Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 18

Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 18
Við munum senda fólk niður á yfirborð tunglsins sem mun dvelja þar og gera vísindatil- raunir. Howard Hu, áætlunarstjóri Óríons Um borð í Artemis-3 verður kvenkyns geimfari sem mun verða fyrsta konan til að ganga á tunglinu. Talsmenn NASA segja að við séum að taka okkar fyrstu skref í langtíma geimrannsóknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Artemis-áætlun NASA hófst formlega í síðustu viku þegar öflugustu eldflaug allra tíma var skotið á loft frá Kennedy -geimferðamiðstöðinni á Canaveralhöfða í Flórída. Talsmaður NASA segist vona að geimfarar muni geta dvalið á tunglinu til lengri tíma innan tíu ára. helgisteinar@frettabladid.is Geimvísindi Fyrsta tilraunaf lug Artemis-áætlunarinnar hófst fyrir sex dögum síðan og skömmu eftir hádegi í gær var ómannaða Óríon- geimhylkið komið 130 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Tilraunaflugið er fyrsti leggur af þremur sem áætl- aðir eru til að koma mannaðri áhöfn til tunglsins í fyrsta sinn í hálfa öld. Um borð í Óríon eru þrjár gínur sem hafa það verkefni að skynja og mæla lífsmörk fyrir framtíðar- geimfara. Geimfarið er einnig búið ýmsum skynjurum sem mæla titring, hröðun og geislun innan- borðs. Óríon mun svo snúa aftur til jarðar þann 11. desember, þegar það lendir í Kyrrahafinu skammt frá San Diego. Howard Hu, áætlunarstjóri Óríons, sagði í samtali við frétta- stofuna BBC að verið væri að taka fyrstu skrefin í langtíma geim- rannsóknum og að þetta væri mikill áfangi, ekki aðeins fyrir Bandaríkin, heldur heiminn allan. Hann bætir við að ef allt fari samkvæmt áætlun þá sé vonin sú að mannfólk geti búið á tunglinu innan áratugar. „Við munum senda fólk niður á yfirborð tunglsins, sem mun dvelja þar og gera vísindatilraunir. Það er mikilvægt fyrir okkur að læra hvað býr fyrir utan sporbraut jarðar og síðan munum við taka risastórt skref þegar við förum til Mars,“ segir Howard. Það liggur einnig önnur mikilvæg ástæða að baki þeirri ákvörðun að snúa aftur til tunglsins. Howard Hu segir að geimfarar muni kanna hvort það finnist vatn við suðurpól tunglsins. Ef svo er þá væri mögu- lega hægt að breyta því í eldsneyti fyrir geimfar sem myndi fara lengra út í geim. Artemis-áætlunin markar einnig Búseta á tunglinu möguleg fljótlega © GRAPHIC NEWSHeimildir: NASA, Space.com, Stratfor Myndir: NASA ARTEMIS I Geimskot: 2022 Lengd ferðar: 42 dagar Geimskot: 2024 Lengd ferðar: Um10 dagar Geimskot: 2025 Lengd ferðar: Um 30 dagar Ómannað tilrauna­ug á sporbraut um tunglið og aƒur til jarðar, til að kanna frammistöðu og getu Orion-geimhylkisins og Space Launch System eld­augarinnar, þeirrar ö­ugustu í sögunni. ARTEMIS II Fyrsta mannaða tilrauna­ugið. Orion mun ferja Œóra geimfara 8.889 kílómetra fram hjá tunglinu, lengra frá jörðu en nokkur manneskja hefur farið. Fer á sporbraut kringum tunglið áður en haldið er aƒur til jarðar. ARTEMIS III Fyrsta tungllending frá 1972 þegar Apollo 17 lenti þar. Orion-geimhylkið með Œóra geimfara um borð mun tengjast Lunar Gateway geimstöðvarinnar og vera á braut umhver˜s tunglið í 30 daga. Lendingarhylkið mun síðan ferja einn karl og eina konu á suðurpól tunglsins til að framkvæma tilraunir á y˜rborðinu í eina viku. Geimskot: 2026 Lengd ferðar: Um 30 dagarARTEMIS IV Engin tungllending. Áætlunin mun ferja International Habitation Module búsetuhylkið til Lunar Gateway geimstöðvarinnar. Hylkið var hannað af geimvísinda- stofnunum Evrópu og Japan og mun hýsa geimfara í framtíðarferðum. Geimskot: 2026 Lengd ferðar: Um 30 dagarARTEMIS V Er ætlað að ferja kanadískt tölvustýrt armaker˜ og evrópska ESPRIT eldsneytis- og samskiptaker˜ð um borð í geimstöðina. Tveir af Œórum geimförum munu síðan lenda á suðurpól tunglsins með tungljeppa um borð í lendingarhylkinu. Tímalína Artemis Artemis-áætlunin mun koma mannfólki aƒur til tunglsins í fyrsta sinn í 50 ár. tímamót í fjölbreytileika og munu konur gegna mun stærra hlutverki en fyrr. Charlie Blackwell-Thom- son er fyrsta konan sem fer fyrir þeirri deild NASA sem stýrir geim- skotunum og um borð í Artemis-3 verður kvenkyns geimfari sem mun verða fyrsta konan til að ganga á tunglinu. Allir tólf geimfarar sem gengið hafa á tunglinu hafa hingað til verið karlmenn og þegar Apollo 11 var skotið á loft árið 1969 sat ein kona í stjórnarherberginu á meðal 450 karlmanna. Ef allt gengur vel upp í þessari ferð þá mun NASA byrja að undir- búa Artemis-2 sem mun senda mannaða áhöfn til að f ljúga um sporbraut tunglsins árið 2024. Skyldi sú ferð einnig heppnast verður Artemis-3 skotið á loft árið 2025 og mun það verða í fyrsta skipti sem gengið verður á tunglinu síðan 1972. n Forseti undirbúningsnefndarinnar með lukkudýr Parísarleikanna. kristinnpall@frettabladid.is Ólympíuleikar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna í París 2024 búast við því að hækka kostnað- aráætlunina um tíu prósent vegna áhrifa verðbólgunnar á undirbún- ing keppninnar. Með því hækkar undirbúningskostnaðurinn úr 4 milljörðum evra í 4,4 milljarða evra og fer heildarkostnaður leikanna yfir 8 milljarða evra, eða í tæplega 1,2 billjarða íslenskra króna. Að sögn skipulagsnefndarinnar ber verðbólgan mesta ábyrgð á hækkun kostnaðaráætlunarinnar en einnig aukinn kostnaður við opnunarhátíðina og ýmis örygigs- atriði. Á sama tíma tilkynntu skipu- leggjendur að það væri búið að tryggja tæplega milljarð í auglýs- ingatekjur ásamt því að gera ráð fyrir meiri tekjum í miðasölu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. n Kostnaðurinn við ÓL í París hækkar Álagið er mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy odduraevar@frettabladid.is Bandaríkin Umgangspestir eins og inflúensa og RSV-vírus herja á bandarísk börn sem aldrei fyrr, að því er The Atlantic greinir frá. Hið sama er upp á teningnum þar og hér heima, en í vikunni sagði yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins að álagið væri mikið. Bandaríski miðillinn ræðir við barnalækna sem segja ástandið þar vestanhafs það versta í rúm tuttugu ár. Í síðustu viku hvöttu samtök bandarískra barnalækna ríkisstjórn Joes Biden til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hinnar miklu útbreiðslu RSV-vírussins. n Pestir herja á bandarísk börn helenaros@frettabladid.is Bandaríkin Blaðakonan E. Jean Carroll hefur uppfært kæru sína gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Ný lög tóku nýverið í gildi í New York sem gerðu Carroll kleift að kæra Trump fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í mátunarklefa verslunar um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hún greindi frá brot- inu fyrst árið 2019. Carroll fer fram á skaðabætur og refsingu fyrir þjáningar sínar, líkamlegar og andlegar. n Uppfærir kæru gegn Trump 16 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.