Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 34
152 Fjöldi brota sem Maradona fiskaði á fjórum Heimsmeist- aramótum. 12 Gulu spjöldin sem andstæðingar Mara- dona fengu fyrir að brjóta á honum á HM. 5 Mörkin sem Mara- dona skoraði á HM 1986. 53 Skiptin sem Mara- dona sólaði andstæð- inga sína á HM 1986. 21 Fjöldi leikja sem hann spilaði á Heims- meistaramótinu. 1 Fjöldi af rauðum spjöldum sem Mara- dona fékk á HM. 7 Fjöldi aukaspyrna sem hann fiskaði að meðaltali í leik á HM. 30 Fjöldi skota sem hann átti að marki á HM 1986. 5 Mörkin sem hann lagði upp á HM 1986. 51 Metrarnir sem Mara- dona fór með boltann til að skora seinna markið gegn Eng- landi árið 1986. 8 Fjöldi marka sem Maradona skoraði í heildina á Heims- meistaramótunum. Diego Maradona lést á þessum degi fyrir tveimur árum, aðeins sextugur að aldri. Maradona er í margra augum besti knattspyrnu- maður sögunnar. Hann var hluti af liði Argentínu sem vann Heimsmeistaramótið árið 1986 en síðan þá hefur argentínska þjóðin ekki upp- lifað slíkt augnablik aftur. hoddi@frettabladid.is Fótbolti Eftir erfið ár hjá Diego Armando Maradona lést hann á heimili sínu í Búenos Aíres þann 25. nóvember árið 2020. Þjóðar- sorg ríkti í Argentínu, enda var og er Maradona guð í augum fólks þar í landi. Hann færði fólkinu sem lifir fyrir fótbolta heimsmeistaratitil- inn árið 1986. Maradona tók þátt í fjórum heimsmeistarakeppnum en sú síðasta var árið 1994. Mara- dona var þá rekinn heim af HM í Bandaríkjunum eftir að ólögleg efni fundust í blóði hans. Maradona tók þátt í sínu fyrsta Heimsmeistaramóti árið 1982, þá aðeins 21 árs gamall, og hann lauk keppni á HM 33 ára. Maradona lék 91 landsleik fyrir Argentínu en fjórðungur þeirra var í lokakeppni stórmótsins sem alla dreymir um að spila á. Maradona lék í heildina 21 leik á lokamóti HM, en Lionel Messi getur jafnað það met um helgina, en hann lék sinn 20. landsleik á HM í óvæntu tapi gegn Sádí-Arabíu á þriðjudag. Tók yfir sviðið 1986: Maradona varð að stærstu stjörnu fótboltans árið 1986 þegar hann var allt í öllu í sigri Argentínu. Hann kom að tíu mörkum í mót- inu, skoraði fimm og lagði upp fimm fyrir samherja sína. Allt þetta gerði Maradona í aðeins sjö leikjum. Í átta liða úrslitum mætti Arg- entína sterku liði Englands þar sem Maradona stal sviðsljósinu, fyrirliði Argentínu skoraði þá tvö af frægustu mörkum fótboltans. Annað þeirra var með hendi og hitt markið kom eftir ótrúlegan einleik Maradona, þar sem hann sólaði fimm enska leikmenn og skoraði. Franska blaðið L'Équipe lýsti Mara- dona sem hálfum engli og hálfum djöfli í blaði sínu eftir leikinn. Maradona var hvergi nærri hættur, því í undanúrslitum skoraði hann bæði mörk liðs- ins í 2–0 sigri á Belgíu. Í úrslita- leiknum var það svo sigur á Vestur-Þýskalandi og Mara- dona komst í guðatölu í heima- landinu. Hallaði undan fæti: Maradona náði aldrei að upp- lifa sömu hápunkta á ferli sínum eftir 1986. Árið 1991 fór svo að halla undan fæti þegar hann var settur í 15 mánaða bann frá knatt- spyrnuiðkun, kókaín fannst í blóði hans, en hann var á þessum tíma leikmaður Napoli. Eftir fíaskóið í Bandaríkjunum árið 1994 þar sem Maradona var sendur heim af HM, var þessi litríki karakter reglulega í vandræðum. Líf hans utan vallar var mikið í fréttum og undir það síðasta var heilsa hans slæm. Hann lifir í hjört- um fólksins í Argentínu og skuggi hans svífur yfir landsliðinu sem nú er í Katar, argentínska þjóðin á sér þann draum að upplifa sömu tilfinningar og Maradona færði henni árið 1986. n Tvö ár án guðs í Argentínu 32 Íþróttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.