Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 11

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 11
IIÐNAÐUR OG VERZLUN---------------- jf S Sigurjón Péfursson: Erfiðleikarnir í dag Islenzkur iðnaður er hugtak, sem okkar fátæka og fámenna þjóð hefir hin síðustu ár reynt að lyfta úr djúpi draumsýni og vona og fá staðizt í veruleikan- um. Atorkumenn hafa brotizt til framkvæmda í ýmsum greinum iðnaðarins hin síðustu ár. Hver iðnreksturinn hefir risið að baki öðrum, og ber sízt að lasta það — ef iðnfyrirtækin verða eigi of mörg í hverri einstakri grein, þannig að markaðurinn verði strax yfirfylltur. Fari svo, hlýt- ur innlendi iðnaðurinn óhjá- kvæmilega að bíða hnekki tvö- faldrar samkeppni — því fyrst verður hann að standast innlenda keppinautinn og síðan þarf inn- lendi iðnaðurinn, sem ein heild, að standast erlenda samkeppni. Það má auðveldlega segja, að þetta sé eina heilbrigða leiðin — samkeppnin sé sú eina, sem or- saki vöruvöndun og betri fram- leiðslu. En þetta þolir hinn ís- lenzki iðnaður ekki. Eg þori að fullyrða, að ekkert íslenzkt iðn- fyrirtæki þolir slíka tvöfalda samkeppni. Og hvernig ætti það að vera, eins og öllu er fyrir komið. Flest hráefni verður að fá er- lendis frá. Iðnaðarmenn einir vita hversu erfiðlega það geng- ur að fá nokkurn hluta hinna allra nauðsynlegustu hráefna. Og eins og framtíðarhorfurnar eru nú, getur verið full ástæða fyrir okkur að spyrja: Hversu lengi helzt okkur á þessu ónóga skerfi, sem við höfum nú? Fæst yfir- höfuð nokkurt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir hráefnum til iðnaðar í náinni framtíð? Þetta er eitt alvarlegasta vanda- og vandræðamál hins unga, bakhjarlslausa, íslenzka iðnaðar. Því hvaða gagn er í því, að hafa vélar og raforku — Sogsvirkjunin er framtíðar- grundvöllur alls iðnaðar hér í höfuðstað landsins — ef engin hráefni eru til að vinna úr? Og hversu eindæma fyrirhyggjulaus og óhæf er ekki sú aðferð stjórn- arvaldanna, að skattleggja hrá- efni til innlendrar framleiðslu 100—200 % meira en tilbúin var- an er frá öðrum löndum? Dæmi þessu til sönnunar eru ótal mörg. ------------------------------- 9 Eg skal aðeins nefna tvö, grip- in af handahófi: Á tilbúnar húfur er lagt 15% innflutningsgjald — en innlegg- ið í húfuna er tollað með 29— 67%. Vagnhjól eru skattfrjáls, en smíðaefnið í vagnhjól er toll- að með háum tolli. Þannig er tollalöggjöfin ,,hlynnt“ og „velviljuð“ hinni innlendu framleiðslu, sem hún er fyrst og fremst gerð til að styðja og varðveita. ■— Gjörvalt Frarah. á bls. 14. H.F. HAMPIÐJAN Sími 4390. Simnefni Hampiðja Bolnvörpugarn Dragnótagarn (Man.) Spyrðubönd Fisk'bindigarn Geeru'bindigarn Saumgarn Pakkagarn Pvottasnúrur. FLÓRA Sími: 2039. Austurstræti 7. , Athugið að kaupa matjurta og blómafræið í tíma. Höfum stærsta og fjölbreyttasta úrval, sem fáanlegt er á landinu. — Fræpokarnir eru með íslenzkum leiðarvísi um sáningu. FLÓRA

x

Iðnaður og verzlun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.