Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Side 26

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Side 26
Heilbrigðisvandamál. ÞÓ að hluti umferðarmálanna sé innan verksviðs dómsmálayfirvalda þá verður ekki horft fram hjá því að slysin í umferðinni eru fyrst og fremst heilbrigðisvandamál. Það þarf að efla þátt heilbrigðis- stétta í mótun umferðarmenningar hér á landi. Enginn fulltrúi þeirra stétt.: átti sæti í Umferðarráði sem er skipað 19 mönnum þar til loks einn læknir var skipaður í ráðið fyrir nokkrum vikum. Samhliða bættri skráningu þarf að auka rannsóknir og gera með því stjórnvöldum ljósar afleiðingar umferðar- slysanna. Forsenda þess að hægt sé að meta arðsemi fyrirbyggjandi aðgerða í öaráttunni gegn umferðarsiysum er að afleiðingarnar séu kunnar. Niður- stöðum slíkra rannsókna þarf einnig að koma á framfæri við almenning þannig að til dæmis foreldrar geti áttað sig á því hvaða hætta börnum þeirra sé búin í umferðinni. Betri götur. Árangursríkastar eru vafalaust aðgerðir sem koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist sem leitt geta til umferðarslysa. Einnig má oft á ódýran hátt draga úr líkum á því að fólk meiðist mikið þó umferðaróhapp verði. Fækka má slysum með því að láta leiðir vegfarenda skerast sem minnst, t.d. með brúm yfir götur eða göngum undir þær. Einnig má draga úr umferðarhraða við gagnbrautir með hindrunum, þröskuldum, þrengingum og merkingum. Hikilvægt er að gangbrautir liggji sem víðast aðeins yfir eina akrein svo að koma megi í veg fyrir slys vegna framúraksturs við þær. Fræðsla og kennsla. Taka þarf upp kennslu í slysafræðum til prófs í grunn- skólum. Beina þarf fræðslu, byggðri á rannsóknum, einkum til þeirra sem of lítið hefur verið sinnt til þessa, þ.e. ungs fólks, gangandi vegfarenda, hjólreiðafólks og foreldra. Ökukennslu bifreiðastjóra þarf að bæta og veita aðhald við endurnýjun ökuskírteina. Varðir vegfarendur meiðast síður ef þeir eru fast spenntir í bílum og gildir það jafnt um ung börn, börn og fullorðna. Lögleiða þarf notkun bílbelta bæði í fram- og aftursætum, og auka notkun þeirra, t.d. með beitingu viðurlaga ef út af er brugðið. Tak- marka þarf notkun vélhjóla eins og hægt er og hefja vélhjólakennslu með verklegum æfingum undir umsjón kennara. Hækka þarf lágmarksaldur til aksturs vélhjóla um a.m.k. eitt ár og stuðla að notkun hlífðarfatnaðar úr leðri, sem myndi fækka alvarlegum sárum og opnum beinbrotum og minnka óhreinindi í þeim. Auk þess þarf að brýna fyrir unglingum notkun hjálma, sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr alvarlegum höfuðáverkum. Stuðla þarf að notkun ökuljósa á vélhjólum, og gera með því öðrum vegfar- endum auðveldara að sjá vélhjólin í umferðinni. Þannig má fækka vélhjóla- slysum vegna árekstra, en þau eru oft alvarleg. Léttir hjálmar myndu einnig draga úr meiðslum á hjólreiðafólki. og æskilegt væri að lögleiða notkun þeirra. Safnframt þyrfti að hækka aldursmörkin fyrir þá sem mega vera á reiðhjólum í umferðinni (nú 7 ára). Útbúa þarf æfingasvæði fyrir börn á reiðhjólum. Kostir og gallar mælitækisins. Rannsóknin sýnir að mælitækið (eyðublað Slysadeildar, sjá viðauka B) mælir það sem því er ætlað að mæla, en ná- kvæmnin hvað varðar umferðarslys myndi aukast við minniháttar breytingar á eyðublaðinu og með því að fyrirfram ákveðnum skilgreiningum væri fylgt nákvæmlega með tilliti til flokkunar á orsökum meiðsla. Rétt væri að skrá vegfarendahóp þess sem slasast í umferðinni um leið og aðrar upplýsingar við fyrstu komu á Slysadeildina. Tilgáta. Rannsóknin rennir stoðum undir þá tilgátu að heilbrigðisvandamál vegna umferðarslysa séu vanmetin hérlendis. 24 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.