Austurglugginn


Austurglugginn - 02.12.2021, Page 7

Austurglugginn - 02.12.2021, Page 7
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 2. desember 7 Múlaþing Sími 4 700 700 mulathing@mulathing.is mulathing.is Laus störf í nýrri leikskóladeild Hádegishöfða við Vonarland Fyrirhuguð er opnun nýrrar leikskóladeildar á Vonarlandi Egilsstöðum sem verður rekin undir hatti leikskólans Hádegishöfða. Hádegishöfði er tveggja deilda leikskóli í Fellabæ sem starfar í anda Reggio Emilia, áhersla er á umhverfismennt og er Hádegishöfði skóli á grænni grein. Megináherslur í daglegu starfi eru að efla sjálfstæði, gleði og sköpun barna sem og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum. Um er að ræða eftirfarandi störf: • Deildarstjóra 100% stöðugildi • Leikskólakennara 100% stöðugildi Næsti yfirmaður er leikskólastjóri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 3. janúar nk. Hæfniskröfur í starf deildarstjóra: • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn) • Reynsla af starfi deildarstjóra í leikskóla er æskileg • Reynsla af vinnu á leikskóla er æskileg • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi á að vinna með börnum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til 7. desember nk. Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólanum þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna. Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri í síma 4700-670 eða á netfanginu vala.jonasdottir@mulathing.is Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningarbréf. Tekið er við umsóknum í starfið á heimasíðu Múlaþings www.mulathing.is undir flipanum „laus störf“ eða á starfasíðu Múlaþings hjá www.alfred.is. Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is Hæfniskröfur í starf leikskólakennara: • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn). Ef ekki fæst kennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi á að vinna með börnum • Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta UPPTAKTURINN Á AUSTURLANDI Opið fyrir innsendingar tónverka á Austurlandi til 31. desember Krakkar í 5.-10. bekk hafa hér einstakt tækifæri til að senda inn drög að tónverki/lagi sem þau semja sjálf og komast þannig inn í skemmtilegar tónsmíðavinnustofur sem haldnar verða eina helgi í byrjun næsta árs í Tónlistarmiðstöðinni á Eski rði. Höfundar tónverka fá aðgang að tónsmiðjum í Tónlistarmiðstöðinni og vinna þar markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi tónlistarlistarmanna og í framhaldi fá tónsmiðirnir að hljóðrita demó í Studio Silo. Dómnefnd velur svo einn höfund frá Austurlandi og tónverk hans til áframhaldandi þátttöku í Upptaktinum í Reykjavík, vinnustofum og tónleikum í Hörpu á Barnamenningarhátíð í apríl. Lengd tónverks skal vera 2-6 mínútur að hámarki en þau geta bæði verið einleiks- og samleiksverk fyrir allt að  mm  ytjendur. Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskri eða sem hljóðriti á MP3/ Wav/Myndbandi. Hugmyndir s.s. upptökur, nótur, texti eða grafísk lýsing má endilega fylgja með verkinu. Markmið með Upptaktinum á Austurlandi eru þríþætt 1. Að styðja við tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og unglinga á Austurlandi til að tjá sig með tónlistarsköpun og semja eigin tónlist. 2. Að aðstoða börn og unglinga á Austurlandi við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og varðveita þannig tónlistina. 3. Að gefa börnum og unglingum á Austurlandi tækifæri á að fá leiðsögn frá aust rsku fagfólki og taka þátt í vinnustofu og tónleikum með fagfólki við kjöraðstæður á tónleikum í Hörpu. Tónverk skulu send á tonleikahus@tonleikahus.is. Upplýsingar um nafn, aldur og skóla höfundar þurfa að fylgja verkinu sem og símanúmer og tölvupóstfang. SÓKNARÁÆTLUN AUSTURLANDS

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.