Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Síða 5
Fréttamolinn
Fréttamolinn
Þeir eru niargir verðlaunagripirnir hennar Brvndísar.
Árnað heilla
27. október s.l. gerðist sá
atburður að Þórmundur Guð-
mundsson á Selfossi varð áttræð-
ur að aldri. Þórmundur mun
hafa tekið á móti gestum í
veitingahúsinu Inghól. Þór-
mundur er mörgum Sunnlend-
ingum góðkunnur frá því hann
starfaði í bifreiðasmiðjum Kaup-
félags Árnesinga á Selfossi. en
þar starfaði hann um langt ára-
bil. Hinn mikli hagyrðingur
Grímur Ögmundsson á Syðri-
Reykjum í Biskupstungum var
einn af þeim fjölmenna hóp er
sótt' Þórmund heim þennan dag.
Bim. Fréttamolans tókst með
klókindum sínum að komast yfir
eftirfarandi kveðskap er Grímur
kvað við þetta tækifæri, afmælis-
barninu til handa:
Pú munt orðinn Pórmundur,
á þessum degi áttræður,
þó íundu ódeigur
uð áliti þinna granna.
Ferðu enn ífótspor ungra manna.
Létturá fæti enn þú ert,
árin hafa þérlítiðgert,
hvorki önd né skapið skert,
né skellt þérá hálu svelli.
Hefurðu lítið hopað fyrir elli.
Bættirðu vélar húandmanns,
burtu flæmdirraunirhans
sveitavarginn Sunnanlands
sviftirðu fárigrandi
og lagaðir margan bíl í bágu standi.
Pér vil ég þakka liðna tíð,
þess ég bið að ár og síð
leiki við þig lukkan blíð.
Lifðu íheillagengi
kæri vinur. vel og talsvert lengi. q q
„Alltaf jafn spennt“
Bryndís Ólafsdóttir sundkona tekin tali á
bakka sundlaugarinnar í Þorlákshöfn.
Vart hefur farið framhjá nein-
um að í Þorlákshöfn er mikið
afreksfólk í sundíþróttum þrátt
fyrir að aðeins eru fjögur ár
síöan sundlaugin var tekin í
notkun. Ber þar hæst þau syst-
kinin, börn Olafs Guðmunds-
sonar og Hrafnhildar Guð-
mundsdóttur, en þau hjón voru
mikið í sundíþróttum hér á árum
áður og þá sérstaklega Hrafn-
hildur sem mun hafa átt íslands-
met í öllum sundgreinum. Mörg
önnur sundefni inunu þegar hafa
litið og eru að líta dagsins Ijós,
en að öllu öðru sundfólki hér í
Þorlákshöfn ólöstuðu, Jiá ákvað
blm. að taka Bryndísi Olafsdótt-
ir tali að þessu sinni, þar sem
mest hefur borið á henni nú á
allra síðustu misserum.
Bryndís er aðeins 16 ára gömul
og hefur lagt að baki fjölda
íslandsmeta og unniö til fleiri
verðlauna en hún hefur tölu á,
eða allavega 120 eins og hún
orðaði það.
-Hvað varst þú gömul þegar
þú byrjaðir að synda ?
-Ætli ég hafi ekki verið 12 ára
gömul þegar ég byrjaði, eða
þegar sundlaugin kom hérna.
-Varst þú strax í bernsku ákv-
eðin í þvf að verða sunddrottn-
ing?
-Já ég held ég megi segja það
að ég hafi snemma stefnt að því
og þá hef ég trúlega orðið fyrir
einhverjum áhrifum frá móður
minni, síðan fór ég á mitt fyrsta
keppnismót strax um haustið ’81
og keppti þá í meyjaflokki og
kom með þrjú gullverðlaun
heim, sem varð mér strax mikil
hvatning.
-Nú hlýtur að liggja mikil
vinna á bakvið þennan mikla
árangur. Verður þú ekki að
dvelja langdvölum í sundlaug-
inni dag hvern?
-Nei ég segi það ekki, en það
er misjafnt hversu mikið við
æfum og það fer eftir því hvaða
mót eru framundan hverju sinni,
en við syndum allt frá tveimur og
upp í tólf kílómetra á dag núorð-
ið. Það má segja að við höfum
byrjað á sundæfingum í litlum
mæli árið '82 en ekkert í líkingu
við það sem nú er.
Eftir það fór ég að sækja
unglingameistaramót, þessi
minnstu sem eru haldin, en ’83
má segja að þetta hafi farið að
breytast þannig að ég gat farið
að taka þátt í stórum mótum og
þá um sumarið fékk ég að taka
þátt í utanhússmeistaramóti Is-
lands sem, allir gátu tekið þátt í
og ekki var bundið við aldurs-
hópa. Þá varð ég nr. þrjú í 100 m
skriðsundi og nr. 3 í bak- og
flugsundi. Þannig að mér gekk
afskaplega vel þrátt fyrir mjög
litlar æfingar. En um veturinn
’83-’84 gekk allt eins og í sögu.
Ég bætti mig og bætti, nær tak-
markalaust og var alltaf að setja
met, og mér er óhætt að segja að
ég hafi ekki haft mikið fyrir því,
ég æfði tiltölulega lítið miðað
við aðra og eftir þetta fór eðli-
lega að vera mjög gaman hjá
mér þar sem maður sá alltaf
fram á bættan árangur.
Sumarið ’84 gekk mjög vel,
þá fór ég tvisvar sinnum í keppn-
isferðir út, fyrst á árlega Kalott-
keppni til Svíþjóðar, síðan fór
ég á Evrópumeistaramót ung-
linga en gekk ekki vel, þar sem
ég var reynslulaus og alls óvön
að taka þátt í svona stórmótum.
Núna á þessu ári er ég búin að
fara fjórum sinnum í keppnis-
ferðir erlendis, fyrst á litlu Ólym-
píuleikaria sem haldnir voru á
Ítalíu. þar gekk mér vel og setji
þar eitt íslandsmet. Viku seinna
fórum við Magnús bróðir til ír-
lands með landsliðinu og keppt-
um þar við íra. Síðan fórum við
Magnús til Búlgaríu nú í ágúst á
Evrópumeistaramót. Þaðan
kom ég með tvö íslandsmet úr
þremur sundum.
Núna er ég nýkomin frá Nor-
egi þar sem haldið var unglinga-
meistaramót Norðurlanda og
kom með eitt íslandsmet.
—Nú ert þú orðin þrælvön að
keppa í sundi bæði á stórum og
smáum mötum, ert þú laus við
alla spennu?
-Nei, aldeilis ekki og þá sér-
staklega þegar um stórmót er að
ræða þá er manni farið að kvíða
fyrir löngu áður en það hefst og
er svo með í maganum allan
tíman sem það stendur. Það
hefur komið fyrir að ég hef
fundið fyrir algeru máttleysi þeg-
ar sundið er að hefjast, en það
hefur síðan horfið eftir fyrstu
sundtökin.
-Hvað hefur þú átt mörg ís-
landsmet og hversu mörg standa
nú í dag?
-Á síðastliðnum tveimur
árum hef ég sett 15 met en í dag
standa hjá mér 7 íslandsmet.
-Stefnir þú ekki að heimsmeti
næst?
-Nei, ég stefni ekki að öðru en
að taka þátt í stórmótum.
-Hefur þú einhverja skýringu
á því að þið systkinin skulið öll
hafa svona mikla sundhæfileika,
geturþetta verið ættgengt ?
-Ég get nú ekki sagt til um
það, en ég veit að byggingarlag
sundmanna skiptir mjög miklu
máli.
-Hefur þú einhver önnur
áhugamál en sundiðkun ?
—Jú, ég hef alltaf haft gaman
af hestum og var mikið í hesta-
mennskunni hér áður. Skíðin
falla mér einnig vel í geð og hef
ég reynt að grípa þau tækifæri
sem hafa gefist í snjóinn.
-Finnst þér sundið ekki taka
mikinn tíma frá þér þannig að
þú missir kannski af félagsskap
skólasystkina og farir á mis við
ýmsa hluti þar sem þú sækir nám
í Fjölbrautaskólanum á Selfossi,
keyrir á milli og hefur þar af
leiðandi langan vinnudag fyrir
svo utan sundæfingar á hverjum
degi aldrei minna en einn og
hálfan tíma á dag?
-Nei mér finnst ég ekki missa
af svo miklu þar sem ég hef
eignast marga góða kunningja í
gegnum sundið sem þó eru marg-
ir hverjir mínir hörðustu keppi-
nautar. Við eigum sameiginlegt
heilbrigt og skemmtilegt áhuga-
mál sem okkur finnst öllum
ánægjulegt að eyða okkar frí-
stundum í.
-Að lokum Bryndís, hefur þú
einhver framtíðaráform ?
-Já, ég var ekki há í loftinu
þegar ég ákvað að verða ljós-
móðir og þau áform eru enn
óbreytt. sagði Bryndís að lokum
og ákveðnin skín úr andliti
hennar. Þrátt fyrir ungan aldur
fer hér greinilega stúlka sem veit
hvað hún vill.
Sundfréttir
Nú eru komin hér úrslit sem
sagt var frá í síðasta blaði eða
unglingamóti HSK sem haldið
v^tr á Selfossi 27. okt.
1 Ungmennafélag Bolungarvík-
ur hélt innanfélagsmót í Sund-
höll Hafnarfjarðar 11. nóvember
og þar syntu nokkrir hressir
krakkar frá Þór.
Unglingameistaramót íslands
var haldið í Sundhöll Reykjavík-
ur 22.-24. nóvember. Þar kom-
ust þrír unglingar frá Þór í gegn
um nálaraugað í úrslitin.
200 m flugsund:
2. Bryndís Ólafsdóttir ...........2:37,1
100 m baksund stúlkna:
1. Bryndís Ólafsdóttir ...........1:13,0
3. Hugrún Ólafsdóttir ............1:14,4
100 m flugsund stúlkna:
1. Bryndís Ólafsdóttir .....1:08.4
2. Hugrún Ólafsdóttir .....1:08.8
100 m skriðsund stiilkna:
1. Bryndís Ólafsdóttir ..... 0:59,12
íslandsmet
3. Hugrún Ólafsdóttir ... 1:02,09
Piltasveit 4x50 m fjórs........2:58,13
Piltasveit 4x50 m skriðs.......2:36,95
Stúlknasv. 4x50 m skriðs.......2:12.47
Stúlknasv. 4x50 m fjórs........2:24.74
Bryndís og Hugrún tóku þátt
í cinstaklingssundunum en nú
tókum við þátt í boðsundum
eftir langt hlé.
Bryndís, Hugrún, Jóhanna og
Harpa voru í stúlknasveitunum,
en Einar, Arnar Freyr, Þorvald-
ur Jóhann, Sigursteinn og Eggert
tóku þátt í piltaboðsundunum.
Því miður voru ekki nærri allar sundhetjurnar í lauginni er blni. bar að garöi. Þau heita f.v.: Bryndís,
Guðhjörg, Magnús, llugnin, Guðniundur, Arnar, Harpa, Ágúst Örn og Eggert.