Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Side 17
IÐNAÐUR OG VERZLUN ---------
Smásaga, eftir óþekkfan höfund:
15
Gráa herbergiS
Ungi Blendau var á ferðalagi til
Ítalíu í einkalest þýzkrar prinsessu.
Kann var einkaritari hennar. Þau
komu til borgar í Norður-Þýzkalandi,
og þar ákvað prinsessan því að dvelja í
nokkra daga. Blendau fékk leyfi til að
heimsækja vin sinn Rebmann, sem var
kanslari í nærliggjandi konungsriki og
átti heima í nokkurra milna fjarlægð
frá borginni, þar sem prinsessan og
lest hennar höfðu staðnæmzt. Þeir
höfðu gengið í skóla saman, og Blendau
hafði ekki séð hann, síðan hann var
fjórtán ára gamall, fyrir sjö árum.
Hann ákvað að koma vini sínum og
fjölskyldu hans á óvænt, og þar sem
hann var mjög kunnugur staðháttum
og landslagi, leigði hann sér hest og
hélt af stað aleinn í gegn um skógana,
þó það væri um miðsvetrarskeið.
Veðrið var mjög fagurt um morg-
uninn, en síðdegis varð himininn skýj-
aður, og um kvöldið mikil snjókoma.
Þetta tafði hann talsvert, og færðin
var slæm, og stórar snjóflygsur fylltu
augu hans og blinduðu, svo hann
gat varla stýrt hestinum eftir troðn-
ingunum. Hann villtist nokkrum sinn-
um, og þó hann hefði gert ráð íyrir
að komast til vinar síns um fimm leyt-
ið, var klukkan orðin niu, þegar hann
loksins kom, kaldur og uppgefinn, og
hafði þá ferðast um tuttugu mílur úr
leið. —
Rebmann þekkti hann varla aftur,
svo mjög hafði hann breytzt, frá því
þeir höfðu sézt síðast. En þegar
hann hafði uppgötvað, hver þessi gest-
ur var, tók hann hjartanlega á móti
honum. Hann sagði, að sér þætti fyrir
því, að kona sín og börn hefðu farið
til nágrannaborgarinnar til að vera
viðstödd giftingu frænda síns, og
myndu þau ekki koma aftur fyrr en að
nokkrum dögum liðnum. Lét hann bera
dýrindis mat fyrir vin sinn og bezta
vínið úr kjallaranum, og þegar Blendau
hafði drukkið þrjár flöskur af Meer-
steiner og spjallað um ýmislegt það,
sem drifið hafði á daga hans síðustu
sjö árin, fann hann, að þreytan eftir
erfiði ferðalagsins var á förum. En
samt sem áður kom yfir hann einhver
andleg ofþreyta, svo að hann neyddist
til að slíta þessum glaðlegu samræðum
og bað um leyfi til að ganga til hvílu.
Rébmann kannaðist hlæjandi við, að
þetta kæmi sér nú í hálfgerða klípu.
Kona sín væri fjarverandi, og öll her-
bergin, nema þau, sem fjölskyldan
byggi í, væru auð og án allra hús-
gagna. Auk þess hefði húsfreyjan ver-
ið svo forsjál, að taka með sér lykl-
ana að öllum hirzlum, svo að ekki væri
hægt að ná í neinn sængurfatnað.
Hann kallaði á Bridget, gömlu vinnu-
konuna, og bar upp fyrir henni vand-
ræði sín. Hún svaraði: „Það er nú
þegar uppbúið rúm í gráa herberginu,
því það er gestaherbergið, eins og
þér vitið, herra minn. Herra Blendau
getur sofið þar, ef hann kærir sig um“.
„Nei“, sagði Rebmann, „Blendau vin-
ur minn vill ekki dvelja næturlangt í
gráa herberginu, það er ég sannfærð-
ur um“. „Nú, hvers vegna ekki?“
spurði gamla konan. „í gráa herberg-
inu? — ertu gertgin af göflunum?
Hefirðu gleymt henni Geirþrúði?" —
Rebmann sneri sér að gesti sínum, í-
bygginn á svip.
„Blessaður vertu, það er nú svo
langt síðan það var, að ég hafði stein-
gleymt því“, hrópaði Blendau. „Held-
urðu, að ég sé ennþá haldinn af þess-
um barnalega bjánaskap? Nei, komdu,
góði, og lofaðu mér að sofa í þessu al-
ræmda herbergi í nótt. Nú er ég hvorki
hræddur við drauga né illa anda, og
Láfið okkui
lifa- Kemiskhreinsa eða
pressa fatnað yðar fyrir jólin!
Hjólkurfélagshúsin
Sími 3599
Hafnarsfrmfi 5
Eina efnalaugin á landinu er lifar »Geríisilki«
ALAFOSS-FÖT
eru bezt fljótt afgreidd
■
eru saumuð nákvæmlega á hvern
viðskjftamann.
VERZLIÐ V I Ð
> ÁLAFOSS‘ ‘t Þingholtstræti 2. Rvfk.