Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 12

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 12
Fréttamolinn Fréttamolinn Ávarpsorð flutt á 25 ára af- mæli Söngfélags Þorláks- hafnar 26.11/85: Ágætu söngfélagar, styrkt- armeðlimir og gestir. Ég vil í upphafi máls míns leyfa mér að færa ykkur og félaginu árnaðaróskir í tilefni þess að við í kvöld höldum upp á 25 ára afmæli Söngfélagsins. Tuttugu og fimm ár, aldar- fjórðungur, er vissulega mark- tækur tími í sögu hvers félags ekki síst í svo ungri byggð sem okkar. Ég mun ekki verða langorður í kvöld, ekki gera sögulega út- tekt á félagsskapnum né starf- semi félagsins. Það mun bíða betri tíma, enda á ég þá frómu ósk afmælisbarninu til handa, að það eigi í vændum í það minnsta háan meðalaldur við bestu heilsu og tilheyrandi afmælishóf. Svo er og, okkar ágætu stofn- un Egilsbúð, og formanni henn- ar fyrir að þakka að ekki er í bráð hætta á. að heimildir glatist um starfsemi félaganna hér á staðnum, ekki síst ef stjórnir félaganna hirða um að láta í té upplýsingar um starfsemi þeirra. Á tímamótum lítum við gjarn- an yfir liðinn tíma og minningar hrannast upp. Minningarnar eru, eins og gengur, sumar góðar, aðrar ljúfsárar en ófáar þungbærar. Það er gangur lífsins. Það var á einni slíkri lífs- göngu, sem leiðir Ingimundar heitins Guðjónssonar lágu til okkar hér í byggðina og söngur- Benedikt Thorarensen. inn kom með honum. Síðan eru liðin 30 ár, en á næstu dögum 3 frá andláti hans. Frá upphafi búsetu sinnar hér hafði Ingimundur frumkvæðið og þunga söngstarfsins á sínum herðum. Fljótlega myndaðist sönghópur kring um þennan sjálfmenntaða söng- og músík- unnanda, sem síðan varð kjarni Söngfélags Þorlákshafnar við stofnun þess. Ingimundar verður alltaf minnst með hlýhug og þökk þeg- ar félagar Söngfélagsins koma saman til tímamótafagnaðar. Hans vcrður aldrei of oft minnst, né ofþökkuð störf á þessu sviði og enda öðrum nátengdum þeim svo sem veigamiklum störfum í þágu kirkju og sóknar sem náði hápunkti við tilkomu Þorlákskirkju, sem Ingimundi auðnaðist að sjá verða að veru- leika. Frá upphafi var snarasti þáttur starfsemi Söngfélagsins tengdur kirkjusöng. Hefur félagið linnu- laust séð um þann þátt í ná- grannakirkjunum tveim og frá upphafi einnig hér á staðnum, því þótt kirkju vantaði, fannst þó alltaf afdrep nokkuð og enda ágæt aðstaða í barnaskólanum, eftir að hann reis. Um kirkjusönginn vil ég fara nokkrum orðum. Nú er risin hér kirkjan okkar Þoorlákskirkja. Öll aðstaða til söngs er þar með gjörbreytt til hins betra, enda mun koma í ljós, að æ fleiri munu nú leggja Ieið sína til þess að hlýða messu og öðrum kirkju- legum athöfnum. Þar með eykst sú áhersla, sem leggja ber á vel æfðan og fágaðan söng. Svo vel vill til, að innan kirkjutónlistar er til aragrúi fagurra verka, eftir stór og smá skáld, að hverjum kór ætti að nægja sem aðal við- fangsefni, um leið og tónlistin ætti að henta jafn vel ungum sem eldri, sem áhuga og yndi hafa af söng. Ég fullyrði, að meðan og þeg- Jólasveinn á puttanum Margt óvænt og skemmtilegt drífur oft á daga íslenskra sjómanna, á því er enginn vafi. Þetta fékk áhöfnin á Guð- finnu Steinsdóttur ÁR 10 að reyna í fyrrahaust er þeir voru í ísfisksiglingu til Bretlands. Eftir að búið var að selja aflann í Grimsby var leitað til þeirra að taka þátt í gerð auglýsingakvikmyndar fyrir stór- verslun sem rekur verslanir víðsvegar um Bretland. Myndin átti að sýna komu jólasveinsins og átti að sýna hana í verslunum á jólavertíðinni. Hlutverk bátsverja í myndinni gekk út á það, að þeir væru að koma frá Islandi með jólasveininn innanborðs, en það er trú barna í Bretlandi að jólasveinninn búi á íslandi eða Norðurpólnum, svo báturinn varð að vera íslenskur. Eftir heilmikinn undirbúning, sem fólst m.a. í því að báturinn var málaður að hluta svo að hann tæki sig nógu vel út á mynd, var jólasveinninn tekinn um borð ásamt föruneyti, stóru jólatré o.fl. Einnig hafði báturinn verið skreyttur bæði hátt og lágt og ekkert til sparað. Mikil athygli var vakin á þessum at- burði, koma jólasveinsins frá íslandi var auglýst í útvarpi og um borð voru út- varpsmenn sem lýstu komu jólasveinsins beint og á bryggjunni beið hersing sjón- varpsmanna, en einnig var greint frá þessu í sjónvarpi. Heldur þótti áhöfninni á Guðfinnu jólasveinninn vera daufgerður og höfðu á orði að hann hefði ekki verið boðlegur íslenskum krökkum. Gáfu þeir honum sín á milli nafnið „slam-door" (hurða- skellir). Útvarpsmenn báðu áhöfnina að skýra frá því hvar þeir hefðu rekist á jólasvein- inn. Hafsteinn Ásgeirsson útgerðarmað- ur bátsins svaraði því til, að á siglingu meðfram ísröndinni á leið til Bretlands hefðu þeir séð til ferða jólasveinsins, en hann hefði átt í erfiðleikum með sleðann sinn. Nú, þeir buðu honum far, og þar sem hann var á sömu leið og þeir, þá þáði jóli boðið með þökkum. Á leiðinni notaði hann svo tímann til að pakka inn gjöfum og æfa söngva. Heldur betur trúverðug saga, en líka aðeins ætluð börnum. Eftir að hafa heyrt um þessa reynsiu áhafnarinnar á m.b. Guðfinnu Steins, gæti manni dottið í hug hvort ekki mætti selja Bretunum þjónustu á þessu sviði. Væri t.d. ekki upplagt fyrir kvótalausa útgerðarmenn að beina skipum sínum í jólasveinaflutninga á haustmánuðum, at- vinnulausir pólitíkusar gætu með mikilli prýði tekið að sér jólasveinahlutverkið. Um leið og þetta yrði gjaldeyrisskapandi fyrir þjóðarbúið gleddi það einnig bresk- an ungdóm, sem trúir því statt og stöðugt að á íslandi búi jólasveinar. Slam-door hjálpað frá borði. ar þær aðstæður voru fyrir hendi, hjá kórnum, var oft gott til hans að heyra og mun svo enn verða, ef þessum þætti verður sinnt sem skyldi. Ágætu félagar, ég ætla ekki út í neinar prédikanir, heldur vil ég með þessum hugleiðingum velta fyrir mér og ykkur nútíð og framtíð okkar kæra félags. Margir þeirra sem stóðu að stofnun Söngfélagsins, eru nú ýmist farnir að eldast eða horfnir yfir móðuna miklu og minnumst við þeirra með hlýhug og þökk. Sem betur fer er unga fólkið í meirihluta í kórnum, en sú tenging, sem næst á milli aldurs- hópa er líka bráðnauðsynleg. Ég minnist þess persónulega hve forvitnilegt og gagnlegt það var að njóta reynslu og tilsagnar eldri félaga minna, í minni rödd, og tel reyndar, að það hafi aukið bæði skilning og ánægju af verk- efninu og orðið til þess að auka úthaldið. Þá komum við að almennum söng, en innan þeirra vébanda ber hæst söng við hátíðleg tæki- færi önnur mannamót og svo konsertar. Alla þessa þætti hefur söngfé- lagið okkar rækt, að vísu með mismiklum þrótti, eftir aðstæð- um hverju sinni. Segja má að hápunktur þessa söngþáttar hafi verið vel heppn- uð söngför félagsins nú í sumar til Noregs, undir stjórn Hilmars Agnarssonar, söngstjóra, sem tók við söngstjórn eftir fráfall Ingimundar. Sendurn við Hilm- ari og fjölskyldu, okkar bestu kveðjur, en hann dvelst nú við framhaldsnám í Þýskalandi - um leið og við óskum félögum okkar og stjórn félagsins til hamingju með þetta lofsverða framtak. Um þennan söngþátt vil ég annars segja þetta: Það er hverri byggð til sóma, sem innan sinna marka hefir vel æfðan sönghóp, sem jafnt útávið sem heimafyrir kynnir með því menningarstig staðarins, en ég fullyrði að það er mikið vanda- veric að skipuleggja svo tíma þess fólks, sem þátt tekur, að vel fari, og yfirleitt að vel geti farið. Það má m.a. benda á langan vinnudag margra, sem í kórnum eru, og á það jafnt við um karla og konur. Þá ríður á miklu, að til söngstjórnar fáist hæfir rnenn, sem nenna að sinna slíkum hiut- um og síðast en ekki síst að áhugasamt og hæft fólk fáist til söngþjálfunar hverju sinni. Þetta eru bara þó nokkuð mörg ljón á veginum, en það þýðir ekki, að framhjá þeim verði ekki komist, eða að þau verði hreinlega skotinn. Hæfileg niðurröðun verkefna, hæfilegur æfingafjöldi að tíðni og lengd, eru þarna mikils virði. Að öllum skilyrðum uppfyllt- um, efast ég ekki um, að Söng- félagið muni einnig á þessari söngbraut, sýna lofsverðan árangur, sem ef til vill gæti fætt af sér útgáfu svo sem einnar skífu, en það væri verðugt verk- efni fyrir næsta stórafmæli, alla- vega. Ágætu félagar. Ég vona að þessi fáu og fátæklegu orð hafi engan sært og ef einhver að- finnslutónn er í þeim, þá munið bara, að maður finnur aldrei að við þann sem manni er lítið um, heldur hinn sem manni þykir vænt um, er annt um. Ég vona svo í lokin, að söng- gyðjan haldi áfram að svífa yfir okkur og að félagið okkar dafni og þrífist. Söngstjóranum okkar, sem tók við okkur í haust, honum Ara Agnarssyni, færi ég bestu þakkir okkar og vona að báðum aðilum verði samstarfið til gagns og ánægju. Fifið heil. Benedikt Thorarensen. Viö óskum landsmönnum gleöilegra jóla, árs og friðar og þokkum samstarfið á árinu sem er aö liö.i |il BRunnBúraFÉinc ísunos BÍ LIFTRYGGING

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.