Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 24

Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 24
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Á meðan gerendur bíða, bíða þolendur líka. Það hentar ekki brotn- um ungum stúlkum að vera í blönd- uðum úrræðum með eldri mönnum með ofbeldis- sögu og dóma. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið ser@frettabladid.is Ofrausn Alveg er það dæmigert á vog- skorna klakanum úti í miðju Atlantshafi að þar skuli hlaupa verðbólga í svartan föstudag, svo til um sama leyti og hann er að festa sig í sessi í versl- unarsögu eyjarskeggja. Það dugði þeim sumsé ekki að halda daginn stakan í búða- rápi sínu, heldur varð að breiða úr honum yfir heila viku. Og minna má það ekki vera á Íslandi: svört vika. En þetta er væntanlega vegna þess að Frónbúann vantar alltaf eitt- hvað, ef ekki nýjan töfrasprota, þá alveg örugglega nýjan airfryer, af því að sá síðasti, keyptur fyrir ári, er ekki nógu móðins lengur. Annar í öllu Á Íslandi er annar í öllu. Ef gamla nýlenduþjóðin veit af einhverjum hátíðisdegi finnur hún sig knúna til að bæta við aukafrídegi: annar í jólum, annar í páskum, annar í hvíta- sunnu – og núna er vitaskuld kominn annar í svörtum, og enn aðrir á undan honum. Og hér er auðvitað komið sóknar- færi fyrir samninganefndir verkalýðsfélaganna í yfir- standandi kjaraviðræðum, en á Íslandi vantar enn þá annan í 17. júní og annan í frídegi versl- unarmanna. Það má ekkert minna vera ef þjóðin ætlar að vera samkvæm sjálfri sér. n Jódís Skúladóttir þingmaður vinstri grænna Fólk með fíknivanda þarf fjölbreytt og fagleg úrræði. Mörg leita sér meðferðar við vandanum í þau úrræði sem boðið er upp á á Íslandi. Að meðferð lokinni getur verið f lókið að fara beint inn í fyrri aðstæður og fólk þarf jafnan lengri stuðning til að viðhalda meðferð og bata. Mörg eru einnig í húsnæðisvanda og jafnvel á götunni, en það er ein af af leiðingum langvarandi neyslu. Þá er mörgum ráðlagt að leita til áfanga- heimila. Fíknivandinn er gríðarlega f lókið fyrirbæri. Þetta er ekki einsleitur hópur. Það hentar ekki öllum að leggjast inn í sjúkrahúsmeðferð í tíu daga. Það hentar enn síður öllum að fara í eitthvert annað úrræði þar sem fyrirbænir eiga að takast á við veikindin. Það hentar ekki brotnum ungum stúlkum að vera í blönduðum úrræðum með eldri mönnum með of beldissögu og dóma. Í núgildandi lagaumhverfi er ekki kveðið sérstak- lega á um leyfisskyldu eða eftirlit með rekstri og umsjón áfangaheimila. Þá eru engin lagaákvæði sem kveða á um heimild ráðherra til að setja eftirlit með þeim í reglugerð. Okkar viðkvæmustu bræðrum og systrum ber að sýna virðingu og fagmennsku í þeirri hjálp sem veitt er. Dæmin sanna að víða er pottur brotinn í með- ferðar- og áfangaheimilaúrræðum. Grundvallaratriði er að fá lagalega skilgreiningu á hugtakinu áfangaheimili sem allra fyrst. Þannig getur í raun hver sem er rekið ýmsa starfsemi undir þessu heiti, enda hugtakið ekki bundið við tiltekna starfsemi. Við höfum orðið vitni að skelfilegum afleiðingum þess að eftirliti með meðferðar- og eða áfangaheim- ilum sé ábótavant. Eftir situr fólk í sárum sem litlar forsendur hefur til að leita sér aðstoðar í því kerfi sem brugðist hefur. Hér var sett af stað af þáverandi heilbrigðisráð- herra vinna við heildarúttekt heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefnasjúkdóma, en ég hef ekki frétt af henni síðan eftir kosningar og hef þó tvisvar spurt um hana í þingsal. n Fagleg úrræði Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Ef fangelsin í landinu fá ekki aukið fjármagn er gert ráð fyrir því að á næsta ári verði fangelsinu að Sogni  lokað og einni deild á Litla-Hrauni. Það þýðir að fangelsisplássum fækkar um 44. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjár- laganefndar Alþingis í vikunni, kom fram að til þess að geta rekið fangelsin á næsta ári þurfi 250 milljónir króna aukalega í fjár- heimildir næsta árs og 150 milljónir króna aukalega í fjárheimildir þessa árs. Þar er tekið fram að ef það fjármagn fáist þá verði hægt að tryggja „ásættan- lega mönnun“ auk þess sem hægt verður að tryggja endurbætur á húsnæði og öryggis- kerfi. Eins og stendur bíða um þrjú hundruð einstaklingar þess að afplána og hafa margir þeirra beðið í fjölda ára. Árið 2021 fyrndust vegna þess refsingar 28 einstaklinga og árið þar á undan fyrndust refsingar 22 ein- staklinga. Fáist ekki aukin fjárheimild mun, á sama tíma og fangelsisplássum fækkar, þeim fjölga sem bíða afplánunar og einnig dómum sem fyrnast. Í kjölfarið á því mun draga verulega úr sérstökum varnaðar- áhrifum refsinga. Þessi staða er því afar óheppileg. Ekki bara fyrir þann sem bíður afplánunar heldur einnig fyrir þolendur. Inn í útreikning dómsmálaráðherra var nefnilega ekki tekinn sá kostnaður sem fylgir því fyrir samfélagið að fjöldi fólks, hundruð jafnvel, bíði þess að sjá gerendur sína afplána fyrir það sem þau gerðu þeim. Því að baki f lestra glæpa eru þolendur. Einn eða f leiri jafnvel. Á meðan gerendur bíða, bíða þolendur líka. Sem hafa að öllum líkindum beðið í þónokkurn tíma, miðað við að meðalmáls- ferðartími innan dómskerfisins geti verið nokkur ár, og þá á eftir að telja þann tíma sem lögregla tekur til rannsóknar mála. Það getur tekið á, líkamlega og andlega, og því fylgir sannarlega kostnaður fyrir sam- félagið. Þolendur treysta á það að þegar brotið sé á þeim þá verði einhverjum refsað, en einnig að gerendur þeirra fái tækifæri til betrunar og brjóti þannig ekki á f leirum. Staðan í fangelsunum er þannig, fyrir utan að það eigi að fækka plássum, að Fangavarða- félag Íslands segir hvorki hægt að tryggja öryggi fanga né fangavarða og ekki hægt að tryggja að nokkur betrun fari fram. Hvaða réttlæti er falið í því? n Ekkert réttlæti Skoðun Fréttablaðið 25. nóvember 2022 FÖSTuDAGuR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.