Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 72

Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 72
Í Guðna hefur löngum blundað kennimannleg löngun. Hér er hann í predikunarstólnum í Laugardælakirkju. MYND/AÐSEND Ég held að nú sé rétt að aka hér upp Miklholt ið í át t að Brúnastöðum. Fyrsti bærinn á hægri hönd á af leggjaranum upp að Brúnastöðum heitir Miklholts- hellir og þar ráku bræður tveir myndarbú vel og lengi, þeir Einar og Bjarni Eiríkssynir, en þeir eru nú fallnir frá. Einar átti fyrir konu Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Ólafsfirði og með henni mörg börn; Guðrún lifir bónda sinn. Það var sama hvaða búgrein þeir bræður stunduðu, ætíð sköruðu þeir fram úr. Þeir bræður bjuggu vel og voru óragir við að taka upp nýjungar, voru frumkvöðlar korn- ræktar í Flóanum og nýttu sína litlu jörð einstaklega vel. Lengi ráku þeir gott og arðsamt kúabú en sneru sér síðan að eggjabúskap og ræktun holdanauta. Bjarni var í heimili með þeim hjónum og félagsbúskapur og verkaskipting þeirra bræðra var eins og best varð á kosið. Víðsýnt er af bæjar- holtinu og snyrtimennska var bændum í Miklholts- helli í blóð borin. Einar var félagsmálamaður og kom víða við á þeim vettvangi, skákmaður afburðagóður. Brotist úr fangelsi á eggjabíl Bjarni var heilsuhraustur og ók eggjum í verslanir fram á tíræðis- aldur af mikilli elju. Sú tilgáta varð til fyrir nokkrum árum þegar fangi slapp út af Litla-Hrauni að hann hefði sloppið með eggjabíl Bjarna út fyrir tugthússvæðið, enda upplýstist aldrei hvernig hann komst efst upp í Flóann. Að öðrum kosti átti hann að hafa hlaupið illa klæddur upp allar mýrar eða um tuttugu og fimm kílómetra leið. Gárungarnir sögðu að Bjarni hefði farið með eg g in sam- kvæmt venju að eld- húsi tugthússins og að fanginn, Matt- hías Máni, hefði þá læðst inn í bílinn og leynst þar alla le ið au st ur að Helli því hann fór að Neistastöðum og stal þar fjórhjóli og úlpu og ók eins og ljón upp um allar sveitir. Þetta var rétt fyrir jólin 2012 og hann leyndist hér og þar í heila viku í sumarbústöðum, þar sem honum tókst að vopna sig riff lum og albúnaði í stríð. Hann kom svo fram efst í Gnúpverjahreppnum eða í Þjórsárdalnum hjá Sigurði Ásólfss yni á Ásólfsstöðum á aðfangadagsmorgun og bað um að hringt yrði í lögregluna. Ekki var heldur árennilegt þegar Ragnhildur, dóttir Sigga Palla á Ásólfsstöðum, leit út um gluggann en þá stóð Matt- hías þar með alvæpni, byssu í hendi og komin jól. Þau fóru náttúrlega að eins og sannir sveitamenn, buðu honum í kaffi og hafragraut eins og hann væri englabarn enda aðfanga- dagur jóla – og svo kom löggan. Þessi fangi minnti mig mjög á þá daga þegar fangar voru á Leti- garðinum, eins og Litla-Hraun var kallað í æsku minni, og fangarnir nenntu að brjótast út og jafnvel aftur inn í tugthúsið. Það gerðu þeir einir þrír eitt sinn. Þeir brutust út, stálu jeppa Vigfúsar oddvita á Eyrarbakka, fóru í Hveragerði, brutust inn í Kaupfélagið, stálu níðþungum peningaskáp, grófu hann við Hraunsá við Stokkseyri og fóru aftur inn í tugthúsið í rúmið sitt. Þeir skiluðu jeppa oddvitans en hann botnaði ekkert í því að bíllinn var næstum bensínlaus og dempari var slitinn að aftan. Fangarnir hugsuðu sér gott til glóðarinnar, að eiga næga pen- inga þá er frelsið rynni upp. Einn frægasti fangaflótti á Íslandi Fyrst farið er að segja fangasögur úr Flóanum get ég ekki stillt mig um að segja söguna af þjóðhetj- unni Jóhanni Víglunds- syni sem var þekktari en þingmenn þess tíma. Hann braust alls staðar út og sýndi mönnum hvað tugthúsin voru illa gerð. Á þessum tíma var rekinn stór búskapur á Letigarð- inum með kýr og sauðfé. Eitt vorið, þegar fé var f lutt í afrétt, stóðu tveir fangar aftan á vörubílnum að passa féð og stukku af honum í brekku í Þjórsárdalnum; þetta voru áðurnefndur Jóhann og Haf- steinn, félagi hans. Hófst þá einn frægasti flótti fanga hérlendis. Þeir stukku yfir að Skáldabúðum, en þar höfðu Flóamennirnir Stefán í Túni og Guðjón í Uppsölum gæðinga sína í girðingu og reiðtygi við girð- inguna því að til stóð að reka fé inn í afréttinn daginn eftir. Fangarnir lögðu á klárana, þá Mósa, hinn fræga gæðing Guðjóns á Uppsölum, og annan frá Stefáni í Túni, og riðu svo að Laxárdal og yfir Laxá að Sólheimum í Hrunamannahreppi eins og hetjur og þaðan niður allan Hrunamannahreppinn. Þeir komu við á Hrafnkelsstöðum um miðja nótt og náðu að stela sér nýbakaðri jólaköku og mjólk úr brúsum þess fræga manns Helga Haraldssonar, og svengdin hvarf. Þá bjó á Hrafn- kelsstöðum áðurnefndur Helgi sem var frægur Njálusérfræðingur ásamt Sigríði systur sinni, ekkju Sveins, móður þeir ra Hraf n- kelsstaðasystkina. Húsmóðirin undraðist um morguninn hvers- lags svengd hefði gripið sína menn en þeir könnuðust ekki við að hafa étið jólakökuna. Sveinn á Hrafn- kelsstöðum og Gunnar Einarsson á Selfossi muna þetta vel og hjálpuðu þeir mér að rifja upp söguna, en Gunnar var þá snúningastrákur á Hrafnkelsstöðum. Fangarnir fóru næst að Flúðum til Emils Gunn- laugssonar á Laugalandi, en þar stóðu tveir bílar, Dodge Weapon frá Kristófer á Grafarbakka og Willisjeppi Emils. Í þá daga stóðu nú lyklarnir bara í svissinum yfir nóttina og útidyr ólæstar á nóttunni og þjófar ekki til í sveitum landsins. Þeir byrjuðu að skoða Doddsinn en stálu svo Willisjeppanum og óku greitt úr hlaði og héldu áleiðis til Reykjavíkur. Á Hellisheiði komst lögreglan á snoðir um þá og hófst þá einhver hrikalegasti eltingar- leikur allra tíma, sem barst inn á Reykjavíkurf lugvöll og svo um götur Reykjavíkur þar sem þeir voru á fullri ferð með gaddavírsrúllu aftan í jeppanum . Guðjóni í Uppsölum þótti Mósi sinn hafa dugað Jóhanni vel á f lóttanum og betur hefðu þeir nú haldið sig við klárana. Siggi glæpamaður skreppur í bæinn Þegar rifjaðar eru upp fangasögur má alls ekki gleyma frægri sögu sem Þór Vigfússon sagði oft af Sigga glæpamanni. Á fjórða ártugnum, þegar Hermann Jónasson var dómsmálaráðherra, kom norskur kollegi hans til Íslands. Sá norski vildi heimsækja Litla-Hraun þar sem nýlega hafði þá verið opnað tugthús en aðeins var til einn alvöru glæpamaður í landinu, Siggi glæpamaður svokallaður. Nú koma ráðherrarnir austur og Her- mann spyr yfirfangavörðinn hvort þeir geti hitt Sigga glæpamann en vörðurinn svarar því neitandi og tilgreinir þá ástæðu að fanginn hafi nefnilega farið til Reykjavíkur í morgun. Hermann verður undrandi og spurði hversu margir fanga- verðir hefðu fylgt honum. Yfir- fangavörðurinn var afar einlægur í svörum: „Hann tók nú auðvitað bara rútuna hérna við Letigarðinn í morgun.“ „Hvenær á hann þá að vera kominn til baka á Hraunið?“ spurði Her- mann. „Nákvæmlega klukkan átta í kvöld,“ sagði yfirfangavörðurinn. „En hvað ef hann skilar sér ekki?“ spurðu dómsmálaráðherrarnir einum rómi. „Nú, þá lokum við hann bara úti, “ svaraði yfirfangavörðurinn. n Fangar á flótta í Flóanum Guðni Flói bernsku minnar Fréttablaðið birtir kafla úr nýrri bók Guðna Ágústssonar. Guðni ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi, með annan fótinn í fornum tíma. Í bókinni Guðni – Flói bernsku minnar sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð. 50 Menning 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.