Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 5

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 5
ÍÐNAÐUR OG VERZLUN 3 iðngreinarnar taldar 29, en lítið mun hafa venð starfað í sumum þeirra eftir aldamótin. En upp úr aldamótunum fer að færast nýtt fjör í atvinnulíf þjóðarinnar. Sími er lagður, og samgöngur batna innanlands og við önnur lönd, og bankar eru stofnaðir og meira fjármagni veitt inn í landið, og athafna- löngun og kjarkur til verkiegra framkvæmda fer mjög í vöxt. Nýir dugnaðarmenn koma fram á ýmsum sviðum, og trúin á landið og möguleika þess vex hröðum skrefum. Allskonar iðn- og iðjufyrir- tæki rísa upp og sum þeirra blómgast vel. Það eru stofnaðar ullar- og klæðavérksmiðjur, öl- ^erðir, gosdrykkjagerðir, sútun- arverksmiðjur, gærurotunarverk- smiðja, skipasmíðastöðvar, tré- og húsgagnaverksmiðjur, vél- smiðjur, efnagerðir, síldarverk- smið j ur, f iskim j ölsverksmið j ur, niðursuðuverksmiðjur, stein- steypuverksmiðjur, kolagasstöð, i ldis-acetylenverksmið j a, kaf f i- bætisgerðir og kaffibrennslur, netagerðir, sjóklæðagerð, tunnu- gerðir, íshús með vélafrystingu, mjólkur- og rjómabú, mjólkur- hreinsunarstöð, fiskþurkunar- hús, lifrarbræðslustöðvar, raf- magnsstöðvar, þvottahús, fata- hremsun, blikksmiðjur o. fl. Þessi upptalning sýnir að nokkru leyti, hve mikið iðn- og iðjustarfsemi hefir stóraukizt í landinu síðan um aldamót. Árið 1930 voru iðngreinar í Reykjavík taldar um 50, iðnaðar- og iðjustarísmenn rúm 2000, og um 6000 manns, sem lifði hér á þessari starfsemi, en íbúátala bæjarins þá um 26.500. Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið um atvinnu- skipting landsmanna 1910 og ’30, sést, að fjöldi þess fólks, sem talið er að fái lífsuppeldi af iðju- og iðnaðarstarfsemi, hefir auk- izt meir en í nokkurrí annari at- vinnustétt, eða úr 6031 árið 1910 í 12427 árið 1930. En álit- ið er, að síðan hafi aukningin orðið ennþá örari. Síðustu skýrsílur, sem tiltæki- legar eru, taka til ársins 1934, MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA RÉTTA SMURNINGSOLÍU Á BÍLVÉLINA. SKAPIÐ ÞÉR SJÁLFUM YÐUR ÖR- YGGI Á FERÐALÖGUM OG VÉL- INNI LENGRI ALDUR. _ SHELL er sú rétta SHELL smurt, er vel sm urt Líftryggingar. Brunatryggingar. Bezt kjör, lægst iðgjöld. Vátryggingarskrifstofa 0 Sigfúsar Sighvatssonar Lækjargötu 2« — Sími 3171

x

Iðnaður og verzlun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.