Austurglugginn - 02.12.2021, Page 8
8 Fimmtudagur 2. desember AUSTUR · GLUGGINN
eru festar með ankerum við botninn
til að haldast á sínum stað. Hvaða
tækni verður fyrir valinu skýrist síðar
þegar búið er að finna út hvað henti
svæðinu og velja framleiðanda. Þá
ráðast einnig endanleg afköst. Í dag
framleiða nýjustu vindmyllurnar 14
MW en er aukast. „Við vonumst
til að það verði 20 MW þegar við
pöntum okkar búnað. Það skiptir
máli að nota góða tækni sem
fjárfestar samþykkja,“ segir Paul.
Vindmyllurnar verða staðsettar
um 30-35 úti fyrir landinu. Annars
vegar út af vindum, hins vegar til
þess að þær sjáist ekki frá landi. Kúpt
lögun jarðar gerir það að verkum.
Áætlanir HIP gera ráð fyrir
að leggja sæstreng beint frá
vindmyllugörðunum til Bretlands.
„Fyrst horfðum við til þess að
tengjast Íslandi en ekki lengur.
Verkfræðingarnir okkar segja að við
getum byggt aðveitustöð úti á hafi.“
400 heilsársstörf
Um tvö ár tekur að reisa
vindmyllurnar sem HIP vonast til að
verði 2024-25. Á þeim tíma verða til
300 störf. Horft er til Reyðarfjarðar
með aðstöðuna. Vindmyllurnar koma
ósamsettar frá framleiðendum og
þurfa skipin sem flytja þær – og síðar
kaplana, mikið dýpi sem fjörðurinn
hefur. Síðan þarf undirlendi til að
setja þær saman. Í ferð sinni austur
skoðaði Paul tvo staði, sitt hvoru
megin fjarðarins, sem betur verða
metnir af samstarfsfólki hans.
Vindmyllurnar eru síðan dregnar á
haf út af dráttarbátum.
Rekstur orkuveranna gæti hafist
um 2026/27. Gert er ráð fyrir að
þau skapi um 400 heilsársstörf. Bæði
þarf að sinna viðhaldi en einnig
ýmissi umsýslu. Áætlað er að um
80% starfanna yrðu á Austurlandi.
Horft er til Reyðarfjarðar eða
Hafnar í Hornafirði sem miðstöðva
fyrir henni. Fulltrúar HIP hafa á
síðustu mánuðum kynnt áform sín
fyrir sveitarstjórnum Fjarðabyggðar,
Hornafjarðar og Múlaþings.
Matthildur Ásmundsdóttir,
bæjarstjóri á Höfn, staðfesti í svari
við fyrirspurn Austurgluggans
að fulltrúar Kára hefðu tvívegis
hitt sveitarstjórnarfólk þar. Jón
Björn Hákonarson, bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, sagði sveitarfélagið
fylgjast með verkefninu af áhuga
og halda áfram samtalinu. „Verði
af þessu þá mætum við því,“ sagði
hann.
Meðal annars þyrfti aðstöðu fyrir
þjónustubáta og eða þyrlur til að ferja
starfsfólk út að vindmyllunum. Þær
verða útbúnar sem björgunarþyrlur
og hefur HIP lýst yfir vilja sínum
til að semja við íslensk stjórnvöld
þannig hægt sé að nota þær sem
slíkar á Austfjörðum.
„Þetta eru störf sem krefjast
þekkingar, ekki endilega háskóla-
menntunar, en þú þarft að vita hvað
þú ert að gera þegar þú ert að sýsla
við stór tæki úti á sjó. Við viljum
hafa þau nærri framleiðslunni,“ segir
Paul.
Treyst á tækniþróun
Áætlaður líftími vindmyllnanna
er 40 ár, þær yrðu þá dregnar til
hafnar og teknar í sundur og líklega
nýjum komið út. Aðspurður um
umhverfisáhrif svarar Paul að mikil
framþróun sé í að draga úr þeim,
til dæmis vinni skoskur háskóli að
tækni til að endurvinna spaðana.
Spaðarnir í dag séu gerður úr blöndu
kol- og glertrefja en verið sé að gera
spaða úr strigaefni. „Langir spaðar
eru þungir og strigaspaðar yrðu mikil
framþróun. Þeim léttari spaðar því
minni orku þarf til að koma þeim
af stað eða halda gangandi og þá
fer meira í að framleiða rafmagn,“
segir Paul.
Hann nefnir að komið hafi verið
fyrir hátíðnibúnaði á köplum og
búnaði til að koma í veg fyrir að
hvalir sigli á þá. Þá sé hægt að koma
skynjurum fyrir á vindmyllunum sem
nemi ferðir fugla og stöðvi spaðana
meðan fuglarnir fljúgi hjá. Hvoru
tveggja er beitt í Bandaríkjunum.
Frekari gagnaöflun
Næst á dagskrá er að safna frekari
gögnum. HIP vill koma fyrir
litlum báti með mælitækjum í
kleinuhringjunum. Mælitækin,
svokallaður „lightar“ skýtur geisla
upp í loftið til að safna gögnum um
vindinn í um 200 metra hæð. „Við
þurfum upplýsingar um hraða, þéttni
og raka. Það er minni orka í þurrari
vindi,“ segir Paul.
Hann vonast að leyfi fáist þannig
að hægt verði að koma bátunum fyrir
á næsta ári. Gögnin úr þeim nýtast
síðan til að afla frekari fjárfesta við
verkefnið. Eins þarf að kortleggja
leiðina fyrir kapalinn, meðal
annars sjávarbotninn, horfa eftir
skipsflökum og gömlum sprengjum
og kanna hvað þarf til að tengjast
breska dreifikerfinu. Eins þarf að
vinna að mati á umhverfisáhrifum.
„Við sjáum fyrir okkur að margt
gerist á sama tíma.“
GG
Modeled Annual Mean Wind Speed Pattern off Southern Island. Wind Speeds Increase from Blue to Red.
Prepared by Omar Galaviz and Richard Simon, Simon Wind, Inc., 11 June 2021
Bláu línurnar afmarka það svæði sem horft er til fyrir mögulega vindmyllugarða. Litirnir
tákna vindgæðin, bláleit svæði eru lygn en rauð svæði hvöss. Mynd: Kári Energy/Simon Winds
Íslendingar fái auðlindagjald
Ör orkuskipti Breta eru forsendur
fyrir Kára verkefninu. Þeir ætla að
loka tveimur kolaorkuverum, sem
framleiða 4,5 GW, á næstu tveimur
árum og halda síðan áfram á sömu
braut. Þá er ónefnd orkuþörf vegna
orkuskipta.
Það skapar vandamál. Þegar vel
lætur er fjórðungur orku Breta
framleiddur með vindi, ýmist á
hafi eða landi, en hlutfallið dettur
niður í 2% þegar lygnir. Þá hafa
kolaverin verið keyrð upp með
miklum tilkostnaði. „Þegar veðrið
er gott á Englandi, eins og við
óskum okkur alltaf, þá er það vont
fyrir framleiðendur vindorku,“ sagði
Peter Earl, stjórnarformaður IPC,
á málþinginu.
En vindurinn er stöðugri
hérlendis sem skapar möguleika.
„Við sjáum að vindurinn er nægur í
Bretlandi 40% tímans meðan nýting
vindmyllanna á Íslandi getur orðið
allt að 65%“
Annað vandamál Breta er
dreifikerfið, sem byggt er upp úr
frá kolaverunum en er veikt við
ströndina. Sæstreng frá Íslandi væri
hægt að tengja við Bretland þar sem
hentaði. Horft er til þess að strengur
frá öðrum vindmyllugarðinum
tengist til Hinkley Point, á
suðvestanverðu Bretlandi. Þar er í
dag verið að byggja kjarnorkuver
auk þess sem Bretar horfa til þess
að byggja þar iðnað, meðal annars
gagnavert. Fram kom á fundinum
að sérstaklega sé horft til þess að
selja orkuna úr vindmyllugörðunum
til tæknifyrirtækja sem keppist við
að sýna fram á að þau noti græna
orku. Nokkrir staðir eru til skoðunar
fyrir hinn sæstrenginn.
Truflar ekki íslenskan
raforkumarkað
Bæði Peter og Tony Baldry sögðu
að Íslendingar þyrftu að fá eitthvað
fyrir sinn snúð. Peter sagðist vita
af áhuga Austfirðinga á þyrlunum
auk þess sem atvinnusköpun og
fjárfestingar væru af hinu góða en
báðir tóku líka skýrt fram að borguð
yrðu einhvers konar auðlindagjöld
til íslenska ríkisins. Það þyrfti að
móta hvernig.
Hann sagði Kára verkefnið aðeins
prufuverkefni. Með að nýta þann
vind sem er um 20 km úti fyrir
Íslandi sé hægt að framleiða á milli
10-20.000 MW af orku. Slíkt gæti
skapað Íslendingum meiri tekjur
en fiskveiðar.
Þá sögðu bæði Peter og
Tony að verkefnið hefði engin
áhrif á orkuverð á Íslandi. Að
sæstrengurinn tæki ekki land hér
tryggði þar. Auk þess væri Bretland
ekki í Evrópusambandinu og
strengurinn því ekki tengdur innri
markaði þar. Mögulegt sé þó að
bæta við sérstökum vindmyllum ef
Íslendingar vilji fá orku til sínum.
Ný tækifæri á köldu
svæði
Matt Beaton, framkvæmdastjóri
Tyne-hafna, við ána sem rennur
í gegnum Newcastle, sagði
mikil tækifæri í vindorku fyrir
hafnasamlagið. Þar er búið að
skipuleggja 200 ekrur undir
þjónustu við vindorku sem eru talin
skapa 15 þúsund ný störf. Alls áætla
ráðgjafar Tyne-hafna að 70 þúsund
ný störf verði til á næstu fjórum
árum á norður og austur Englandi
næstu fjögur ár vegna þjónustu við
vindorku á hafi. Slíkt gerbreyti
lífgæðum á svæðinu sem átt hefur
undir högg að sækja undanfarin ár.
„Norður England hefur liðið
fyrir efnahagskerfi sem einblínt
hefur á hag Lundúna. Með þessu
höfum við á örskotsstundu farið úr
atvinnuleysi yfir í að okkur skortir
fólk, úr samdrætti í fjárfestingar, úr
skorti í samgöngu yfir að fleiri vilja
tengjast okkur,“ sagði hann.