Austurglugginn


Austurglugginn - 02.12.2021, Page 11

Austurglugginn - 02.12.2021, Page 11
Fréttabréf AFLs Starfsgreinafélags Félagakerfið sjálft Frá því að orlofskerfið var skrifað 2012 – 2013 var lítið um viðbætur við kerfið þar til 2015 var tekin ákvörðun um að fullgera kerfið sem félagakerfi. Austurnet tók einnig þann bolta, undir forystu Garðars og Sigurðar. Það verkefni var hins vegar það stórt að kalla þurfti fleiri að því og komu þá einnig Guðmundur Rúnar Einarsson og Kristján Krossdal að borðinu. Í ársbyrjun var móttaka skilagreina tilbúin og sett í gang og í mars var farið að afgreiða styrki og sjúkradagpeninga úr hinu nýja félagakerfi. Undir lok árs var alveg hætt að nota Bóta. Frá 2016 hefur svo verið unnið að ýmiskonar endurbótum og viðbótum að félagakerfi AFLs. Um síðustu áramót litum við svo á að kerfið væri fullgert – þrátt fyrir að ýmsar viðbætur væru á óskalistanum – þá fullnægði kerfið öllum þörfum okkar . Nýjasti starfsmaður Austurnets er Guðný B. Kjartansdóttir Briem – og hefur hún síðustu mánuði aðallega unnið við að koma „mínum síðum“ félagakerfisins yfir á fleiri tungumál og önnur verkefni sem tengjast mínum síðum. Kynni AFLs af Guðnýju hófust 2018 þegar hún ásamt þremur samnemendum í fjarnámi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands unnu lokaverkefni sitt í náminu með því að gera „málakerfi“ fyrir verkalýðsfélag. Við sátum nokkra rýnifundi með þessu austfirska nemendateymi og gáfum þeim aðgang að vinnuumhverfi félagsins í gegnum Austurnet. Ekki varð þó úr að við innleiddum þeirra vinnu en Guðný kom síðan til starfa fyrir Austurnet að námi loknu og hefur verið virkur þátttakandi í áframhaldandi þróun félagakerfisins. Í boði fyrir önnur félög Síðastliðið vor var „Jóakim“, félagakerfi sem mörg verkalýðsfélög hafa notað, til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik vegna gjaldtöku fyrir notkun þess. Í kjölfarið tók AFL saman kynningarefni um félagakerfi okkar og bauð nokkrum verkalýðsfélögum að skoða kerfið. Í haust hófst vinna við að gera kerfið „fjölnotendavænt“, sem hefur reynst talsverð. Um leið hafa ýmsir smáhlutir verið lagfærðir og bættir. Þegar þetta fréttabréf er ritað eru starfsmenn Hlífar þegar komnir inn í kerfið og farnir að undirbúa að taka það fullkomlega í notkun um áramótin. Eftir að innleiðingu Hlífar lýkur upp úr áramótum verður mögulega hafin innleiðing tveggja til þriggja félaga til viðbótar enda ryður þátttaka Hlífar ýmsar brautir og er „lærdómsferill“ fyrir bæði AFL og Austurnet. Bæði er þá komin reynsla á að flytja gögn úr Jóakim yfir í nýja kerfið og eins notar Hlíf DK bókhaldskerfi á meðan AFL notar Navision. Nú er að ljúka endurskrifum á tengingum við bókhaldskerfi. Félagakerfið Tótal Kerfi AFLs hefur fengið nafn og nefnist nú Félagakerfið Tótal. AFL vinnur að stofnun sérstaks rekstrarfélags sem mun annast útleigu og sölu á kerfinu, enda ekki við hæfi að verkalýðsfélag standi í rekstri á samkeppnismarkaði. Stofnverð hins nýja rekstrarfélags verður bókfært virði hugbúnaðarins sem settur er í nýja félagið, sem AFL mun eiga að fullu. Stefnt er að því að kerfið verði orðið algjörlega sjálfbært innan fárra ára og að AFL fái mögulega til baka stóran hluta stofnkostnaðar. Ef áætlanir ganga eftir væru mögulega 5 – 10 þokkalega stór verkalýðsfélög orðin notendur af kerfinu innan þriggja ára. Þá verður þeim mögulega boðið að ganga inn í hið nýja rekstrarfélag og kaupa eignarhluta í kerfinu. Þetta eru þó að mestu vangaveltur nú. Bókfært verð kerfisins er um 80 milljónir króna og hefur sá kostnaður stofnast á síðustu 11 árum. Síðustu ár hafa afnotagjöld af öðrum kerfum sparast auk þess sem stjórn félagsins telur að með þessu kerfi hafi sparast eitt til tvö stöðugildi sem annars væri þörf á við rekstur félagsins. Mjög mikil sjálfvirkni er í kerfinu sem sparar t.d. að mestu allan innslátt félagsgjalda, bæði í félagakerfi og bókhaldskerfi. Að auki afgreiða félagsmenn sig að verulegu leyti sjálfir bæði í orlofskerfi og vefverslun sem léttir mjög álagi af skrifstofum félagsins. Þá er aðgangskerfi félagsins algerlega sjálfvirkt og opnast því aðgangskort félagsmanna sjálfkrafa – um leið og leiga er greidd. Alfarið Austfirskt hugvit Allur hugbúnaður AFLs er skrifaður á Austurlandi og undir forystu þeirra Garðars Vals og Sigurðar hjá Austurneti. Fyrirtækið hefur tekið nokkrum breytingum á ferlinu en kjarninn hefur samt alltaf verið sá sami. Þeir forritarar sem mest koma að málum AFLs eru þeir tveir félagar og svo Guðný og Guðmundur Rúnar Einarsson. Þá skrifaði Kristján Krossdal skilagreinakerfi félagsins að mestu. Eins hefur Þórunn Hálfdanardóttir einnig komið að málum og verið félaginu til aðstoðar sérstaklega í vefmálum. Einnig undir merkjum Austurnets er Unnar Erlingsson, grafískur hönnuður, hann hefur bæði verið útlitsteiknari félagsins og veitt ráðgjöf um útlit á vef og kerfunum sjálfum. Þróun hugbúnaðar sem er jafn umfangsmikill og kerfi félagsins eru – kallar á mikla yfirlegu og rýnivinnu. Starfsfólk félagsins hefur lagt mikið á sig – setið marga og stranga rýnifundi og tekið virkan þátt í þróun kerfisins. Á mikilvægum tímamótum í þróuninni hefur starfsfólkið haft beinar línur til forritara og minniháttar lagfæringar jafnvel framkvæmdar nánast jafnóðum og um þær er beðið. Þannig hefur verið reynt að sníða kerfið eins mikið að þörfum og óskum starfsfólks og hægt er. Mínar síður félagsmanna eru sífellt mikilvægari þáttur í gagnvirkum samskiptum félagsmanna við félagið. Því hefur einnig átt sér stað rýnivinna með einstökum félagsmönnum til að kanna hvað betur mætti fara. Aldrei búin Við teljum nú að félagakerfið okkar sé fullbúið - en gerum okkur samt grein fyrir því að þessu verkefni lýkur aldrei. Umhverfið breytist í sífellu og við verðum að bregðast við. Það er samt góð tilfinning að vera ekki að elta þróunina heldur vinna samhliða henni. Mínar síður AFLs Starfsgreinafélags verða fljótlega aðgengilegar á spænsku. Spænskumælandi félagsmaður AFLs hefur tekið að sér að þýða helstu orð og orðatiltæki sem fyrir koma á mínum síðum. Nú er hægt að velja 7 tungumál á mínum síðum: íslensku, pólsku, tékknesku, rúmensku, litháísku og serbnesku/króatísku. Þýðendur eru í flestum tilfellum félagsmenn AFLs sem hafa náð góðum árangri í íslensku en eru að þýða á móðurmál sitt. Mínar síður næst á spænsku Starfsmenn Austurnets. Frá vinstri: Garðar Valur, Þórunn, Guðmundur Rúnar og Guðný. Á myndina vantar Sigurð Pál.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.