Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Blaðsíða 22

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Blaðsíða 22
Börnin. Af þeim sem slösuðust voru börn yngri en 15 ára á sjötta hundrað eða 30%. Flest þeirra, 55%, voru á reiðhjólum, 29% gangandi og aðeins 16% í bílum. 1 heild voru fleiri slys í aldurshópnum 5-9 ára heldur en 10-14 ára. llnga fólkið. Á aldrinum 15-24 ára slösuðust á sjöunda hundrað manns, þar af voru 66% í bílum, 21% á vélhjólum, 10% gangandi og 3% á reiðhjólum. Rúmlega 80% þeirra sem lentu í vélhjólaslysum voru í aldurshópnum 15-19 ára. Miðaldra. Rúmlega sex hundruð manns á aldrinum 25-64 ára slösuðust í um- ferðinni þetta eina ár. Langflestir (82%) voru í bílum, sjöundi hver (15%) gangandi en örfáir á vélhjólum eða reiðhjólum (3%). Aldraða fólkið. Rúmlega fimmtíu sem slösuðust í umferðinni árið 1975 voru 65 ára eða eldri. Skipting í vegfarendahópa var þannig að 55% slösuðust í bílum, 41% gangandi og 4% á reiðhjólum. Þetta eru önnur hlutföll en í yngri aldurshópunum. Áhætta. í þessari rannsókn er ekki gerð tilraun til að meta áhættu af mis- munandi ökutækjum. Fjöldi skráðra ökutækja er þó þekktur svo og heildarelds- neytisnotkun, en engin rannsókn hefur farið fram á því hérlendis hvert umferðarmynstrið er þ.e. hve mörg ökutæki eru á ferðinni á hverjum tíma á afmörkuðu svæði og hve margir vegfarendur. Gera má ráð fyrir að há tíðni slysa á ungu fólki sé fyrst og fremst vegna þess að þetta fólk sé meira í umferðinni en þeir sem eldri eru. Ástæðan gæti einnig verið sú að ungu fólki sé hættara við að lenda í slysum, þ.á.m. vegna reynsluleysis og meiri óvarkárni. Þetta á sennilega sérstaklega við um börn á reiðhjólum og unglinga á vélhjólum. Það er einnig mögulegt að þessi ökutæki séu í raun fremur notuð til ieikja en flutninga fólks. Sama gildir í einhverjum mæli um unga ökumenn bifreiða. Það er vafamál hvort 15 ára drengir axla þá ábyrgð, sem fylgir því að aka vélhjóli, sömuleiðis hvort 7 ára barn sé fært um að aka reiðhjóli í umferðinni eins og hún er á íslandi. LÍklegast er að slys á gangandi fólki ráðist ekki eingöngu af miklum fjölda barna og gamal- menna í umferðinni, heldur einnig af því hve þessir hópar eru oft illa undir það búnir að fást við þann vanda að komast áfram í hraðri umferð, mismunandi veðri og færð. Flest á haustin. Flest umferðarslys urðu um haustið, um 200 á mánuði í ágúst, september og október en aðeins um 100 á mánuði í desember, janúar og febrúar. Árstíðasveiflurnar voru mismunandi eftir vegfarendahópum. Þannig slösuðust þeir sem voru varðir vegfarendur (ökumenn og farþegar í bílum) lang oftast í ágúst, september og október. Flest vélhjólaslys urðu í apríl og október. Helmingur reiðhjólaslysanna varð í maí, júní og júlí. Slys á gangandi vegfarendum urðu flest í mars, september og október. Um helgar. Flest slys urðu á föstudögum og yfir helgar en færri í miðri viku, sem stafaði að mestu leyti af því að fleiri slys urðu á vörðum veg- farendum um helgar heldur en á virkum dögum. Utan venjulegs vinnutíma. Flestir komu á Slysadeildina seinni hluta dags eða 70% utan hefðbundins vinnutíma. Við skipulagningu fyrirbyggjandi að- gerða er mikilvægt að vita sem nákvæmast hvenær má vænta flestra slysa í um- ferðinni og bregðast við fyrirfram með upplýsingum og öðrum viðeigandi varnaraðgerðum á réttum tíma fyrir ólíka vegfarendahópa. í þessu tilliti verður ekki með góðu móti byggt eingöngu á erlendum rannsóknum. 20 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.