Skyggnir - 01.10.1979, Page 12
I tilefni af hinum miklu deilum sem geisað hafa ’nér
i skólaum um skeytið sem sent var Samtökum herstöðva-
andstæðinga 31. september s.l., fór skósveinn blaðs-
ins á stúfuna og hafði upp á flutningsmanni tillög-
unnar; Ástráði Haraldssyni formanni tónlistarfélags.
Fyrst var Astráður spurður að bví hvort hann 'nefði búist við
slíkum andbyr gegn tillögu sinni, begar hann bar hana upp..
"Já, bví tilgang’or tillögunnar var fyrst og fremst að skapa
umræður um málið í skólanum. Ég bjóst því við og vonaðist efte-
ir beim mótmælum sem fram hafa komið."
Hvernig undirtektir fékk tillagan í nemendaráði og urðu
miklar umræður um hana?
"Þegar ég bar tillöguna upp, bar ég hana upp með þeirri
fullvissu að hún yrði sambykkt vegna þess að ég vissi að
vinstri menn eru í meirihiuta í nemendaráði.. Það urðu ekki
miklar umræður um tillöguna þar sem allir nemendaráðsm.enn eru
með fullmótaðar skoðanir í þessu máli og vissu því að þar yrði
engum snúið."
Hvað viltu segja um þau rök andstæðinga tillögunnar, að með
samþykkt hennar hafi nemendaráð farið út fyrir verksvið sitt?
"Verksvið nemendaráðs er hvergi skilgreint i lögum og þar
sem við vitum að óhugsandi er að taka hlutlausa ákvörðun um
nokkurt mál þá taldi ég og tel enn að réttara sé að taka hreina
og skýra afstöðu í málum heldur en að vera að lsðupokast með
skoðanir sínar.
"Eg lít ekki á samþykkt þessarar tillögu sem valdníðslu en ef
nemendur líta svo á, þá legg ég til að samþykkt verði á mig van-
traust á næsta skólafundi og mun ég þá að sjálfsögðu segja af
mér hið snarasta."
A hverju áttu von á skólafundinum á miðvikuaag?
"Ég á von á því að það sannist að meirihluti nemenda Mennta-
skólans við Hamrahlíð sé með nógu miklu viti til þess að gera
sér ljósa grein fyrir þvi hversu mikilvæg úrsögn íslands úr
Atlandshafsbandalagsins og brottför hersins er."
Hvað viltu gera að lokaorðum þínum?
"Að lokum legg ég til að Morgunblaðshöllin verði jöfnuð við
jörðu.. Lifi byltinginí"
&
f
-gh.