Austurglugginn


Austurglugginn - 16.12.2021, Page 20

Austurglugginn - 16.12.2021, Page 20
20 Fimmtudagur 16. desember AUSTUR · GLUGGINN „Við hér fögnum jólunum með gleði í hjarta og óvæntum uppákomum allan mánuðinn,“ segir Þorbjörg Sandholt, skólastjóri grunnskóla Djúpavogs. Þar sem annars staðar í skólum landsins breytist skólahaldið nokkuð í aðdraganda jólahátíðarinnar og ekki hvað síst sökum þess að nemendum hefur fjölgað hratt í skólanum og töluvert púsl að samræma jólaundirbúning fyrir alla bekki. Covid flækir málið líka umtalsvert. Jóladagskráin hófst í fyrstu viku desember þegar nemendur og kennarar skreyttu skólann hátt og lágt. Þá viku kom líka í heimsókn rithöfundurinn Gunnar Helgason sem las upp úr nýrri bók sinni. Það var þó fyrst í annarri viku desember sem dagskráin fór að taka raunverulega mið af jólunum. Fyrst var tónfundur nemenda úr tónlistarskólanum í kirkjunni og degi síðar mættu allir í jólafötum í skólann með sérstakt sparinesti í þokkabót. Mesta fjörið var þó í þriðju vikunni þegar eitthvað öðruvísi var í boði hvern einasta dag. Ljóð og jólasögur undir kaffihúsastemmningu er ný hugmynd sem skólastjórinn vonar að verði að hefð í framtíðinni. „Þessi frábæra hugmynd kom frá nemanda á yngsta stigi en þann 13. desember prófuðum við að búa til kaffihúsastemmningu í skólanum. Allra yngstu nemendurnir sömdu jólasögur og lásu fyrir aðra meðan þeir eldri bökuðu vöfflur og hituðu kakó auk þess sem nemendur í heimilisfræði bættu um betur og bökuðu smákökur. Það var tónlist og leikur og tókst frábærlega vel.“ Í kjölfar þess bauð sundkennarinn upp á jólasund fyrir alla nemendur auk þess sem lokið var við að bera út jólakort. „Það er sterk hefð fyrir jólakortagerð í skólanum. Nemendur gera falleg kort og hver bekkur gerir sinn jóla-póstkassa sem er settur við hverja stofu. Nemendur hafa svo þrjá daga til að koma kortunum í rétta kassa. Starfsfólkið á líka sinn jóla- póstkassa og það er alltaf eitthvað jólalegt við það að setja jóla- póstkassana á gangana.“ Lokahnykkurinn eru svo stofujól daginn fyrir jólafrí á föstudeginum sautjánda. Þá mæti allir með spari- spari-nesti, allir fá pakka og eiga stund saman. AE Djúpavogsskólajól Jólakaffihús og jólasund á Djúpavogi Undirbúningur fyrir jólin í Djúpavogsskóla gengið vel og að mestu áfallalaust þrátt fyrir kófið.z Allir veggir og allar hurðir skreytt á nýstárlegan og skemmtilegan hátt.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.