Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 13

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Blaðsíða 13
IÐNAÐUR OG VERZLUN 11 munandi miklar eftir árstíðum, er heppilegast að ákveða trygg- ingarupphæðina í samræmi við vörumagn það sem að jafnaði er, en taka síðan viðbótartryggingu fyrir þann eða þá tíma ársins, sem vörubirgðirnar eru meiri. — .Yrði þetta í flestum tilfellum ó- dýrara en að miða tryggingar- upphæðina við verðmæti varanna þegar þær eru mestar. Eins og fyrr getur, ber að miða vátryggingarupphæðina við inn- kaupsverð aðkeyptra vara, ef um eigin framleiðslu er að ræða, þá framleiðsluverð, og ef um útflutn- ingsvörur er að ræða, þá hvort sem er landbúnaðar- eða sjávar- afurðir markaðsverð á útflutn- ingshöfn. Þó eru til undantekn- ingar frá þessari meginreglu. Vil eg nú lýsa vátryggingar- skilyrðum í aðaldráttum, og er aðallega stuðst við skilyrði þau, er gilda hjá Sjóvátryggingarfé- lagi íslands, en flest þau vátrygg- ingarfélög er hér á landi starfa, hafa sömu eða mjög líkar reglur: Félagið bætir það tjón, sem bruni, elding eða gassprenging frá opinberri gasstöð veldur á hinum vátryggðu hlutum á þeim stað, þar sem þeir eru vátryggðir, skv. skírteininu, svo og það tjón, er hlýzt af slökkvitilraunum og nauðsynlegum flutningi. (Þetta ber að skilja svo, að bótaskyldar séu skemmdir af vatni, svo og brotaskemmdir. Einnig ber að bæta fyrir þá hluti er glatast al- veg). Loks bætir félagið vátryggð um sanngjarnan kostnað við björgun og geymslu á hinum tryggðu munum. Váiryggingin nær til alls, sem er á vátryggingarstaðnum og heimfærzt getur til þess vá- tryggða, og eigi er sérsta'klega undanskilið. — Málverk, mynd- höggvaraverk og aðra listamuni, gull- og silfurgripi og aðra skrautgripi bætir félagið eigi meiru en 500 kr. fyrir hvern ein- stakan slíkan hlut. Fyrir bóka- safn greiðir félagið þó í bruna- bætur allt að 10 af hundraði af vátryggingarupphæð innanhúss- muna, án þess að sérstaklega hafi verið um það samið. Séu hinir vátryggðu hlutir BRUNA- TRYGGINGAR ÁHERZLA LÖGÐ Á FLJÓT SKAÐABÓTA UPPGJÖR. REKSTURSSTÖÐVUNAR- TRYGGINGAR KYNNIÐ YÐUR ÞESSA TEGUND TRYGGINGA. s

x

Iðnaður og verzlun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.