Austurglugginn


Austurglugginn - 02.12.2021, Blaðsíða 12

Austurglugginn - 02.12.2021, Blaðsíða 12
Fréttabréf AFLs Starfsgreinafélags Partístand og byssulæti Útgerðin hagnast en neitar að deila með sjómönnum Um starf og stöðu trúnaðarmanna verkalýðsfélaga Síðustu vikur hefur verið óvenju mikið um partístand og ólæti í sumarhúsum á Einarsstöðum. Því miður hefur þurft að kalla til lögreglu og jafnvel fjarlægja fólk úr húsunum um miðjar nætur. Það er því rétt að vekja athygli félagsmanna enn á ný á því að það á að vera komin á ró í byggðina eftir klukkan tíu á kvöldin og í næstu húsum er fjölskyldufólk með ung börn. Því er alls ekki ásættanlegt að ekki fáist næturró vegna drykkjuláta úr nærliggjandi húsum. Þegar kvartanir berast eru partíhaldarar settir í bann og geta ekki leigt bústað eða íbúðir félagsins í allt að tvö ár, eftir því hvað brotið er alvarlegt. Vitaskuld eru ekki allir ólátabelgir félagsmenn AFLs en á Einarsstöðum eru hús í eigu margra verkalýðsfélagar. Engu að síður á AFL um helming húsanna og eru meirihluti gesta um helgar. Þá hefur slæmur viðskilnaður aukist þannig að umsjónarmenn byggðarinnar eru oft uppteknir fram í miðja viku við að gera bústaði hreina og leiguhæfa eftir helgarnar. Orlofsbyggðin innheimtir fyrir öll aukaþrif og AFL innheimtir þann kostnað beint af leigutaka ef viðkomandi var í húsi AFLs. Það er og óþolandi siður hjá fólki að hrækja út tóbakspúðum hvar sem það stendur. Umsjónarmenn tína þessa púða upp í kringum bústaði og innheimta fyrir vinnu við það. Það er ekki bjóðandi að fólk þori ekki að leyfa ungum börnum að leika sér úti vegna sóðaskapar af þessu tagi. Þegar þessi aukaþrif eru á húsum AFLs þá innheimtir félagið fyrir alla þessa aukavinnu og aukaþrif hjá leigutakanum – og þeir sem höfðu bústaðinn á leigu geta ekki leigt orlofseign á ný fyrr en þessu kostnaður hefur verið greiddur. Þá er rétt að benda byssumönnum í AFLi og öðrum félögum á að fara að lögum varðandi meðferð á skotvopnum. Í fyrsta lagi eiga allar byssur að vera óhlaðnar og í öðru lagi eiga menn ekki að meðhöndla skotvopn innan byggðarinnar og alls ekki undir áhrifum áfengis. Öll meðferð skotvopna sem ekki samrýmist lögum verður hér eftir tilkynnt til lögreglu – enda hefur á síðustu árum tvisvar verið hleypt af slysaskoti innan byggðarinnar þegar menn voru með hlaðnar byssur en héldu að þær væru óhlaðnar. Sem betur hlupu bæði skotin af innandyra og ollu minni skemmdum en ætla mætti. Félagsmenn AFLs sem staðnir verða að því að fara óvarlega með skotvopn – verða útilokaðir frá byggðinni næstu misserin á eftir. Útgerðin hefur skilað 36 milljarða króna hagnaði að meðaltali síðustu fimm ár. Engu að síður neita útgerðarmenn eðlilegri kröfu sjómanna um sambærileg lífeyrisréttindi og annað launafólk nýtur – en það myndi kosta útgerðina innan við milljarð króna að hækka mótframlag í lífeyrissjóð um 3,5% þannig að lífeyrissparnaður sjómanna yrði eins og annarra launþega. „32. þing Sjómannasambands Íslands, haldið 4. og 5. nóvember 2021, vítir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi harðlega fyrir að í áraraðir sé ekki gerður kjarasamningur við sjómenn um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um. Nú eru liðin tæp 2 ár frá því kjarasamningar sjómanna runnu út. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar er ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka,“ segir m.a. í ályktun nýafstaðins Sjómannasambandsþings. Á þinginu var Valmundur Valmundarson endurkjörinn formaður Sjómannasambandsins. Í Sambandsstjórn eiga sæti tveir fulltrúar AFLs – Sverrir Albertsson formaður Sjómannadeildar AFLs og Grétar Smári Sigursteinsson, sjómaður á Höfn. AFL átti 5 fulltrúa á þinginu sem fram fór á Grand Hótel í Reykjavík í byrjun nóvember. Starf trúnaðarmanna hefur verið nokkuð til umræðu síðustu vikur. AFL Starfsgreinafélag og forysta þess telur nauðsynlegt að árétta þá mikilvægu en jafnframt viðkvæmu stöðu sem trúnaðarmenn geta lent í. Trúnaðarmenn eru fyrst og fremst trúnaðarmenn samstarfsfólks – þ.e. kjörnir af samstarfsfólki til að koma fram fyrir þeirra hönd og gæta hagsmuna þeirra. Því er mikilvægt að trúnaðar- maður, sem stígur fram með sameiginleg mál samstarfsmanna, finni alltaf að hann/hún hafi fullan stuðning frá félaginu og að samstarfsfólk standi með honum/ henni. AFL Starfsgreinafélag hefur alltaf lagt áherslu á að veita trúnaðarmönnum félagsins þann stuðning sem þeir hafa þörf á og vilja þiggja. Félagið gerir það alla jafna með því að bjóða aðgang að þeim námskeiðum sem í boði eru og sérstakur starfsmaður AFLs annast samskipti við trúnaðarmenn þannig að þeir geti alltaf leitað eftir stuðningi og handleiðslu þegar á þarf að halda. Formaður og aðrir í forystu félagsins mæta síðan með trúnaðar- mönnum á vinnustaðafundi eða á fundi með stjórnendum vinnustaða þegar þess er óskað. Þetta er mikilvægt til að trúnaðarmenn skynji það bakland sem félagið veitir í deilum við launagreiðendur. Það er og ekki síður mikilvægt að hinn almenni félagsmaður sýni trúnaðarmanni sínum stuðning og standi með honum í deilum sem upp kunna að koma – þannig að launagreiðandi skynji þungann af félagasamtökunum en telji sig ekki bara þurfa að eiga við „einn uppivöðslusaman“ starfsmann. Því miður eru nokkur dæmi þess að trúnaðarmenn hafi hætt þar sem þeir fengu aldrei stuðning vinnufélaga þegar á hólminn var komið – að þegar verkstjórar gengu á samstarfsfólkið varðandi þau umkvörtunarefni sem þau sjálf höfðu beðið trúnaðarmann um að annast – að þá kannaðist enginn við neitt og sögðu allt í himnalagi. Þá stendur trúnaðarmaðurinn eftir einn og berskjaldaður og lítur út eins og einhver vandræðamaður sem hefur verið að efna til illinda. Þá hætta trúnaðarmenn og vinnustaðurinn er í verri stöðu á eftir. Stöndum með trúnaðar- mönnunum okkar. Orlofshús AFLs á Einarsstöðum.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.