Austurglugginn


Austurglugginn - 16.12.2021, Blaðsíða 8

Austurglugginn - 16.12.2021, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 16. desember AUSTUR · GLUGGINN REIKNAÐU hvað skógur bindur hratt reiknivel.skogur.is C 2 MIKIÐ KOLEFNI C M Y CM MY CY CMY K Reiknaðu hvað skógur bindur hratt mikið kolefni-2021.pdf 1 23.11.2021 09:09:17 Sendum íbúum Fljótsdalshrepps og Austurlands okkar bestu jóla- og nýárskveðjur, Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Fljótsdalshreppur Jón Pálsson er hægt og rólega orðinn einn afkastamesti rithöfundur á Austurlandi en hann hefur verið búsettur á Seyðisfirði nokkur undanfarin ár. Núna á dögunum sendi hann frá sér sína fimmtu skáldsögu, en hefur að auki sent frá sér fjórar ljóðabækur. Undanfarin ár hefur Jón einbeitt sér að glæpasagnaskrifum en hann hefur sent frá sér þrjár bækur í sagnabálkinum Valdamiklir menn. Hans nýjasta afurð nefnist hins vegar Dýrmundur og málið með soninn og þar tekur Jón upp þráðinn frá sinni fyrstu skáldsögu sem nefndist Dýrmundur og málið með veginn. Sem fyrr er það fyrst og fremst Dýrmundur Dýrmundsson, frá Dýra í Dýrafirði sem lætur gamminn geysa á síðum bókarinnar. Óræði tíminn Dýrmundur er nokkuð sérkennilegur fýr, holdgervingur hins íslenska sveitasamfélags og veikburða tilrauna þess til að aðlagast veruleika 20. og 21. aldanna. Það er nefnilega ekki alveg ljóst hvar Dýrmundur er staðsettur í tíma. Á stundum er eins og hann hafi persónulega upplifað þjóðfélagsbreytingar upp úr aldamótunum nítjánhundruð, en á sama tíma glímir hann einnig við að venjast farsímabyltingunni og fleira sem breytt hefur tilveru okkar síðustu tvo áratugina eða svo. Hinn pólitíski veruleiki sem Dýrmundur hrærist í, og sagan hverfist að töluverðu leyti um, er hins vegar veruleiki sem einkenndi helst síðari hluta 20. aldar (eða hvað?). Annars þjónar kannski ekki miklum tilgangi að reyna að staðsetja söguna í tíma. Annars vegar vegna þess að höfundur leyfir sér óspart að teygja sögusviðið aftur í tímann í gegnum sögur af ýmsum forfeðrum og ættmennum Dýrmundar, sem geta þó allt eins í raun verið sami maðurinn. Hins vegar vegna þess að sagan er skopstæling af veruleika og þannig saga tekur bara tíðaranda að láni eins og henni þóknast. Dælan gengur Eins og fyrr segir er hér þráðurinn tekinn upp úr fyrri bók um Dýrmund, og er það gert svo kyrfilega að hún byrjar á kafla 49. Nokkrum sinnum er vísað til atburða úr fyrri bókinni, sem getur aðeins truflað lesandann. Sá sem hér ritar hana las fyrri bókina þegar hún kom út, árið 2014, og það var farið að fenna nokkuð í sporin um atburði hennar. En þetta kemur kannski ekki svo mjög að sök. Það er nefnilega ærin áskorun að fylgja Dýrmundi eftir í frásögn hans, enda maðurinn málgefinn og veður miskunnarlaust úr einu í annað. Þetta er ekki missmíði af hálfu höfundar, heldur stílbragð, og hentar frásögninni ágætlega þó að þetta geri svolitlar kröfur til lesandans. Besta leiðin er að ég held að láta sig bara berast með straumnum og þá gerir ekkert til þó að nokkrir atburðir úr fyrri bókinni fari fyrir ofan garð og neðan. Ærslafengin skemmtisaga Að meginstefnu til held ég að Dýrmundur og málið með soninn verði að teljast skemmtisaga, jafnvel ærslafengin sem slík, og það var oft hægt að brosa yfir lestrinum og jafnvel hlæja upphátt. En innan um leynast líka góðir punktar, bæði pólitískir og heimspekilegir, sem geta vakið lesandann til umhugsunar um ýmislegt. Og þó að Dýrmundur, sem fulltrúi gamla tímans, verði oft dálítið skoplegur í ljósi samtímans þá fer ekki hjá því að samtíminn verði stundum líka dálítið skoplegur í meðförum og kastljósi Dýrmundar. Það er alveg óhætt að mæla með þessari skáldsögu Jóns Pálssonar. Sérstaklega fyrir þá sem hafa dálítið gaman af gamla sveitasamfélaginu, án þess að sjá það í rósrauðum bjarma, og fyrir þá sem hafa sæmilega þolinmæði fyrir sögumönnum sem láta dæluna ganga. Stefán Bogi Sveinsson Vitleysisgangur með vísdómi í bland Um skáldsöguna Dýrmundur og málið með soninn eftir Jón Pálsson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.