Austurglugginn - 26.10.2012, Síða 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 26. október
Fjögur fyrirtæki fengu viðurkenn-
ingu fyrir vinnuverndarstarf á fjöl-
mennri vinnuverndarráðstefnu sem
haldin var á þriðjudag í tilefni evr-
ópskrar vinnuverndarviku sem nú
stendur yfir. Guðbjartur Hannes-
son,Velferðarráðherra, afhenti við-
urkenningarnar sem veittar voru
fyrir forystu stjórnenda og virka
þátttöku starfsfólks í kerfisbundnu
vinnuverndarstarfi. Fljótsdalsstöð
var eitt þeirra fyrirtækja sem hlaut
viðurkenningu fyrir vinnuverndar-
starf ásamt Reykjafiski á Húsavík,
Þjóðminjasafni Íslands og Mannviti,
verkfræðistofu.
Vísað er til þess að markvisst og
árangursríkt vinnuverndarstarf skili
margvíslegum ávinningi sem einnig
megi meta til fjár, þótt skiljanlega
beinist sjónir manna einkum að
mannlega þættinum með áherslu
á að forða slysum og draga úr veik-
indum og vanheilsu.
„Sýnt hefur verið fram á með
rannsóknum að fjárfesting fyrir-
tækja í vinnuvernd skilar sér rúm-
lega tvöfalt til baka. Til mikils er að
vinna, því kostnaður samfélagsins
vegna vinnuslysa og vinnutengdrar
vanheilsu er talinn nema um 4% af
vergri landsframleiðslu þjóða sam-
kvæmt Alþjóðavinnumálastofnun-
inni. Í Evrópu verða árlega um 6,9
milljónir manna fyrir vinnuslysum
og 23 milljónir manna stríða við
vinnutengda vanheilsu“ segir í til-
kynningu Velferðarráðuneytisins.
Fljótsdalsstöð fyrirmyndarfyrir-
tæki á sviði vinnuverndar
Samtök ferðaþjónustunnar stóðu
fyrir gerð skoðanakönnunar á meðal
félagsmanna sinna í september síð-
astliðnum. Capacent Gallup sá um
gerð könnunarinnar en þar kemur
fram að 71% félagsmanna sem tóku
afstöðu vilja hafa miðstöð innan-
landsflugsins í Reykjavík frekar en
í Keflavík. Spurt var: „Hvort kýst þú
að hafa höfuðstöðvar innanlands-
flugs á Reykjavíkurflugvelli eða
Keflavíkurflugvelli?“.
Í tilkynningu samtakanna segir að
þessi könnun staðfesti vilja ferða-
þjónustunnar í þessum efnum sem
áður hefur komið fram að mið-
stöð innanlandsflugs eigi að vera á
Reykjavíkurflugvelli.
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar
vill því beina því til ráðamanna,
hvort sem er á Alþingi eða borgar-
stjórn að „tryggja að umgjörð inn-
anlandsflugs á Reykjavíkurflugvelli
verði með viðunandi hætti. Í fyrsta
lagi þarf að vinna að varanlegu
samkomulagi milli ríkis og borgar
um flugvöll í Reykjavík, stöðugar
deilur um framtíð flugvallarins eru
ekki bjóðandi heldur þarf að vinna
að sátt um starfsemina. Meirihluti
íbúa Reykjavíkur hefur ítrekað lýst
yfir þeirri skoðun sinni að mið-
stöð innanlandsflugs eigi að vera í
Reykjavík og er eðlilegt að tekið verði
mið af þeim vilja borgarbúa í þeirri
sátt sem skapa þarf. Í öðru lagi þarf
að veita leyfi til að aðstaða farþega
og starfsmanna við flugafgreiðslu
verði betrumbætt. Innanlandsflug
á Íslandi er almenningssamgöngur.
Meirihluti farþega í innanlandsflugi
er að ferðast á eigin vegum til að
komast á hagkvæman máta á milli
landshluta. Á undanförnum 30 árum
hefur farþegum í innanlandsflugi að
meðaltali fjölgað um 3% á ári þrátt
fyrir að áfangastöðum hafi fækkað og
á undanförnum 10 árum hefur far-
þegum í innanlandsflugi fjölgað um
16% þrátt fyrir bankahrun, eldgos og
efnahagskreppu“ segir í tilkynningu
samtakanna.
Yfirgengileg hækkun
sértækra gjalda
á innanlandsflug
Samtökin telja að þróun innan-
landsflugs í fjölgun farþega sé ógnað
vegna „yfirgengilegrar“ hækkunar
sértækra gjalda á innanlandsflug.
„Gjaldahækkanir sem lagðar hafa
verið á undanförnum árum jaðra
við aðför að innanlandsfluginu. Frá
árinu 2009 hafa sértæk gjöld meira
en tvöfaldast og ef það frumvarp til
fjárlaga sem nú liggur fyrir á Alþingi
verður að veruleika má búast við
því að sértæk gjöld á innanlands-
flugið muni þrefaldast frá því sem
var fyrir einungis 3 árum síðan og
verða yfir 600 milljónir króna á ári.
Það er alveg ljóst að þörfin á öfl-
ugu innanlandsflugi er mikil enda
þjóðhagslega hagkvæmur ferðamáti,
því er mikilvægt að sú umgjörð sem
innanlandsfluginu er skapaður ógni
ekki þessu hlutverki“ segir í tilkynn-
ingu samtakanna.
Feðginin Hallgrímur Bóasson og Ólöf
Sól gengu niður á þessa stóru vogmey
við kvöldgöngu í fjörunni í Reyðarfirði
sl. sunnudagskvöld. Vogmærin reyndist
vera um 162 cm að lengd. Vogmey getur
orðið allt að þrír metrar á lengd og slæðist af og
til í veiðarfæri sjómanna. Samkvæmt Vísindavef
Háskóla Íslands er vogmærin sjaldgæf við strendur
Austurlands. Á vefnum kemur fram að „sárafáar
rannsóknir hafa verið gerðar á lífsháttum vog-
meyjarinnar. Menn telja að hún sé fyrst og fremst
miðsævisfiskur og hefur hún komið í veiðarfæri
skipa á 64 - 640 metra dýpi. Vogmeyjar halda sig
sennilega í smáum torfum og einstaka sinnum
reka slíkar torfur á land. Fæða vogmeyjarinnar
er einkum rækja, smokkfiskar og ýmsar teg-
undir smáfiska. Ekki er vitað hvenær hún gýtur
en nýgotnar hrygnur hafa rekið á land í maílok.
Sjómenn hafa fengið vogmeyjar í flotvörpu djúpt
undan Reykjanesi og hugsanlegt þykir að þar megi
finna væna hrygningarslóð hennar.“
Sigurður Baldursson, bóndi á Sléttu í Reyðarfirði,
fann meterslanga vogmey á svipuðum slóðum
árið 2008. Fiskurinn er þekktur fyrir sérstakt útlit
en hann er lang- og þunnvaxinn þunnvaxinn,
sporðurinn og allir uggar á vogmeynni eru rauðir.
Ófögur sjón
Eftir þennan merka og sjaldgæfa fund gengu þau
feðgin að ruslapoka sem hafði að öllum líkindum
verið kastað í sjóinn. Reyndist pokinn fullur
af gæsahræjum veiðimönnum til mikillar
skammar.
Sameinaður skóli Grunnskólans
á Stöðvarfirði og Leikskólans
Balaborgar var vígður í síðustu viku
við hátíðlega athöfn. Nemendur
spiluðu, sungu og fluttu ljóð af
stakri snilld. Þau Jónas Ólafsson,
skólastjóri, Jósef Friðriksson, for-
maður fræðslu- og frístunda-
nefndar, Ingibjörg Eyþórsdóttir,
fráfarandi leikskólastjóri Balaborgar,
Þóroddur Helgason, fræðslustjóri
Fjarðabyggðar og Gunnar Jónsson,
bæjarritari fluttu ávörp. Að lokum var
gengið til veislu og nýr og breyttur
skóli sýndur gestum.
Vilja miðstöð innanlands-
flugs áfram í Reykjavík
Stór vogmey í fjöru Reyðarfjarðar
Það er með ólíkindum að veiðimenn geti ekki séð sóma sinn í
því að koma gæsahræjunum á ruslahaugana svo ekki séð talað
um hversu furðulegt það er að veiða dýrin til þess eins að henda
þeim án þess að nýta nokkuð af þessum góða mat.
Vogmærin
Stöðvarfjarðarskóli vígður
Nemendur Stöðvarfjarðarskóla stóðu fyrir
tónlistarviðburðum.
Íbúð til leigu
150 fm íbúð á góðum stað í 105
Reykjav. til leigu,
2 svefnh., bílakjallari.
Nánari uppl. á netfangið:
salb@asa.is