Skyggnir - 01.10.1979, Side 6

Skyggnir - 01.10.1979, Side 6
n Um langt skeið hefur áróð- ursmaskína auðvaldsins (Morg- unblaðið, Þjóðviljinn, Neisti og Stéttabaráttan) reynt eft- ir mætti að níða niður eitt mesta stórmenni þessarar ald- ar, Leoníd Ilitsj Brézjnéf, og gert tilraun til að flekka mannorð hans sem mest hún má. Við undirritaðir sjáum okkur knúna til að upplýsa nemendur M.H. um sannleikann um mikilmennið L.I.Brézjnéf. Vér styðjumst einkum við Fréttir frá Sovétríkjunum, 12. tölublað, desember 1976. L.I.Brézjnéf fæddist í verkamannafjölskyldu í Dne- prodzjerxinsk árið 1906. Hann hóf vinnuferil sinn á fyrstu árum hins sovéska ríksis. Þetta voru erfið ár. Hungur, fátæktifáfræði og upplausn, voru sá arfur sem keisarastj- órnin skildi eftir sig. Við þjóðinni blasti það verkefni að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Sovéska þjóðin laut forystu flokksins, sem V. I.Lenín stofnaði, og hóf nú að umbylta hinu gamla og frum- stæða Rússlandi af mikilli ósérhlífni, og breyta því í nýtt sósíalískt ríki. A þessu tímabili kom fram ágæt kynslóð frúmherja í hinni sósíalísku uppbyggingu, með L.I.Bréxjnéf í fararbroddi. Brézjnéf hefir allotaf ver- ið tengdur almenningi traustum böndum. Við hver einustu þáttaskil í sögu Sovétríkjanna var hann ávallt í fremstu röð, þar sem erfiðleikarnir voru mestir, og útheimtu þyngstan ábyrgðarhlut. Bréxjnéf gekk snemma í Kom- somol, en þar nam hann hiri flóknu vísindi um lífið, stéttabaráttuna og uppbyggingu hins nýja þjóðfélags. Skömmu f (Bréznef, 25. flokksþing KFS) síðar gekk hann í flokkinn, og hefur síðan þjónað mál^stað hans dyggilega. I síðari heimsstyrjöldinni gegndi Brézjnéf ýmsum ábyrgðar- stöðum og vann sig fljótt upp í virðingarstöður, bæði innan flokksins og hersins. Hann var með réttu orðin ein af þekkt- ustu stríðshetjum SSSR, og tók þátt í sigurförinni yfir Rauða Torgið. Árið 1957 var Brézjnéf kjör- inn í forsætisnefnd KFS. Jafn- framt því tók hann virkan þátt í störfum æðstu stofriana sov- éska ríkisvaldsins. Á árunum 1960-1964 var hann forseti for- sætisnefndar Æðsta Ráðsins. Ár- ið 1964 var hann svo kjörinn aðalritari KFS. En jafnvel eftir það hélt hann áfram að starfa innan forsætisnefndar Æðsta Ráðsins. Störf Bréznéfs í helstu em- bættum flokks og ríkis hafa verið mikil og margþætt. Þau hafa tekið til mjög mismunandi verkefftna í hinum fjölbreyti- legustu sviðum. I samræmi við meginregluna um samvirka for- ystu sem lögð hefur verið til grundvallar stjórnunarstörfum í SSSR vinnur Bréznéf að því ásamt samstarfsmönnum sínum að leggja línurnar í innan- og ut- anríkismaíum þjóðarinnar og tekur frumkvæði í tillöguflutn- ingi um meiri háttar mál sem hljóta viðtækan stuðning. Hann hefir yfirumsjón með lausn ýmissa vandamála varðandi efna- hagsþróun í þjóðarbúsk^pnum, varðandi tækni, vísindi og menningarmál. Höfuðmarkmiðið er ávallt umhyggja fyrir mann- inum, fyrir velferð allrar þjóðarinnar - en það er ávallt æðsta markmið Kommúnistaflokks- ins. Nafn Bréznéfs er tengt öllum þeim árangri sem sovéska þjóðin hefur náð á síðastliðnum

x

Skyggnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skyggnir
https://timarit.is/publication/1736

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.