Austurglugginn - 16.12.2021, Page 23
AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 16. desember 23
Héraðsbúar tóku vel á móti okkur
meðan við reyndum að átta okkur á
hvað gerðist,“ segir Aðalheiður.
Sigfinnur segir að lítið hafi verið
hugsað um jólahald næstu dagana og
lýsir síðastliðnum jólum sem „hinum
auðgleymanlegustu sem jólum“. Þau
segja aðalmálið hafa verið hvort
íbúum í Miðtúni yrði leyft að snúa
aftur fyrir jól en dóttir þeirra, Björt,
býr þar ásamt fjölskyldu. Það var
leyft á Þorláksmessu og þar hélt
fjölskyldan úr Múla saman jól.
Fannst hún þurfa að vera í
vinnunni
Aðalheiður fór í frí úr vinnunni
fyrst eftir skriðurnar en var
samt á svæðinu, til dæmis þegar
ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu
í heimsókn þann 22. desember.
Aðalheiður tók á móti þeim í
félagsheimilinu Herðubreið sem varð
fjöldahjálparmiðstöð Seyðfirðinga.
„Mér fannst erfiðast að þurfa að
kúpla mig út. Ég var með hugann
við vinnuna og fannst ég eiga að vera
hér en staðreyndin er að ég varð ekki
að neinu gagni.“ Alla og Siffi eru
sammála um að miklu hafi skipt að
Seyðisfjörður hafði sameinast inn í
Múlaþing.
„Ég hefði ekki viljað að við
hefðum verið ein á báti, fólk eins
og ég með brotna getu til að takast
á við hlutina. Múlaþing stökk snarpt
inn. Kortéri eftir skriðu var Hugrún
komin hingað með lið til að taka til,
allir aðrir starfsmenn voru settir í
að útvega húsnæði. Á jóladag komu
Björn og Óðinn (Gunnar Óðinsson,
skrifstofustjóri) hingað og funduðu
um hvernig hægt væri að halda
Herðubreið opinni til að sinna fólki.
Stelpurnar þar, Celia (Harrison) og
Sesselja (Hlín Jónasdóttir) tóku
ótrúlega vel utan um þá sem höfðu
enga eldunaraðstöðu, til dæmis
erlenda listamenn sem misst höfðu
leiguhúsnæði og þar var matur öll
jólin. Það var dásamlegt.“
Tók að ræða framtíð
búsetunnar
Líkt og aðrir Seyðfirðingar horfðu
Aðalheiður og Sigfinnur fram á
spurningar um framtíð búsetu sinnar.
„Umræðan um að þessu svæði yrði
lokað fyrir búsetu kom fljótt upp í
samfélaginu, fólk leist ekkert á að
hér yrði búið. Mér fannst spurningin
um hvort við fengjum að flytja aftur
í húsið eða hvort það yrði flutt erfið
og var lengi sorgmædd yfir henni. Ég
veit að hús er bara hús, en við erum
tengd húsinu. Mér fannst heldur
ekki koma til greina að færa það.
Ég ætlaði annað hvort að búa hér
eða fara. Maður var mjög ringlaður.
Sjokkið varði í margar vikur og
heilinn í mér var dofinn. Maður
upplifir atvikið aftur eins og það sé
raunverulega að gerast. Síðan róast
maður þegar rykið sest og vinnan
við enduruppbygginguna hefst. Ég
fór aftur í vinnuna eftir áramótin og
þá var fólk að koma til að fá aðstoð.
Þá kviknuðu líka áhyggjurnar af
atvinnulífinu, frystihúsinu og
þeim sem höfðu misst aðstöðu og
við fórum að vinna í því,“ segir
Aðalheiður.
Hún þurfti líka að færa
vinnuaðstöðuna. Bæjarskrifstofurnar
voru á lokaða svæðinu og því var
komið upp bráðabirgðaaðstöðu í
Herðubreið.
Sorglegt um að litast á
skriðusvæðinu
Það var loks í febrúar, eftir langa bið,
sem þau fengu að fara aftur heim í
Múla. „Við vorum í gistiheimilinu
Við Lónið frá í byrjun janúar. Það var
mjög skrýtið, maður var óöruggur,
vissi ekki hvað beið,“ segir hún.
„Það var skrýtið að vera ekki
heima hjá sér þótt maður væri ekki
á staðnum. Það var samt ekki stórmál
því við sáum alltaf hvað verið var að
gera. Við vissum að það væri verið
að vinna í svæðinu á fullu og að við
myndum jafnvel bara flækjast fyrir,“
bætir hann við.
Síðan kom að því að bæjar-
skrifstofurnar voru aftur fluttar á
sinn stað. „Þá þurfti ég að labba í
gegnum skriðusvæðið í vinnuna. Það
var sorglegt. Ég var sorgmædd yfir
öllu tjóninu og hugsaði um hvað yrði
um bæinn,“ segir Aðalheiður.
Vont en venst að rýma
Það sem af er ári hefur nokkrum
sinnum verið rýmt vegna skriðuhættu.
Sigfinnur og Aðalheiður voru meðal
þeirra sem þurftu að vera í viku að
heiman í október þegar óttast var
að jarðvegsfleki við Búðarána færi
af stað.
„Það er sannarlega óþægilegt að
þurfa að rýma en það venst,“ segir
hún. „Það var búið að tala um að
þetta þyrfti að gerast meðan verið
væri að læra á nýju mælitækin og
allt saman. Maður fylgist vel með
veðurspánni,“ bætir hann við.
„Það hafa komið 2-3 rigningar
þar sem börnin okkar hafa viljað að
við færum úr húsinu en við höfum
þrjóskast við. Þá höfum við verið
búin að skoða veðurspána. Þetta
hljómar líka stundum verr en það
er. Þegar talað var um fleka héldu
allir að verið væri að tala um það
sem við við köllum Afríkufleka
(utan við skriðusárið hangir mikill
jarðvegsfleki eins og Afríka í
laginu),“ segir Alla.
Aðalheiður og Sigfinnur framan við Múla. Mynd: GG
Aðalheiður tekur á móti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Herðubreið eftir skriðurnar. Mynd: GG