Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Qupperneq 25

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Qupperneq 25
Fréttamolinn Fréttamolinn FM Böðvar Pálson skrifar: Fréttir úr Grímsnesi Á síðast liðnu sumri lét Guðni J. Guðbjartsson af störfum sem stöðvarstjóri rafstöðvanna við Sog fyrir aldurs sakir. Guðni starfaði rúm 40 ár á þessum stað, fyrst sem vélstjóri við Ljósafossstöðina, þá yfirvél- stjóri og að síðustu sem stöðvar- stjóri allra stöðvanna þriggja við Sog. Hann var röggsamur stjórn- andi og lagði áherslu á snyrtilega og góða umgengni við stöðvarn- ar. Jafnframt var Guðni slökkvi- stjóri í 20 ár í Grímsnesi, Grafn- ingi og Þingvallasveit. Hann var áhugamaður um slysavarnir og aðalhvatamaður að stofnun björgunarsveitar í Ljósafossskólahéraði um 1950. t>á var hann formaður sund- lauganefndar við Ljósafosslaug síðustu árin auk fleiri starfa. Við sveitungar hans sendum honum þakkir fyrir samfylgdina og óskum honum og fjölskyldu hans alls góðs á komandi árum. Við starfi Guðna tók Jón Sandholt yfirverkstjóri. Fréttir af Ásgarðs- málum Pað þótti nokkrum tíðindum sæta þegar Grímsneshreppur ákvað að nota sér forkaupsrétt að jörðinpi Ásgarði, samkvæmt dómi hæstaréttar frá 6. júlí 1984. Hreppsnefndin hafði 4ra vikna frest til þess að fjármagna jarðarverðið kr. 15.136.500.- og það tókst. Þá var það næsta verkefnið að greiða skuldirnar og að hluta var dæmið fjármagnað með fyrir- fram greiddri veiðileigu og einn- ig með því að skipuleggja 50 hektara lands undir sumarhús. Þetta hefur gengið vel og var mikil eftirspurn eftir landi síðast- liðið sumar og hygg ég að Gríms- neshreppur eigi þessa kosta- miklu jörð skuldlausa mitt um næsta ár. Enn er þó deilt um andvirði jarðarinnar. Lögerfingjar fyrr- verandi eigenda fóru í mál og kröfðust peninganna, þar sem ósk arfláta hafði ekki náð fram að ganga þ.e.a.s. skógrækt ríkis- ins og Hjartavernd, sem átti að fá jörðina samkvæmt erfðaskrá. í héraði féll dómur á þá leið að Iögerfingjar ættu peningana. Var máli vísað til hæstaréttar og er dómur ekki fallin þar. Hvernig svo sem dómur fellur í Hæstarétti, þá gengur Héraðs- dómur ekki gegn okkar siðgæðis- vitund. Við gerum ekki greinarmun á dætndu matsverði annnars vegar og fasteign hins vegar og finnst því eðlilegt að Skógrækt ríkisins og Hjartavernd njóti ardvirðis jarðarinnar. Haustveðrið hefur verið gott hér í Grímsnesi líkt og á öðrum stöðum Suðvesturlands. Þó gerði áhlaup 2. nóvember, sem var með því harðara er gerist og urðu fjárskaðar á nokkrum bæj- um hér í sveit. Fé var ekki komið á hús og hrakti það að lækjum sem bólgnuðu upp og lenti það í krapa og króknaði, einnig fennti fé og drapst af þeim sökum. Þá gekk annað hvassviðri af suðri hér yfir um miðjan mánuð- inn og fauk þá hesthús út í veður og vind, sem leitarmenn nota við Böðvar Pálsson. Gatfell, sem er náttstaður suð- vestan við Skjaldbreið. Þá hefur kvenfélagið staðið fyrir tveim hópferðum til Á tímabilinu 1.-15. október síðastliðinn var haldið svokallað Norrænt skólahlaup í grunnskól- um allra Norðurlandanna. Með- al þeirra er ísland og þar á landi bær einn sem nefnist Þor- lákshöfn. Hann þekkjum við öll, enda búsett þar. 10. okt. s.l., á sólríkum góð- viðrisdegi, var ákveðið að hlaup- ið skyldi við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Hlaupið fór þannig fram að nemendur og kennarar hlupu ákveðna vegalengd, allt frá 2,5 km að 10 km. Hverjum og einum var í sjálfsvald sett hversu langt skyldi hlaupið. Al- gengast var að þátttakendur létu 5 km nægja Þó lentu sumir í vandræðum með að stoppa sig Þá langar mig að geta þeirra einstaklinga sem voru næstum óstöðvandi eða lentu í vandræð- um á hlaupabremsunni eftir 10 km. hlaup, en þeir eru: Aðalsteinn Jóhannsson . . 12,5 Þórarinn G. Einarsson . . 12,5 Jóhann Grétarsson.......12,5 Sigmundur K. Kristjánss. . 15,0 Ágúst Örn Grétarsson . 15,0 Björn Þór Gunnarsson .. 15,0 Kolbrún Rut Pálmadóttir . 15,0 Einar Örn Davíðsson . . . 20,0 Arnar Freyr Ólafsson . . . 20,0 Að endingu vil ég benda á að innan Þorlákshafnar er margt Reykjavíkur bæði á Amadeus og Grímudansleik. Einnig hefur kvenfélagið gengist fyrir fjöl- skylduskemmtun sem er orðin árlegur viðburður, þar sem aldurshópar frá allra yngstu bekkjum grunnskóla til aldraðra Bakkabræðra leggja til skemmti- efni. Þessi skemmtun var 30. nóvember og sóttu hana um 150 manns eóa rúmur helmingur íbúa sveitarfélagsins. Sunnudaginn 1. des. vígði fél- agsmálaráðherra Alexander Stefánsson nýtt heinmili fyrir 8 vistmenn að Sólheimum í Grímsnesi. Á neðri hæð verður rými fyrir 4 starfsmannaíbúðir. Byggingaframkvæmdir ann- aðist Samtak hf. á Selfossi og varð ekki annað séð en vel hafi til tekist. Heimilinu bárust margar góð- ar gjafir frá velunnurum. Um 40 vistmenn eru nú á Sólheimum. Margt gesta var viðstatt athöfn- ina. og gátu bremsuförin að loknu 10 km hlaupi orðið allt að 10 km þannig að samanlagt náði hlaup- ið allt að 20 km. Þátttaka nemenda var mjög góð en fyrirmyndirnar (kennar- arnir) mættu bæta sig. Aðeins einn kennari „hljóp“ og lagði hann 2,5 km að baki. Samtals voru það 178 einstakl- ingar sem lögðu saman krafta sína í þessu átaki og skiluðu samanlagt 1.075 km, eða rúm- lega 6 km á mann, nokkuð gott og þakkir til þeirra sem lögðu hönd á plóginn. Rétt þykir mér að birta helstu tölur um þátttöku og samanlagð- an km fjölda innan bekkjardcild- anna. Þærcru: efnið sem myndi spjara sig utan bæjarmarkanna með því að stunda íþróttir af áhuga og alúð. Mörg þeirra eru tilbúin til þess en vantar oft aukna hvatningu frá réttum aðilum. Norræna skólahlaupið er ekki til að draga fólk í diika, heldur fyrst og fremst að sýna fram á að heilbrigð sál búi í hraustum lík- ama og að íþróttir, hvaða nafni sem þær nefnast eru ekki einkamál þeirra „bestu" heldur sameign okkar allra. IVfeð íþróttakveöju: Ólafur Árni Traustason. Norræna skólahlaupið ’85 Bekkur.............................................Fjöldi km 6 ára..................................................15 40 l.b..................................................21 102.5 2.0................................................... 16 100 3. b...................................................21 160 4. b...................................................23 165 5. b.................................................. 18 115 6. b.................................................17 152,5 7. b...................................................20 105 S.b................................................... 17 70 9.b....................................................12 70 Kennarar............................................. 1 2.5 Jólastjörnuspá FM Hrúturinn: í þessari viku er upplagt að gera allt það sem þú hefur trassað undanfarið. sláðu blettinn og málaðu vindskeiðarnar. Það bætir. Nautið: Þér hættir til að láta undirbúning jólanna varpa skugga á sjálfa hátíðina, skaraðu toppseglið og sláðu af. Þetta reddast allt saman. Tvíburarnir: Fjárhagsáhyggjur eru að sliga þig. Settu stóra skóinn hans föður þíns útí glugga og sjáðu hvað , skeður. Heillatala er 47. Krabbinn: Þú verður að splæsa í nýtt jólatré, það gengur ekki að nota þetta þriggja ára gamla íslenska grenitré ein jólin enn. Ljónið: Hafðu nú eitthvað annað í jólamatinn en kalda ýsu með heitu hangifloti og frönskum, börnin hafa gaman af smá tilbreytingu. Mærin: Ef þú ætlar að storma á jólaböllin, þá skaltu heimsækja kaupmanninn á horninu og splæsa í nýja sokka. Þetta gengur ekki. Vogin: Ekki blaðra um vandamál þin um allan bæ, það kemur þér bara í koll síðar. Það eru nú ekki margir á þínum aldri sem trúa á jólasveininn. Drekinn: Jólaskapið virðist víðs fjarri þessa dagana, enda pyngjan létt. Þyngdu hana með smá næturvinnu (seldu myndsegulbandið) og jólin eru í höfn. Bogmaðurinn: Það pakkar enginn jólapökkum í gömul dagblöð. Kjarnfóðurgjaldið var nú ekki svona slæmt, eða hvað? Steingeitin: Nú liggurðu í því, allt jólaölið er komið á yfirgerjun og engu hægt að bjarga. En jólin eru nú hátíð barnanna, ha? Vatnsberinn: Gleymdu ekki að ákveða áramótaheitið tímanlega og stattu við það, þú klikkaðir síðast manstu (klaustur í Tíbet og allt það). Stattu þig félagi. Fiskarnir: Farðu mjög varlega um þessi áramót, flugeldar eru hættuspil. Mannstu hvað skeði síðast, ha? láttu þér nægja tvö stjörnuljós og eina rokeldspýtu í þetta skiptið.

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.