Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 66
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
60+ Á TENERIFE
5. JANÚAR Í 20 NÆTUR
með Gunnari Svanlaugs
595 1000 www.heimsferdir.is
298.900
Flug & hótel frá
20 nætur
Fararstjóri:
Gunnar Svanlaugsson
HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ
Leikur á píanóið hringinn
í kringum Ísland
Píanóleikarinn Erna Vala ætlar að
spila nokkur af sínum uppáhalds-
verkum víðs vegar um landið.
MYND/AÐSEND
tsh@frettabladid.is
Úkraínski balletthópurinn Kyiv
Grand Ballet flytur Hnotubrjótinn
eftir Tsjajkovskíj ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í Hörpu um helg-
ina. Kyiv Grand Ballet hefur verið
á tónleikaferðalagi um heiminn
síðan stríðið hófst í Úkraínu og voru
aðaldansarar hópsins, þau Larysa
Hrytsai og Nicolai Gorodiskii, enn
að venjast íslenska skammdeginu
þegar blaðamaður náði tali af þeim.
Larysa: „Vegna stríðsins erum við
búin að vera að sýna úti um allan
heim. Við reynum að styðja Úkraínu
því herinn þarf sífellt meiri peninga
og meiri hjálp.“
Finnið þið fyrir miklum stuðningi
við Úkraínu?
Nicolai: „Já, við finnum fyrir
miklum stuðningi frá fólki. Ég var
í Suður-Ameríku með hópnum og
allir sem ég hitti þar studdu Úkra-
ínu, sem gladdi okkur mjög.
Larysa: „Fólk í öllum borgum úti
um allan heim styður Úkraínu, flyt-
ur okkur stuðningsræður og vonast
til þess að stríðinu ljúki brátt.“
Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovs-
kíj er ein vinsælasta ballettsýning
allra tíma og er ómissandi hluti af
jóladagskrá margra tónlistarhúsa.
Larysa: „Þetta er sérstakur ballett
fyrir mér, af því þegar ég tók þátt í
minni fyrstu ballettsýningu dansaði
ég við Hnotubrjótinn.“
Nicolai: „Hann er kannski ekki
minn uppáhaldsballett en engu að
síður sérstakur því þegar við flutt-
um hann í Úkraínu 2019 söfnuðum
við næstum 10.000 dölum sem við
gáfum til barnaspítala í Kænugarði.
Það var einstakt að flytja hann þá og
þetta er virkilega fallegur ballett.“
Hvernig líst ykkur á Ísland?
Larysa: „Þetta er fyrsta skipti
mitt hér en það hefur lengi verið
draumur minn að koma til Íslands.
Þegar við komum hingað í gær
var ég slegin á góðan hátt yfir því
hversu fallegt landið er.“
Nicolai: „Í gær var ég svo þreyttur
að ég áttaði mig ekki á því að ég
væri á Íslandi. Í morgun kunni ég
betur að meta það. Útsýnið er mjög
indælt og tónlistarhúsið virkilega
fallegt. Ég var steinhissa í morgun
þegar klukkan var korter yfir níu og
það var ennþá dimmt úti. En landið
er mjög fallegt.“
Kyiv Grand Ballet hélt sérstaka
sýningu á Hnotubrjótnum í gær
fyrir úkraínska f lóttamenn hér á
landi. Spurð um hvernig það sé að
hitta samlanda sína sem flúið hafa
stríðið svarar hún:
Larysa: Það eru alltaf fagnaðar-
fundir þegar maður hittir úkra-
ínska flóttamenn og ég er virkilega
glöð í hvert skipti sem Úkraínu-
menn koma á sýningar.“
Hvenær haldið þið að þið munið
snúa aftur til Úkraínu?
Larysa: „Ég er fædd í Karkív sem
er nálægt Rússlandi. Þetta er í fyrsta
skipti sem ég er svo lengi í burtu frá
Úkraínu. Auðvitað vil ég snúa aftur,
mig dreymir um að búa og vinna í
Úkraínu en það er ennþá hættulegt.
Mamma mín er í Karkív og ég vona
að stríðið klárist bráðum svo ég geti
farið aftur heim.“
Nicolai: „Ég vona að ég geti snúið
aftur heim sem allra fyrst. Ég sakna
Úkraínu svo mikið og kærastan
mín vill fara með mig á ólíka staði
sem ég hef aldrei heimsótt áður.
Þannig að ég vona að stríðið klárist
sem fyrst.“ n
Vona að stríðinu ljúki
Larysa Hrytsai og Nicolai Gorodiskii, aðaldansarar Kyiv Grand Ballet.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Píanóleikarinn Erna Vala
leikur nokkur af uppáhalds-
verkum sínum á tónleikum
á Akureyri, Egilsstöðum og í
Reykjavík. Þema tónleikanna
er samband tónlistar og
minninga.
tsh@frettabladid.is
Erna Vala píanóleikari er um þessar
mundir í hringferð um landið, þar
sem hún spilar einleikstónleika á
Akureyri, Egilsstöðum og í Reykja-
vík. Tónleikarnir eru tileinkaðir
minningum, góðum og slæmum,
hlýjum og kærum.
„Mig langaði til að spila á f leiri
stöðum á landinu. Ég hef aldrei
keyrt hringinn ein þannig að það
var líka partur af því að vilja vera
ein í bílnum í langan tíma og hlusta
á allt það sem ég er búin að vilja
hlusta á, fara á mismunandi staði og
spila fyrir annað fólk en ég hef áður
spilað fyrir,“ segir Erna Vala.
Tónlist og minningar
Hvert er þema tónleikanna?
„Þemað á tónleikunum er það
hvernig tónlist tengist okkur per-
sónulega. Öll þessi verk sem ég er
að fara að spila eru verk sem hafa
þýðingu fyrir mig í gegnum minn-
ingar. Ég held að allir kannist við
þá tilfinningu að tónlist sé tengd
við einhver atvik, atburðarás eða
aðstæður í lífi manns.“
Erna Vala segist oft upplifa það
að hún tengi tónlist við einhverja
ákveðna minningu eða ákveðna
manneskju.
„Mér finnst það svo sérstakt
og það er svo ótrúlega áhugavert
hvernig maður myndar þessar teng-
ingar í heilanum og svo getur maður
ekki rofið þær af því þetta er bara
einhvern veginn fast,“ segir hún.
Töfrandi falleg noktúrna
Á tónleikunum ætlar Erna að flytja
verk á píanóið eftir þrjú tónskáld
sem hún heldur sérstaklega upp á,
Ottorino Respighi, Claude Debussy
og Robert Schumann. Þá ætlar hún
að segja áhorfendum sögurnar
af því hvernig þessi verk tengjast
henni og hvaða þýðingu þau hafa
fyrir hana.
„Ottorino Respighi er ítalskt tón-
skáld og er ekki mjög þekktur fyrir
píanótónlist, en hann hefur samið
óperur, balletta og tónaljóð og er
aðeins þekktari fyrir það.“
Verkið sem Erna Vala ætlar að
spila eftir Respighi er noktúrna eða
næturljóð úr Sei pezzi per piano-
forte, eða Sex verkum fyrir píanó.
„Ég heyrði það spilað þegar ég
var úti á Spáni. Vinkona mín spil-
aði verkið á píanó og ég sat uppi
á þakinu á einhverri kapellu. Það
var allt fullt af fólki en það er svo
ótrúlega falleg þögn sem myndast í
kringum þessa noktúrnu því hún er
svo töfrandi falleg. Þessi minning er
alltaf föst í heilanum mínum þegar
ég heyri þetta verk. Alltaf þegar ég
spila það þá er ég bara komin til
Spánar,“ segir hún.
Persónuleg stemning
Ætlarðu að segja sögur af því á tón-
leikunum hvernig verkin tengjast
þér?
„Já, sem í rauninni tengist tón-
listinni líka, af því það hvernig við
tengjumst tónlistinni og munum
eftir henni tengist svo mikið því
hvernig andinn í tónlistinni er. Ég
held að það sé eitthvað sem allir
geta tengt við.“
Erna Vala segir tónskáldin Claude
Debussy og Robert Schumann einn-
ig vera í miklu
uppáhaldi hjá
sér.
„Schumann
er náttúrlega
eitthvað sem
hef u r leng i
verið eitt af mínum stóru áhugamál-
um. Ég stofnaði Schumannfélagið út
frá því að vera með mikinn áhuga á
því sem Robert Schumann og Clara
Scumann gerðu.“
Ímyndaðar minningar
Verkið sem hún leikur eftir Debussy
heitir Estampes sem þýðir stimplar
á frönsku og er í þremur hlutum.
„Þetta eru þrjú stutt verk og hvert
verk er eins og mynd af ákveðnum
stað. Fyrsta verkið heitir Pagodes og
það er eins og mynd af pagóðum í
Suðaustur-Asíu. Debussy fékk inn-
blástur frá indónesískri gamelan-
tónlist, hann hafði aldrei komið til
Asíu sjálfur en hafði ótrúlega mik-
inn áhuga á þessu svæði og þessari
tónlistarhefð,“ segir Erna Vala.
Þá segir hún miðkaf lann, sem
heitir La soirée dans Grenade, eða
Kvöld í Granada, byggja á spænsk-
um habanera-rytma.
„Sjálfur hafði Debussy heldur
aldrei farið til Spánar. Þannig að
þessi fyrstu tvö verk eru eins og
ímyndaðar minningar frá stöðum
sem Debussy hefði viljað heim-
sækja. Svo endar verkið á eins og
æskuminningu með Jardins sous
la pluie, Rigningu í görðum Frakk-
lands, og þar vísar hann í franskt
þjóðlag og barnavísu sem var eitt af
hans uppáhaldslögum.“
Erna Vala spilar næst í Egils-
staðakirkju í dag og lýkur ferða-
laginu í Norðurljósum í Hörpu
þriðjudaginn 29. nóvember. n
Ég held að allir kannist
við þá tilfinningu að
tónlist sé tengd við
einhver atvik, atburða-
rás eða aðstæður í lífi
manns.
Erna Vala
44 Menning 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ