausta ímynd sem byggir á sérkennum svæðisins. Vinna er hafi n við stefnumótun sem byggir á þemavinnu og samkvæmt áætlun liggja frumdrög fyrir. Eitt meginmarkmið stefnumótunarinnar er forgangsröðun verkefna þar sem framkvæmdir eru tímasettar og áætlanir gerðar um fj ármögnun. Verkefnisstjóri: Berghildur Fanney Hauksdóttir Verkefni sem Vaxtasamningur Austurlands hefur komið að á árunum 2007-2012 eru fjölbreytt og dreifð um allan fjórðunginn. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Ólafur Áki Ragnarsson olafur(hjá)austur.is hjá austurbrú. Vaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Þróunarfélags Austurlands og Iðnaðarráðuneytis sem hefur það að markmiði að styðja við þau verkefni sem falla undir markmið hans. Meginhugmynd í vaxtarsamningum er samstarf í svokölluðum klösum, þar sem leitast er við að efl a samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars, jafnvel þótt fyrirtækin séu að öðru leyti í samkeppni. Vaxtarsamningur Austurlands hefur komið að 104 verkefnum frá því að fyrsti samningurinn var undirritaður árið 2007. FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður Tillaga að deiliskipulaginu Hof II í Norðfirði Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögur að deiliskipulaginu Hof II í Norðfirði samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga deiliskipulagsins Hof II nær yfir hluta jarðarinnar Hofs II í Norðfirði. Skipulagssvæðið er 15,3 ha að stærð og er sá hluti jarðarinnar sem er norðan Norðfjarðarvegar. Gert er ráð fyrir tjaldstæði, allt að 16 smáhýsum til gistingar, einbýlishúsi, útihúsum og túnum í skipulagstillögunni. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugátt í Bókasafninu á Norðfirði frá og með 26. október 2012 til og með 7. desember 2012. Athugsemdarfrestur er til sama tíma. Tillagan verður einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Skipulagsfulltrúinn í Fjarðabyggð

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.