Austurglugginn - 02.12.2021, Page 3
Fréttir frá Síldarvinnslunni
Ábyrgðarmaður: Gunnþór B. Ingvason
Framkvæmdir ganga vel
Framkvæmdir við stækkun fiski-
mjölsverksmiðju og löndunarhúss
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
hófust sl. vor og hafa gengið
vel. Stækkun verksmiðjunnar
verður skipt í tvo áfanga. Í fyrri
áfanganum verður reist 2000
fermetra verksmiðjuhús og komið
upp lítilli verksmiðjueiningu
sem á að geta afkastað 380
tonnum á sólarhring. Þessari
litlu verksmiðjueiningu er ætlað
að vinna afskurð frá fiskiðjuveri
fyrirtækisins auk þess sem hún
verður notuð við þróunarverkefni.
Í síðari áfanga stækkunarinnar
verður komið fyrir búnaði sem
eykur afkastagetu verksmiðjunnar
úr 1.800 tonnum á sólarhring í
2.380 tonn. Búnaðinum í nýja
verksmiðjuhúsinu verður komið
fyrir í skrefum án þess að það hafi
áhrif á framleiðslustarfsemina
þannig að fiskimjöl og lýsi verður
stöðugt framleitt þrátt fyrir
viðamiklar framkvæmdir.
Samtímis er unnið að stækkun
löndunarhússins um 300 fermetra.
Í því verður síðan komið upp
búnaði sem mun tvöfalda afköstin
við vinnslu á loðnuhrognum.
Framkvæmdir við verksmiðju-
húsið hafa gengið ágætlega. Áður en
eiginlegar byggingarframkvæmdir
hófust þurfti að færa lagnir og leggja
nýjar og föstudaginn 19. nóvember
sl. var síðan platan steypt. Nú er að
hefjast vinna við að reisa húsið, sem
er stálgrindarhús. Sama má segja
um stækkunina á löndunarhúsinu,
þar hafa framkvæmdir gengið
samkvæmt áætlun. Nú er húsið
risið og vinna hafin innanhúss
meðal annars við uppsetningu
tækjabúnaðar.
Áætlaður heildarkostnaður við
þessar framkvæmdir er hátt í fimm
milljarðar króna.
Plata nýja verksmiðjuhússins var steypt 19.nóvember sl.
Viðbyggingin við löndunarhúsið.Uppsetning á búnaði í nýja löndunarhúsinu er hafin.
Á yfirstandandi ári hafa
miklar annir verið í fiskiðjuveri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Aldrei hefur verið tekið á móti jafn
miklum afla til vinnslu og á þessu
ári. Frá því í júnímánuði hefur verið
nánast samfelld vinnsla á vöktum
og á þeim tíma hefur verið landað
yfir 70 þúsund tonnum af makríl
og síld í fiskiðjuverið. Fyrr á árinu
höfðu verið unnin 11.000 þúsund
tonn af loðnu þannig að móttekin
afli til vinnslu er rúmlega 82.000
tonn og enn heldur vinnsla áfram.
Jón Gunnar Sigurjónsson,
yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu, segist
vera mjög sáttur við yfirstandandi
ár. „Það hefur í reyndinni allt
gengið eins og best verður á
kosið. Veiðar hafa gengið vel og
við höfum frábært starfsfólk til að
vinna úr aflanum. Öll áhersla er
lögð á að skipin komi með ferskan
og góðan fisk að landi og það
skiptir miklu máli. Við erum enn
að vinna íslenska sumargotssíld en
síðan er risaloðnuvertíð framundan
og þá þurfa öll hjól að snúast hratt.
Við bíðum eftir að loðnuveiðarnar
hefjist en oft er þó áta í loðnunni
á þessum árstíma og því er gert ráð
fyrir að loðnufrysting fari ekki í
gang fyrr en eftir áramótin. Í okkar
iðnaði skiptir mestu að veiðarnar
og vinnslan séu ein skipulagsleg
heild. Þegar svo er næst góður
árangur eins og við erum svo skýrt
að upplifa á þessu ári,“ segir Jón
Gunnar.
Gott ár í fiskiðjuverinu
Miklar annir hafa verið í f iskiðjuveri Síldarvinnslunnar á árinu. Ljósm. Smári Geirsson