Austurglugginn


Austurglugginn - 26.11.2020, Blaðsíða 5

Austurglugginn - 26.11.2020, Blaðsíða 5
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 26. nóvember 5 SÉRFRÆÐINGUR FISKELDIS Á AUSTURLANDI Matvælastofnun óskar eftir að ráða háskólamenntaðan einstakling með fagþekkingu á fiskeldi í 100% starf sérfræðings með aðsetur á Austfjörðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ • Eftirlit með búnaði og rekstri fiskeldisstöðva • Þróun eftirlitsaðferða • Þróun og uppsetning gæðaskjala • Útgáfa rekstrarleyfa • Úrlausn fyrirspurna • Eftirlit í matvælafyrirtækjum • Bátaskoðanir og eftirlit með aflameðferð • Skýrslugerð og úrvinnsla gagna HÆFNIKRÖFUR • Háskólamenntun í sjávarútvegsfræði, fiskeldi, líffræði, verkfræði eða skyldum greinum • Fagþekking og/eða reynsla af fiskeldi • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku • Góð almenn tölvukunnátta • Færni í mannlegum samskiptum og vilji til teymisvinnu • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi • Reynsla af opinberu eftirliti æskileg FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, prófskírteini og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til 4. desember 2020. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Nánari upplýsingar veitir Erna Karen Óskarsdóttir fagsviðsstjóri á netfanginu erna.oskarsdottir hjá mast.is og í síma 530 4800. Sótt er um starfið á starfatorg.is. FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is ÚTBOÐ Mannvit fyrir hönd Fjarðabyggðar auglýsir eftir tilboðum í verkið: ÍÞRÓTTAHÚS REYÐARFIRÐI Uppsteypa og grunnlagnir Verkið felst í gerð steyptra undirstaðna fyrir 1.500 m2 nýtt íþróttahúss ásamt 200 m2 tengibyggingu að eldra íþróttahúsi. Helstu verkþættir eru steyptir sökklar og fráveitulagnir. Helstu magntölur eru: Gröftur 200 m3 Fylling 1000 m3 Steinsteypa 420 m3 Steypumót 800 m2 Bendistál 24.000 kg Verktaki getur hað framkvæmdir að lokinni undirritun verksamnings. Búið er að jarðvegsskipta að mestu fyrir sökklum. Vinnu við undirstöður fyrir salinn skal vera lokið 1. mars 2021 þannig að hægt sé að reisingarvinna límtréshúss ofan á sökkul getið farið óheft fram. Öðrum verkþáttum skal vera lokið 20. apríl 2021. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Mannvits (valgeir@mannvit.is s: 422-3603), Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, frá og með miðvikudeginum 3. desember 2020. Tilboðum skal skila á skrifstofu Mannvits Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð þriðjudaginn 15. desember 2020 fyrir kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.