Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 8
Þær virðast bara vera horfnar af yfirborði jarðar. Guðmundur J. Guðmunds- son, sagnfræðingur og menntaskólakennari Vegna svarts föstudags Tilboð á stóra kransinum. 1.984 kr m. vsk. ser@frettabladid.is MENNING Einhverjar elstu ljós- myndir sem teknar hafa verið hér á landi, og komu fram í Austurríki árið 2012, virðast nú vera glataðar að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar, sagnfræðings og mennta- skólakennara. Myndirnar tók austurríski ferða- langurinn Ida Pfeiffer árið 1845 og ætlar Guðmundur að þær sýni tvö kot í Reykjavík, en óljósar myndir birtust með frétt um málið í austur- rísku tímariti árið 2012. „Það var eldra fólk sem átti mynd- irnar, afkomendur Idu Pfeiffer, og þær virðast bara vera horfnar af yfirborði jarðar,“ segir Guðmundur og bætir því við að búið sé að leita að þeim án árangurs. „Þannig að sjálfar plöturnar virðast vera glataðar,“ segir hann enn fremur. Guðmundur, sem er gestur Björns Jóns Bragasonar í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut á laugardags- kvöld, þýddi f e r ð a b ó k Idu Pfeiffer sem út kom á dögunum. Hann telur að mikill fengur vær i að þv í að fá myndirnar. Reynt hafi verið að ná sambandi við af komendur hennar en það hafi engan árangur borið. n Elstu ljósmyndir af Íslandi taldar vera týndar Frá fundi stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hafnar aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla síðustu daga um að ann- arleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Í yfirlýsingu Ríkisendurskoð- unar kemur fram að við vinnslu og í umsagnarferli skýrslu embættisins voru upplýsingar og athugasemdir sem fram komu af hálfu Bankasýslu ríkisins hafðar til hliðsjónar og tekið tillit til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir greinargerð sem Banka- sýslan birti um miðjan mánuðinn. „Fullyrt hefur verið meðal annars að umfjöllun Ríkisendurskoðunar um tilboðabók söluferlisins byggi á misskilningi embættisins. Það er rangt,“ segir í yfirlýsingunni. Segja skýrsluna standa óhaggaða Er bent á að í skýrslu embættis- ins kemur fram að svör Bankasýslu ríkisins til embættisins og Fjármála- eftirlits Seðlabanka Íslands í maí byggðu á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnar- ferli úttektarinnar í október. Segir í yfirlýsingunni að gögn málsins sýni að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar, ekki að fullu með- vituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars. „Ekki er um neinn misskiln- ing af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni. n kristinnpall@frettabladid.is REYK JAVÍK Fulltrúar Samf ylk- ingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði, vís- uðu frá tillögu Kolbrúnar Baldurs- dóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um breikkun Breiðholts- brautar frá Jafnaseli að Rauðavatni sem lögð var fram fyrr á árinu. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Fyrr á árinu lýsti Kolbrún stöð- unni sem neyðarástandi á Breið- holt sbraut, veg na v iðvarandi umferðarteppa á svæðinu. Eðlilega framkvæmdin væri að tvöfalda Breiðholtsbrautina. Samgöngustjóri Reykjavíkur- borgar, Guðbjörg Lilja Erlendsdótt- ir, lagði til að breyta ljósastýring- um og sagði þetta vera í vinnslu hjá samstarfshópi um umferðarljósa- stýringar á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfa frávísunarinnar lýsti Kol- brún yfir vonbrigðum með ákvörð- unina í bókun sinni og sagði hvorki Reykjavíkurborg né Vegagerðina vilja skoða málið. „Varla er hægt að hrósa hér fyrir afkastagetu í vinnu- brögðum,“ sagði Kolbrún jafnframt og vísaði til samstarfshópsins. n Hafna stækkun Breiðholtsbrautar benediktboas@frettabladid.is HÚSAVÍK Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkið og Isavia að sinna við- haldi f lugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurflugvelli. Í bókun ráðsins frá fundi í vikunni segir að  tími sé kominn á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í fjölda ára. „Árið 2012 hófst f lugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið f lug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþega á árs- grundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norður- þings að viðhaldi verði sinnt,“ segir í bókuninni. n Húsavíkurvöllur að grotna niður Seðlabankinn hefur fengið harða gagnrýni frá aðilum vinnumarkaðarins, sem telja að stýrivaxtahækkun bankans í gær spilli mjög fyrir framgangi kjarasamninga sem komnir voru nokkuð á skrið. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir vaxtahækkunina draga úr trúverðugleika bankans og valda óstöðugleika. olafur@frettabladid.is SEÐLABANKINN Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnað- arins, segir vaxtahækkunina mjög illa tímasetta, ekki síst með til- liti til kjarasamninga. Hann segir hana auka mjög vandræði við að ná kjarasamningum á skynsamlegum nótum, sem sé ein mikilvægasta for- senda stöðugleika. „Bank inn hefur margsinnis lýst því yfir að það verkefni að ná stöðugleika sé sameiginlegt verk- efni Seðlabankans, hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins. Hafa forsvarsmenn bankans ítrekað undanfarið biðlað til aðila vinnu- markaðarins um að leggjast á árar með Seðlabankanum um að ná niður verðbólgunni. Nú er bankinn hins vegar uppvís að því að valda upplausn við gerð kjarasamninga og óstöðugleika á vinnumarkaði.“ Ákvörðunin nú opinberar, að mati Ingólfs, að peningastefnu- nefnd sé ekki nægjanlega vel tengd við gang mála í viðræðunum eða vilji ekki hlusta á þau skilaboð sem þaðan koma. „Hvort sem er verður það að teljast alvarlegt mál þegar verkefnið að tryggja stöðugleika er, eins og forsvarsmenn bankans hafa orðað það, sameiginlegt verkefni.“ Ingólfur bendir á að við kynn- ingu á vaxtahækkuninni 5. október síðastliðinn hafi seðlabankastjóri gefið sterklega til kynna að um væri að ræða síðustu vaxtahækkun bankans í bili. Stutt sé frá því að þau orð voru látin falla og í raun rennt stoðum undir þann breytta tón sem nú sé í forsvarsmönnum bankans um þörf fyrir hækkun vaxta. „Þessi hringlandaháttur í skilaboðum dregur úr trúverðugleika bankans og verðbólgumarkmiðsins, sem er mjög slæmt. Bankinn þarf trúverð- ugleika til þess að verðbólgumark- miðið sé það akkeri fyrir verðbólgu- væntingar sem þarf til að tryggja lága verðbólgu.“ Ingólfur segir engin rök hafa verið færð fyrir því að ekki hefði verið hægt að bíða þar til skýrar línur væru komnar í kjarasamningana. Vaxtahækkunin rýrir trúverðugleika og ógnar stöðugleika á vinnumarkaði Ásgeir Jóns- son seðla- bankastjóri og peninga- stefnunefnd bankans sitja nú undir harka- legri gagnrýni hagfræðinga og aðila vinnu- markaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK „Það er hætta á því að glannaskapur Seðlabankans í vaxtahækkunum geti kostað hagkerfið óþarf lega mikið,“ segir Ingólfur sem bendir á að vextir hafi hækkað hratt og óvíst sé hversu hratt þeir skili sér í lægri verðbólgu. Útlit sé fyrir að verulega dragi úr hagvexti á næsta ári og vaxtahækkunin leiki þar hlutverk. „Peningastefnunefnd bankans hefði átt að halda vöxtum bank- ans óbreyttum nú og segja að hún myndi bíða og sjá til með þróun- ina. Skynsamlegt hefði verið fyrir bankann að bíða og sjá til hvernig þróun kjarasamninga yrði. Einnig tekur tíma fyrir vaxtahækkanir að hafa áhrif á eftirspurn og verðbólgu og skynsamlegt hefði verið fyrir bankann að bíða eftir því að skýr- ari línur kæmu fram um þau áhrif,“ segir Ingólfur Bender. n Nú er bankinn hins vegar uppvís að því að valda upplausn við gerð kjarasamninga. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins Kolbrún Bald- ursdóttir, Flokki fólksins 6 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.