Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Page 7
Fréttamolinn
Fréttamolinn
Skálað fyrir ísverksmiðjunni
Nvja ísverksmiðjan í Þorlákshöfn á vígsludaginn. Eins og sjá niá varö engin truflun á afgreiöslu þó
vígsluathöfnin stæöi sem hæst. Stokkseyrarbíll fær ís yfír síldarfarm.
Laugardaginn 23. nóv. var
formlega tekin í notkun ný ís-
verksmiðja í Þorlákshöfn sem er
í eigu ísfélags Þoriákshafnar hf.
Almenningshlutafélag í eigu 40
-einstaklinga og fyrirtækja í Þor-
lákshöfn. Stokkseyri, Eyrar-
bakka og víðar.
Athöfnin fór fram í verk-
smiðjuhúsinu og hófst með því
að Hallgrímur Sigurðsson stjórn-
arformaður ísfélagsins bauð
boðsgesti velkomna. í ávarpinu
lýsti hann verksmiðjunni, að-
draganda að stofnun hennar og
tilgangi með rekstri hennar. Að
því loknu bað hann Pál Þórðar-
son, einn af fyrstu íbúum Þor-
lákshafnar, að gangsetja vélar
verksmiðjunnar.
ísverksmiðjan er sömu gerðar
og sú sem starfrækt er í Grinda-
vík, aðeins einni vélasamstæðu
minni. Verksmiðjan er búin
vélasamstæðum sem afkasta 60
tonnum af ís á sólarhring. Mögu-
leiki er á að bæta einni vélasam-
stæðu við og auka þannig afköst-
in upp í 90 tonn á sólarhring, ef
þörf krefur. Geymsluklefinn
rúmar 500 tonn.
Allar vélar og búnaður er frá
Páll Þórðarson, einn af fyrstu
íbúum Þorlákshafnar gangsetur
verksmiðjuna.
Hallgrímur Sigurðsson stjórn-
arformaður ísfélagsins flutti
setningarávarp.
FINSAM og einn sá fullkontn-
asti sem völ er á. Starfsmenn
verksmiðjunnar verða aðeins
tveir og kemur það til af mikilli
sjálfvirkni, bæði til vinnslu og
afgreiðslu. Vigtun íssins ferfram
um leið og hann er afgreiddur.
Verksmiðjuhúsið er einnig frá
FINSAM og kom tilbúið til
uppsetningar. Byggingartími
verksmiðjunnar er búinn að vera
stuttur sem sést best á því að
framkvæmdir við grunn verk-
smiðjunnar hófust í maí s.l.
ísnum er blásið beint unr borð
í veiðiskipin um 90 m leið, en
afgreiðslustaður er í viðlegu-
plássi Herjólfs. Seinna meir er
svo fyrirhugaður viðlegukanntur
og afgreiðsla fyrir framan verk-
smiðjuna. Einnig er hægt að
afgreiða ísinn beint á vörubíla.
Þessi afgreiðslumáti er til
mikilla þæginda fyrir sjómenn
og útgerðarmenn. Miklu fljót-
legra er að ísa skipin, við það
þarf miklu færri menn en með
gamla laginu, fyrir utan það að
spara kostnað við vörubíla.
Gangsetningu verksmiðjunn-
ar hefur verið beðið með mikilli
óþreyju af flestum þeim sem
stunda útgerð og fiskkvinnslu
hér í Þorlákshöfn, en með til-
komu hennar hefur leystst úr
því ófremdarástandi sem verið
hefur í ísmáluin, en mikill ís-
skortur hefur verið hér á staðn-
um veggna ónógs framboðs og
hefur þurft að sækja ís langt að.
Ekki hefur það bætt úr skák að
ísframleiðsla hjá Meitlinum,
eina ísframleiðandanum fram til
þessa hefur legið niðri um nokk-
urt skeið vegna bilunar.
Stjórn verksmiðjunnar skipa:
Hallgrímur Sigurðsson, stjórn-
arformaður, Hannes Sigurðs-
son, Hafsteinn Ásgeirsson, Þor-
leifur Björgvinsson og Einar Páll
Bjarnason. Til vara eru: Sigurð-
ur Bjarnason, Jóhann Jóhanns-
son og Einar Sigurðsson.
Endanlegur kostnaður við
verksmiðjuna er um 25 milljónir
króna. Til gamans má geta þess
að ekki þarf að auka verðmæti
sjávarafla sem barst á land í
Þorlákshöfn á síðasta ári nema
unt 5%, til að vera kominn í verð
verksmiðjunnar. Alls ekki er
óraunhæft að aukin ísnotkun
fylgi nægu framboði, og afla-
verðmæti aukist að sama skapi
vegna betri ísunar aflans.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar í vígsluhófinu.
Guðinundur Friðriksson í
Hafnarnesi og Kristján Andrés-
son hafnarstjóri.
Meðal gesta voru þingmennirnir Árni Johnsen og Þorsteinn
. ilsson.
Þeir Sigurður Sigurðsson og Guðmundur Friðriksson ræða málin
við einn stjórnarniann ísfélagsins, Hannes Sigurðsson útgerðar og
stórkaupmann. Bjarni Jóhannsson Eyrarbakka lengst til hægri.
Eggert Haukdal þingmaður leggur þeim Bóa á Höfrungi og Sverri
Sigurjónssyni byggingarfulltrúa línurnar.
Eftir að hófínu lauk var þeim vegalausu ekið heim í boði
Strætisvagna Þorlákshafnar.