Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2022, Side 1

Skessuhorn - 28.09.2022, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 25. árg. 28. september 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Opið alla daga ársins 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Þinn árangur Arion Hallarbylting í Alþýðusambandinu Nú hefur hópur forystufólks í verkalýðshreyfingunni boðað framboð til forystu í Alþýðu- sambandi Íslands á ársþingi sam- bandsins sem fram fer 10.-12. október nk. Æðsta vald í mál- efnum ASÍ er í höndum ársþinga hverju sinni, sem haldin eru á tveggja ára fresti. Hvert aðildar- félag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins en þar eiga um þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu setu- rétt og móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun, ásamt því að velja samtökunum forystu. Ný forysta ASÍ verður kosin á þessu ársþingi. Síðla sumars sagði Drífa Snædal af sér embætti for- seta ASÍ og sagði ástæðuna vera árásir frá og ágreining við annað forystufólk innan hreyfingar- innar. Við brottfall hennar 11. ágúst síðastliðinn tók Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, tímabundið við starfinu og gegnir því fram að þinginu í október. Nýverið sagði Halla Gunnars- dóttir framkvæmdastjóri ASÍ af sér og kveðst í viðtölum í fjöl- miðlum ástæðuna þá að hún hafi verið ráðin af Drífu til að fylgja eftir stefnu hennar. Nú horfi annar og breyttur veruleiki við. Djúpstæður klofningur hefur verið um fólk og stefnur innan ASÍ og viðbúið að þingið í næsta mánuði verði átakasamt, ekki síst í ljósi þess að framundan eru kjarasamningar á hinum almenna markaði. Nú liggur fyrir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR boðar framboð til forseta ASÍ, en ekki liggur fyrir hvort hann fái mótframboð. Kristján Þórður gefur kost á sér í embætti 1. vara- forseta, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í embætti 2. varaforseta og Vilhjálmur Birgis- son formaður VLFA og formaður Starfsgreinasambandsins býður sig fram í starf 3. varaforseta. Líklegt verður að teljast að fleiri framboð berist í forystu stærstu launþegahreyfingar landsmanna. mm Mokveiði í dragnót Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar sinnum og var aflinn í þessum köstum yfir 63 tonn. Að sögn skipverja eru þeir þó ekki óvanir svona aflabrögðum. „Það er nóg af þorski í sjónum og mikið af sandsíli sem fiskurinn sæk- ist í,“ sögðu þeir á bryggjunni í sam- tali við fréttaritara. Meðalverð á þorski þennan dag var í kringum 480 krónur svo þetta var góður dagur, sögðu þeir Sumarliði Kristmunds- son og Ingólfur Aðalsteinsson. Einnig fór dragnótarbáturinn Esjar SH frá Rifi á sjó um hádegið og landaði í tvígang sama daginn, alls tæplega 40 tonnum. Fyrri túr- inn gaf 21 tonn og eftir löndun var haldið aftur á veiðar og skilaði seinni túrinn tæplega 19 tonnum. Mjög stutt var á miðin. af Frá löndun úr Steinunni SH á sunnudaginn. Kristmundur Sumarliðason og Ingólfur Aðalsteinsson hampa vænum fiski. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.