Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 6

Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 6
Vaxtaaðgerðir Seðla- bankans eru verri en verðbólgan sjálf. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Nú tökum við Cyber Monday með trompi og bjóðum 25% afslátt af öllum námskeiðum sem pöntuð eru og greidd mánudaginn 28. nóvember á dale.is. Tilboðið gildir líka af gjafakortum sem hægt er að velja fyrir hvaða upphæð sem er. Ath. hægt er að nota frístundastyrkir og niðurgreiðslur frá starfsmenntasjóðum. Tækifærin bíða þín MONDAY 25% AFSLÁTTURCYBER 25% afsláttur gildir aðeins mánudaginn 28. nóv. á dale.is Ljósaganga fer fram kl. 17 í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI lovisa@frettabladid.is MANNRÉT TINDI Ljósaganga UN Women fer fram klukkan 17 í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sam- einuðu þjóðanna gegn kynbundnu of beldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu of beldi, sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda ann- arra öf lugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna Covid-19 tak- markana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mán- uði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu of beldi beinir kast- ljósinu í ár að kvenmorðum en samkvæmt tölum UN Women voru 81.100 konur myrtar árið 2021 um allan heim. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti. Gangan hefst klukkan 17.00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnar- sonar og gengið verður suður Lækj- argötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit. Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. n Konur frá Íran og Afganistan leiða Ljósagönguna 87 voru sektaðir á höfuðborgar- svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kristinnhaukur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL 116 einstaklingar hafa verið sektaðir fyrir að nota nagladekk utan leyfilegs tíma á þessu ári. Þetta er langtum meira en sektað hefur verið undanfarin ár. Flestar sektirnar hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu, alls 87. Ekki er heimilt að nota nagla- dekk frá 15. apríl til 31. október en lögreglan hefur sýnt sveigjanleika í ljósi veðurfars í einstaka tilvikum. Í svari Jóns Gunnarssonar dóms- málaráðherra við fyrirspurn Andr- ésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, kemur fram að 346 hafi verið sektaðir vegna nagladekkjanotk- unar á undanförnum fimm árum. 53 árið 2018, 91 árið 2019, 40 árið 2020 og 46 árið 2021. n Lögreglan sektar sem aldrei fyrr jonthor@frettabladid LÖGREGLUMÁL Búið er að staðfesta áframhaldandi tveggja vikna gæslu- varðhald yfir báðum mönnunum í hryðjuverkamálinu. Þeir hafa nú setið í varðhaldi í samtals níu vikur. Hámarkið er tólf vikur. Sveinn Andri Sveinsson, lögmað- ur annars mannsins, hyggst kæra úrskurðinn til Landsréttar. Einar Oddur Sigurðsson, lög- maður hins mannsins, segir héraðs- saksóknara telja tvær vikur til við- bótar vera nægan tíma til að ganga frá rannsókninni og ákveða með útgáfu ákæru. n Gæsluvarðhald framlengt á ný Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Þingmaður segir að Seðla- bankinn hagi sér eins og ríki í ríkinu. Auknar líkur á skammtíma kjarasamningi. Katrín sögð klók að hafa boðað til fundar í gær. bth@frettabladid.is KJARAMÁL Forystufólk verkafólks ræddi í gær með baklandi sínu hugmyndir um kjarasamninga til skamms tíma fremur en að slíta viðræðum. Vaxtahækkun Seðla- bankans hefur hlotið alhliða for- dæmingu. Í húsakynnum ríkissáttasemjara var fundað stíft í gær. Stefnt hafði verið að því að ljúka fundinum klukkan 18 en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær stóðu fundarhöld enn þá yfir. „Það er enn þá samtal í gangi,“ sagði Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, forseti ASÍ, þegar klukk- an var gengin í 21. Sagði hann ekki augljóst hversu lengi yrði setið við en verið væri að fara yfir kostina í stöðunni. „Það er erfitt að meta hvort líkur séu á skammtímasamningi á þessari stundu,“ sagði hann. Gærdagurinn hófst með því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra boðaði helstu viðsemjendur með skömmum fyrirvara á sinn fund í Stjórnarráðinu. Það var að sögn Halldórs Benjamíns Þor- bergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, klókt skref hjá forsætisráðherra. Miklu varði að stjórnvöld leggi  sitt lóð á vogar- skálar vegna krísunnar sem upp er komin. Katrín bauð þó ekki upp á neinar töfralausnir og hún vildi ekki leggja mat á ákvörðun Seðlabankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að skoðanir séu skiptar um hvort slíta eigi viðræðum eða reyna til þrautar að semja. „Ég get lofað þér því að mínir félagsmenn á lágstrípuðum töxtum eru ekki með sínar tær á Tenerife,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness. Halldór Benjamín segir að ákvörðun Seðlabankans sé mikill afleikur sem muni hafa alvarlegar afleiðingar að óbreyttu. Málið snú- ist um traust og orðheldni. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þing- maður Flokks fólksins, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd segist ætla að reyna að taka málið upp í nefndinni. „Vaxtaaðgerðir Seðla- bankans eru verri en verðbólgan sjálf,“ segir hún. Þingkonan vísar í því samhengi til þess að mánaðarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu höfðu í júní síðastliðnum hækkað um 82.000 krónur á einu ári. Af því voru 15.000 krónur vegna hækkunar á matvælum og eldsneyti á meðan mánaðarlegar vaxtagreiðslur af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni höfðu hækkað um 67.000 krónur Síðan hefur Seðlabankinn enn hækkað vexti þannig að vaxtabyrði sömu fjölskyldu óx á einu bretti um 33.333 krónur og fór upp í 100.000 krónur. „Ég vil taka þetta mál upp, en svörin hér á þingi hafa jafnan verið: Seðlabankinn ræður,“ segir Ást- hildur Lóa. „Seðlabankinn er eins og ríki í ríkinu.“ n Vaxtahækkanir Seðlabankans sagðar mun meira mein en verðbólguáhrif Aðalsteinn Leifsson ríkis- sáttasemjari reynir að leysa hnútinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 4 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.