Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 12

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 12
IÐNAÐUR OG VERZLUN 10 ------------------- Krisfján J. Reykdal: Um brunafryggingar Sú grein vátrygginga, sem á sér lengsta sögu, er sjóvátrygg- ingar. Elzta vísi að þeim er að finna í sjólögum, gefnum út á eyjunni Rhodos, ca. 916 f. Kr. Eru það síðan Forngrikkir, en þó aðal- lega Rómverjar, sem taka upp sjóvátryggingar, sem meir eru í samræmi við sjóvátryggingar vorra tíma, og frá þeim berast þær til Englands og annara ríkja Evrópu. Þó er það ekki fyrr en á 16.—17. öld, sem nokkuð kveð- ur að sjóvátryggingum sem lið í verzlunarviðskiptum Englands. Þá eiga brunatryggingar sér nokkuð langa sögu, og þó merki- legt megi virðast, þá er það hér á íslandi, sem fyrsti vísirinn að þeim finnst. Það er fyrirskipað í lögum frá 12. öld (Staðarhóls- samþykkt), að bændum innan hvers hrepps fyrir sig beri að hlaupa undir bagga, ef að ein- hver hreppsbúi hefir orðið fyrir brunatjóni, og á hvern hátt þetta skuli gert. En elztu gagnkvæmu brunatryggingarfélögin eru byggð á þeirri grundvallarreglu, að þá er einn aðili félagsins verður fyrir brunatjóni, greiða hinir aðilar félagsins skaðabæt- urnar í sameiningu. Elzta gagn- kvæma brunatryggingarfélagið sem sögur fara af, er Norges Brandkasse stofnað 1667. Það ár varð stór bruni í London, sem kom af stað hreyfingu í þá átt,* að létta undir með þeim, er fyrir brunatjóni urðu. Líftryggingar eiga sér ekki eins langa sögu eins og sjó- og brunatryggingar. — Fyrsta líf- tryggingarfélagið var stofnað 1706. Þó höfðu áður verið gef- in út einstaka líftryggingarskír- teini, t. d. eitt árið 1583. Með þessum fáu orðum vildi eg aðeins vekja athygli lesenda á, að vátryggingar yfirleitt eru ekkert nýtt fyrirbrigði, þó að það sé ekki fyrr en á síðustu tímum, sem þær verða eins full- komnar og almennar og nú er orðið. Eigi verður farið nánar inn á reglur hinna ýmsu tegunda v'á- trygginga, enda er aðaltilgangur- inn með grein þessari að lýsa brunatryggingum. Vil eg þá leyfa mér með nokkr- um orðum, að skýra fyrir les- endum hvernig farið er að því að fá eigur sínar brunatrygðar, og mun eg þó undanskilja trygg- ingar á húseignum, þar eð hér á Iandi er skyldutrygging á all- flestum húsum, og því minni á- stæða til að skýra það. Það fyrsta, sem sá þarf að gera, sem ætlar að fá t. d. inn- bú sitt brunatryggt er, að leggja niður fyrir sér, hve mikils virði innbú hans er, þar eð ekki er Iátin fara fram virðing á því, þá er vátryggingin er keypt. Verð- mæti hlutanna skal miðast við aldur þeirra og það ástand, sem þeir eru í, t. d. nýja muni og óslitna ber að reikna með því verði, sem þeir kostuðu, en eldri muni og slitinn fatnað því minna sem það er eldra og í verra ásig- komulagi. Með hliðsjón af þessu ákveður hann svo, hve vátrygg- ingarupphæðin óskast há, en það er áríðandi fyrir tryggingartaka, til þess að fá fullar skaðabætur, ef bruna ber að höndum, að vá- tryggingarupphæðin sé eigi lægri en hið raunverulega verðmæti innbúsins, eins og nánar skal skýrt síðar. Hvað brunatryggingu á vöru- birgðum snertir, skal þetta tekið fram: Ef vörubirgðirnar eru nokkurn veginn jafnmiklar árið um kring, er heppilegast að miða vátryggingarupphæðina við inn- kaupsverð vörubirgðanna, þá er þær eru mestar, jiar eð sama gild- ir og með innbú, að nauðsynlegt er, er tryggingarupphæðin sé eigi lægri en raunverulegt verðmæti varanna á hvaða tíma sem bruna bæri að höndum. Ef vörubirgð- irnar aftur á móti eru mjög mis- KOL O G SALT í stærri og smærri kaupum. Elsta og stærsta kola- og saltverzlun landsi ns. Sími 1120 (4 línur) Símnefni: KOLOSALT

x

Iðnaður og verzlun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.