Austurglugginn


Austurglugginn - 26.11.2020, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 26.11.2020, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 26. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Måsøval Eiendom AS, hið norska móðurfélag Laxa fiskeldis, hefur fest kaup á 55,6% hlut í Ice Fish Farms, móðurfélagi Fiskeldis Austfjarða. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um sameiningu félaganna. Félögin reka bæði fiskeldi á Austfjörðum og eru Laxar með leyfi fyrir 17.000 tonna eldi en Fiskeldi Austfjarða 20.800 tonnum. Talsvert samstarf hefur verið milli félaganna síðustu ár og í tilkynningu er haft eftir forstjóra Måsøval að með kaupunum opnist möguleikar á enn frekari samvinnu. Þá hefur Fiskeldi Austfjarða sótt um leyfi fyrir tæplega 17 þúsund tonna eldi í viðbót. Af þeim eru tíu þúsund tonn í Seyðisfirði en Skipulagsstofnun opnaði fyrir athugasemdir við frummatsskýrslu vegna umhverfisáhrifanna í byrjun síðustu viku. Þau áform hafa hins vegar vakið hörð viðbrögð hóps Seyðfirðinga sem undanfarna viku hafa safnað undirskriftum bæjarbúa til að mótmæla eldinu. Hafa þeir bæði áhyggjur af lífríkinu í firðinum sem og ásýnd hans, en meðal annars er áætlað að eitt eldissvæðanna verði nærri bænum. Af fyrirtækisins hálfu hefur verið bent á að það hafi þegar gilt leyfi á þeim stað upp á nokkur hundruð tonn. Í tilkynningu þess segir að málið eigi sér langan aðdraganda og á öllum stigum þess hafi verið haft samráð við bæjaryfirvöld. Hugur fyrirtækisins standi ekki til annars en eiga góð samskipti við bæði bæjarbúa og sveitarstjórn. GG Aðventustundir og styrkir í stað jólatréstendrana Fjarðabyggð hefur ákveðið að styðja við aðventustundir og foreldrafélög þar sem ekki verður hægt að efna til samkomu við tendrun jólaljósa á jólatrjám í ár. Hefð hefur verið að tendra formlega á jólatré í hverjum byggðarkjarna sveitarfélagsins undanfarin ár. Í staðinn verður haldin aðventustund í öllum grunn- og leikskólum sveitarfélagsins þar sem boðið verður upp á piparkökur og ávexti. Sveitarfélagið mun kosta og dreifa góðgætinu en skólarnir útfæra viðburðina sjálfir. Þá hafa foreldrafélög viðkomandi skóla haldið utan um dagskrána við tendrun jólaljósanna. Til þess hefur hvert félag fengið 100 þúsund krónur sem hefur verið mikilvæg fjáröflun. Til að mæta þeim tekjumissi mun sveitarfélagið styrkja hvert félag sem haldið hefur utan um viðburðina um 50 þúsund krónur. Ósammála um umbúðamóttöku Til atkvæðagreiðslu kom í heimastjórn Djúpavogshrepps á síðasta fundi hennar þegar tekin var fyrir umsókn um byggingar- leyfi fyrir umbúðamóttöku við fiskvinnslufyrirtækið Búlandstind. Tveir fulltrúar, heimamanna, Krist ján Ingimarsson og Ingi Ragnarsson, greiddu atkvæði með leyfinu en fulltrúi sveitarstjórnar, Jódís Skúladóttir frá Vinstri grænum, gegn því. Í bókun segir að hún hefði viljað að málið væri kynnt betur með skýrari framsetningu. Tveir fulltrúar minnihluta greiddu einnig atkvæði gegn útgáfu leyfisins þegar það var tekið fyrir í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Vilja mokstur alla daga Heimastjórn Borgarfjarðar vill að vegurinn til Borgarfjarðar um Vatnsskarð eystra verði mokaður alla daga vikunnar. Samkvæmt núgildandi plani er hann mokaður aðra daga en laugardaga. Í bókun frá síðasta fundi sveitarstjórnar er vakin athygli á að eftir tilurð sveitarfélagsins Múlaþings sé um samgöngur innan sveitarfélags að ræða. Ekki hafði tekist að rekja uppruna Covid-19 smits sem greindist á Austurlandi þriðjudaginn fyrir viku þegar Austurglugginn fór í prentun. Smit greindist hjá skólabílstjóra á Fljótsdalshéraði og þurftu tæplega 40 manns að fara í sóttkví vegna þess. Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands á mánudag voru leiddar líkur að því að bílstjórinn hefði smitast af einstaklingi með lítil eða engin einkenni sem ekki hefði leitað til heilsugæslu. Sýni voru tekin úr þeim sem lentu í sóttkví í lok vikunnar og reyndust þau nær öll neikvæð. Í kjölfarið losnaði fólkið úr sóttkvínni og var aðeins einn eftir í byrjun vikunnar. Aðgerðastjórnin telur hverfandi líkur á að smitið hafi breitt úr sér og þakkar það meðal annars góðum smitvörnum við skólaaksturinn. Þó sé enn þörf fyrir Austfirðinga að fara með gát næstu dagana. Þórólfur Guðnason, sóttvarna- læknir, sagði aðspurður á upplýsinga- fundi að ekki tækist að rekja öll smit sem upp kæmu. „Um 15% smita tekst ekki að rekja. Fólk með lítil einkenni getur dreift veirunni og kannski er þetta slíkt tilfelli,“ svaraði hann. GG Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlaut sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir störf í þágu íslensks máls. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og ég álít að það sé félaginu mikilvægt að fá þessa viðurkenningu. Fyrst og fremst kynnir þetta félagið okkar. Hvorki það né útgáfa þess hefur verið mjög þekkt heldur höfum við frekar unnið okkar verk í kyrrþey. Við tökum þessu af hógværð en miklu þakklæti,“ segir Magnús Stefánsson, formaður félagsins. Í greinargerð ráðgjafarnefndar verðlaunanna segir að félagið hafi með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú séu gengin. Félagið hafi sýnt að á Austurlandi sé ekki aðeins eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson hafi ort um, heldur líka skáldaval. Félagið var stofnað á Stöðvarfirði í júlí árið 1996. Fyrst í stað stóð það fyrir ljóðakvöldum og hagyrðingamótum en ætíð var stefnt að útgáfu bókar með úrvali ljóða eftir austfirsk skáld. Hún kom út árið 1999 og hét Raddir að austan. Magnús segir að aldrei hafi verið áformað að gefa út fleiri bækur en það breyttist og eru þær nú orðnar 39. Flestar, 20, eru í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Fyrsta bókin í honum kom út árið 2001 en sú síðasta í lok október og heitir Ég skal segja ykkur það eftir Sólveigu Björnsdóttur, bónda á Laufási í Hjaltastaðaþinghá. Þá gaf félagið út tvær aðrar bækur fyrr á árinu. Búið er að ákveða að gefa út tvær bækur á næsta ári. Þá vonast Magnús til þess að Covid-19 faraldurinn fari að hjaðna en hann hefur komið í veg fyrir að félagar hittist á ljóðastundum, sem félagið hefur staðið fyrir frá árinu 2006. GG MOLARUm 15% smita tekst ekki að rekja Móðurfélag Laxa kaupir meirihlutann í Fiskeldi Austfjarða Félag ljóðaunnenda heiðrað á degi íslenskrar tungu Magnús Stefánsson veitir viðurkenningunni viðtöku. Mynd: Sigurður Stefán Jónsson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.