Austurglugginn


Austurglugginn - 26.11.2020, Blaðsíða 7

Austurglugginn - 26.11.2020, Blaðsíða 7
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 26. nóvember 7 þessi viðvera dottin niður í kannski frá rúmlega 100 dögum og upp í hálft ár.“ Þeir á Jóni Kjartanssyni eru í svokölluð skiptikerfi, í áhöfninni eru fjórtán menn og tíu um borð í hverri veiðiferð nema þegar veitt er með nót, þá eru 14 um borð. Við í brúnni erum á þrír/einn kerfi,“ segir Grétar. „Það er fjórði hver túr er frítúr. Ég er einmitt að byrja slíkan frítúr en skipið lagði úr höfn til veiða í dag.“ Grétar er ekki mikið fyrir að tjá sig um kvótakerfið undir þeim formerkjum að fæst orð bera minnsta ábyrgð. „Ég hef svo sem engar stórvægilegar athugasemdir við kerfið en það má alltaf gera betur á þessu sviði eins og öðrum,“ segir hann. Bílasýningar Eins og áður segir eru bílar mikið áhugamál Grétars. Hann segir að fyrsti bíllinn sem hann eignaðist skömmu eftir bílprófið hafi verið Fiat 850. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á bílum,“ segir Grétar og bætir því við að á ferðalögum sínum erlendis reyni hann oftast að komast á bílasýningar eða skoða bílasöfn. „Ég heimsótti eitt sinn mjög stóra fornbílahöll í furstaríkinu Mónakó en höllin er í eigu furstans sjálfs. Ég held að hann sé bíladellukall eins og ég,“ segir Grétar. „Það var alveg einstakt að koma þangað inn. Þarna gat maður séð bíla allt frá fyrstu árum bílaaldarinnar, kringum þarsíðustu aldamót, upp í vel buffaða formúlubíla úr Grand Prix keppnum í gegnum tíðina.“ Hann bætir því við að ein þekktasta kappakstursbraut heims liggi um götur Mónakó og margir af bílunum í höllinni hafi brunað um þær götur. Grétar er í stjórn Bílaklúbbs Austurlands og sá félagsskapur heldur bílasýningar þar sem fornbílar meðlima eru til sýnis. „Sem dæmi má nefna að klúbburinn heldur alltaf bílasýningu á Sjómannadaginn á hafnarsvæðinu á Eskifirði. Þá mæti ég með báða kaggana mína,“ segir Grétar. Hann rifjar einnig upp að í síðustu kosningabaráttu um forsetaembættið hafi Guðni Th. Jóhannesson forseti rekist á sig á Fordinum. „Ég sá að Guðni var að skoða Fordinn minn svo ég tók hann aðeins tali og smellti af mynd“ segir Grétar. „Þetta er fínn kall og ég kaus hann.“ Dótakassinn Fordinn sem Grétar nefnir þarna er hvítur tveggja dyra Ford Fairlane Victoria árgerð 1955. Hinn fornbílinn er Lincoln Continental Limousine árgerð 1976. Báðir eru þeir í toppstandi. „Ég keypti Lincolninn af fullorðnum manni á Selfossi,“ segir Grétar. „Fordinn eignaðist ég hinsvegar fyrir hálfgerða tilviljun, það er ég datt óvænt inn í kauprétt að honum.“ Aðspurður um hvort svona fornbílar séu ekki dýrir í innkaupum lætur Grétar það vera. „Ég fékk Lincolnin á tvær milljónir og Fordinn á hálfa aðra milljón. Hann var þá nýuppgerður og sprautaður.“ Hann lætur þess getið að skömmu eftir að hann eignaðist Fordinn hafi hann fengið kauptilboð í hann upp á þrjár milljónir en hann á hann enn. Bílarnir eru geymdir í skemmu á Eskifirði… „Hann er með dótakassann sinn þar,“ skýtur Inga Rún inn í. „Við erum þrír félagar sem eigum skemmu undir bílana okkar og raunar fleira dót,“ segir Grétar. „Hún er smekkfull í augnablikinu.“ Fótbolti og ferðalög Fyrir utan bíla, gamla og nýja, er Grétar með tvær ástríður, fóbolta og ferðalög. Hann heldur með Arsenal í ensku deildinni og íslenska landsliðinu undir öllum kringumstæðum. „Ég hef nokkrum sinnum farið á leiki á gamla Highbury og Emirates, heimavöll Arsenal.“ segir Grétar. „Það er svolítið sérstök upplifun að koma á heimavöll liðsins sem maður heldur með.“ Hann nefnir að hann hafi þar að auki verið svo heppinn að í tveimur af þessum leikjum hafi Arsenal verið að taka á móti Tottemham, erkifjendunum í London, og hafi sigrað þá í báðum leikjunum. „En það jafnast ekkert á við stemminguna sem skapast á vellinum þegar íslenska landsliðinu gengur vel, einkum í lokamótum,“ segir Grétar. „Ég var svo heppinn að vera á vellinum þegar Ísland lagði England 2-1 í Evrópumótinu 2016 í Nice í Frakklandi. Það er varla hægt að lýsa með orðum stemmingunni sem skapaðist þá en þetta er eitthvað sem maður gleymir aldrei.“ Hin ástríðan, ferðalög, er nokkuð sem hann deilir með konu sinni en þau hafa komið til allra heimsálfa nema Asíu. „Við eigum eftir að heimsækja Asíu og mig hefur alltaf langað til að koma til Grænlands,“ segir Grétar. „Þetta tvennt er á listanum yfir þá staði sem ætlunin er að heimsækja í náinni framtíð.“ Aðspurður hver sé lengsta ferðin sem þau hjónin hafa farið í segir Grétar það hafa verið til Suður Afríku. „Þetta var ekki hefðbundin túristaferð þótt við höfum farið í einn svona safarítúr í henni,“ segir Grétar. „Við vorum að heimsækja frændfólk Ingu sem býr þarna rétt hjá höfuðborginni, Jóhannesarborg.“ Grétar segir að þau hafi því getað heimsótt og kynnst landinu frá aðeins öðru sjónarhorni. „En eitt af því sem stendur upp úr þessari ferð er heimili mannréttindafrömuðarins Nelson Mandela,“ segir Grétar. „Það var magnað að koma þar í ljósi sögu Mandela og þess sem hann fékk áorkað.“ Þá er ónefnt eitt áhugamál enn hjá Grétari en það eru skotveiðar. Hann stundar bæði rjúpna- og hreindýraveiðar á haustin. Inga Rún hefur líka farið með honum í skotveiðina. „Ekki til að skjóta neitt en ég hef gaman af útiverunni,“ segir hún. Þennan fyrsta dag í vikulöngu fríinu var Grétar að spá í að skjótast á rjúpu en veðrið samsvarar brælu á miðunum, frekar leiðinlegur skafrenningur uppi á heiðum. Veðurspáin bendir þó til að færi gefist á rjúpu síðar í vikunni og Vveiðin fær að bíða þar til þá. Skipstjórinn er vanur að sæta lagi. FRI Fornbíllinn Ford Fairlane var nýupptekinn og sprautaður þegar Grétar fékk hann með þessu forláta varadekkshlustri. Mynd: Einkasafn. Lincoln Continental árgerð 1976 er í toppstandi. Mynd: Einkasafn.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.