Pósturinn - 15.07.1924, Blaðsíða 8

Pósturinn - 15.07.1924, Blaðsíða 8
8 PÓSTURTNN Biðjið æiíð um , The Favouviíe4 - heimsins bestu þvottasápu - Fæsi í öllum verslunum færa bækur, og skilja bók- færslu. Það er til tvenskonar spar- serai: Sú aðgerðarlausa, beinlínis að spara, og sú framtakssama — að vinna inn. Með öðruni orðura: lifðu ekki á því sem þú sparar, heidur því, sem þú vinnur þér inn Þú átt að vinna eins og þú ættir að lifa til eilífðar, en lifa eins og þú ættir að deyja á morgun. Þú átt að vinna eins og þú værir ómissandi, en mundu líka, að þú ert það ekki. Ef til vill getur þú óviljandi sagt frá einliverju leyndarmáli þínu, en þú mátt aldrei. Ijósta neinu upp af leyndarmálum versl- unarinnar. Farðu með viðskiftavin þinn, eins og það væri besti vinur þinn, jni geturðu átt von á, að hann komi til þín aftur. Einn eyrir er sem vatnsdropi, en tapir þú einum eyri, mundu þá, að Atlantshafið saman stendur eingöngu af vatnsdropum. Að lokum ætla eg að segja þér tvær smásögui', sem eg hefi líka skrifað hjá mér, og sem þú getur sagt þeim, sem á þeim þurfa að halda. Sú fyrri er saga um fyrsta yfirmann minn, sem hafði sann- kallaða reglusemisástríðu, það er að segja, hann eyddi öllum tíma sínuni í einlægar skrásetningar og ónauðsynlegar skriftir. Við, sem vorum á skrifstofunni hjá liouum, sögðum í gamni, að hann myndi nú koma einhvern daginn með um- slagahrúgu úr siðasta pósti, og segja sem svo: „Heyrið þið, viljið þið ekki gera svo vel og raða umslögunum þeim arna í nákvæma stafrofsröð, og brenna þeim svo!“ Hin sagan er svona: Kaupmaður nokkur ætlaði að fá sér mann á skrifstofu sína. Margir gáfu sig fram. Lagði liann þá fyrir livern um sig, svolátandi spurningu: „Hvað mynduð þér gera, ef þé)’ i'ærðuð skakt inn í iiöfuðbókina?" Einn svaraði, að hann myndi nota strokleður, annar ætlaði að skafa það buri með hníf, sá þriðji sagð- ist bara mundi leíðrétta það, o. s. frv. En sá síöasti ansaði: „Eg sk.il ekki þessa spurairigu; því hvernig á maður að færa skakt inn í höfuðbókina?“ Ilann féklc stöðuna. Og hérna stendur í bókinni minni, sagan, sem einu sinni var sögð í kauphöllinni, um útgerðar- stjóra stóra gufuskipaféiagsins. Hann bað einu sinni alla deildar- stjórana um að koma á tiltekn- um tírna inn á skrifstofu sína. Þeg- ar þeir voru svo allir komnir, eins og til stóð inn í skrifstofu útgerð- arstjórans kom hann sjálfur inn og settist við skrifborðið sitt, tók upp úrið sitt, og lagði jj.ið á borð- ið fyrii' framan sig. Því næst tek- ur hann upp hjá sér böggul með sinjöri og brauði og hálfa ölflösku, og byrjar að snæða með stökustu í'ósemi. Að því loknu stendur iiann upp lítur á úrið og segir við deild- arstjórana, sem voru meira en lítið forviða á þessu: „Jæja, herrar mínii', eg þarf nákvæmlega 17 mínútui' til þess að borða morgun- verðinn minn. Það var ekki ann- annað, sem eg ætlaði að segja ykkur!“ Þannig hefi eg nú, sonúr minn, setið hér og týnt saman noickuð af gullkornunum, sem í bókinni standa. Ef þú þyrftir á ölluni þess- um í’áðum að lialda, sem eg hefi skrifað hér upp, þá myndi mér ekki vera svo rótt, sem mér er, þegar eg fer liéðan. Eg veit með vissu, þú þarft þeirra eklci með sjálfui', og þess vegna áttu að láta þau öðrum í té. — Og jiá hafa þau ekki verið skrit'uð til einskis. Þinn elskandi faðir, Georg M. Madsen, eldri. (Þýtt af E. P. Briem). ^Ptcntib í 5\cta ^nrr- » rrinr-i Prentsmiðjan Acta 1924. Matvöru allskonar og nýlenduvöru j með sanngjörnu verði selur V erslun Ól. Ámundasonar, Laugaveg 24. Sími 119 Húsbóndinn er lmnds ins fyrirniynd og leiðtogi. Alt sem lnisbóndinn ger- ir er rétt. Sýnandinn: Þessi marg- hleypa er sérstaklega merkileg. Karl keisari j hinn mikli átti hana einu sinni. Ferðamaðurinn: Já, en á þeim tiinum voru alls engin skotvopn til. Sýnandinn: Alveg rétt. Einmitt þessvegna er hún svo merkileg. Þegar Pósturinn ber bæði hak og fyrir, eins og hann gerir nú, (er átta siður) gerir hann kröfu til 10 aura, frá þeim er vilja eiga kaup við hann. Það er sama upphæð og kostar undir eitt bréf innan bæjar. Pósturinn er sanngjam. Úr og klukkur af bestu tegundum sel eg enn með mjög ]águ verði. Einnig borðbúnað úi' silfri og silfurpietti og margvíslegar tæki- færisgjafii' úr platínu, gulli og silfri. Athugið þetta áður en þið kaup ið annarstaðar. Guðni A. Jónsson, úrsmiður Aðalstræti ö.

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1721

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.