Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Side 15

Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Side 15
BARNADAGSBLAÐIÐ 13 Starfsemi Sumargjafar 1950 (í svigum frá 19A9). Félagið starfrækti bamaheimili allt árið, eða 365 daga (365). Starfsemin var í 8 húsum (7), og í 13 deildum (11), eða sem hér segir: I. Grxnaborg: Sumarleikskóli frá 1. júní til 7. sept. Starfsdagar 84 (86). Dvalardagar 5431 (5657). Barnafjöldi 128 (134). II. Vesturborg: Vistheimili, ársstarfsemi, starfsdagar 365 (365). Dvalardagar 6865 (7101). Barnafjöldi 46 (48). III. Tjamarborg: 1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga. (Sumarfríshlé 17. júlí til 3. ágúst). Starfsdagar 292 (294). Dvalardagar 17.853 (18.367). Barnafjöldi 136 (150). 2. Leikslcóli: Starfaði virka daga frá 2. janúar til 1. júní og frá 1. okt. til 31. des. Starfsdagar 201 (209). Dvalardagar 8432 (9163). Barnafjöldi 104 (99). IV. Suðurborg: 1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga. Starfsdagar 303 (304). Dvalardagar 12.043 (10.446). Barnafjöldi 125 (100). 2. Leikskóli: Starfaði alla virka daga frá 2. janúar til 1. júní og frá 1. okt. til 31. des. Starfsdagar 197 (206). Dvalardagar 5346 (7128). Barnafjöldi 87 (82). 3. Vistheimili: Starfaði frá 1. janúar til 7. júlí, (þá lagt niður). Starfsdagar 188 (365). Dvalard. 2692 (5500). Barnafjöldi 27 (30). 4. Vöggustofa: Ársstarfsemi, starfsdagar 365 (365). Dvalardagar 5803 (6121). Barnafjöldi 42 (44). V. Stýrimannaskólinn: Sumarleikskóli frá 16. júní til 15. sept. Starfs- dagar 77 (68). Dvalardagar 3436 (3407). Bamafjöldi 90 (86). VI. Steinahlíð: 1. Leikskóli: Starfaði virka daga frá 2. janúar til 1. júní og frá 10. okt. til 23. des. Starfsdagar 178 (37). Dvalardagar 3381 (549). Barnafjöldi 50 (18). 2. Dagheimili: Starfaði frá 13. júní til 13. sept. Starfsdagar 77 (0). Dvalardagar 4027 (0). Barnafjöldi 69 (0). VII. Drafnarborg (við Drafnarstíg): Nýtt hús, sem bærinn hefur látið byggja. Leikskóli, sem starfaði virka daga frá 13. okt. til ára- móta. Starfsdagar 64 (0). Dvalardagar 5773 (0). Bamafjöldi 119 (0). VIII. Barónsborg (við Barónsstíg): Nýtt hús, sem bærinn hefur látið byggja. Leikskóli, sem starfaði virka daga frá 15. des. til ára- móta. Starfsdagar 12 (0). Dvalardagar 892 (0). Barnafjöldi 100 (0). Starfsdagar stofnana félagsins urðu þannig samtals 2403 (2374). Á heimili félagsins komu alls 1123 (865) börn, aldur frá 1 mán. til 6 ára. Dvalardagar bamanna urðu alls 81.974 (75.882). Þar af tilheyrðu leikskólunum 32.691 (28.347). Dvalardagatala hefur aldrei orðið svona há áður hjá félaginu. Heilsufar bamanna var sæmilegt, ekkert dauðsfall. Helztu breytingar á árinu voru þær, að nú var ekki starfræktur sumarleikskóli í Málleysingjaskólanum. Vistheimilið í Suðurborg var lagt niður á miðju ári, en í stað þess bætt þar við einni dagheimilis- deild í byrjun október. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur kom vistheim- ilisbörnunum fyrir á Silungapolli og í Vesturborg. Félagið hefur lengi viljað losna við rekstur vistheimilisins. Markverðasta nýjung í starfrækslu félagsins þetta ár, má tvímæla- laust telja leikskólana í Drafnarborg og Barónsborg. Bærinn lét byggja húsin, eingöngu til leikskólareksturs. Er það í fyrsta sinn hér í borg, að sérstök hús eru byggð í því augnamiði að reka þar aðeins leikskóla. Mun fræðslufulltrúi Reykjavíkur, Jónas B. Jónsson, hafa átt frum- kvæðið að þessu. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, afhenti Sumargjöf framangreind leikskólahús til reksturs á fundi í Drafnarborg, 28. sept. 1950, enda þótt húsin væru ekki fullbúin til reksturs, svo sem sjá má í ársyfir- litinu. Voru samningar undirritaðir þar þann dag. Skal Sumargjöf hafa húsin leigufrítt, an annast viðhald og reka þar leikskóla allt árið. Reksturskostnaður heimilanna varð alls kr. 1.364.752,68 (1.158.929,25). (Þar af launagreiðslur til starfskvenna kr. 803.807,41 (725.449,17). Vistgjöld greidd á árinu kr. 539.850,13 (502.150,75). Styrkur frá rikissjóði kr. 150.000,00 (150.000,00). Styrkur frá bæjarsjóði kr. 400.000,00 (300.000,00). Viðhald, umbxtur og viðbxtur fasteignanna, ásamt opinberum gjöld- um og fyrningum, varð alls kr. 70.639,65 (67.531,82). Auk þessa eru „ýmis gjöld“, sem beint eða óbeint snerta rekstur fé- lagsins, áhöld, leikföng, kostnaður við barnadaginn o. fl. „Brúttó“-gjöld allrar starfsemi félagsins árið 1950 urðu alls kr. 1.640.571,25 (1.392.254,28). Rekstrarhalli á allri starfsemi félagsins árið 1950 varð 49.479,03 (56.977,92). „Brúttó“-tekjur barnadagsins kr. 167.327,43 (144.858,98). Hrein eign Vöggustofusjóðs Ragnheiðar Sigurbjargar ísaksdóttur, kr. 23.461,05 (23.007,66). Árið 1950 er 13. árið, sem félagið starfrækir vistheimili (8 sinnum úrfallalaus ársstarfsemi), 9. árið, sem það starfrækir ársdagheimili (áður 2 ár sérstakt vetrardagheimili, og auk þess tvisvar með annarri starfsemi í Vesturborg), 10. árið, sem félagið starfrækir vöggustofu (nú 9. sinn úrfallalaus ársstarfsemi). Og þetta er 11. árið, sem félagið starfrækir leikskóla, nú í 7. sinn allt árið. Þetta er í 7 sinn, sem sumar- dagheimilin falla inn í ársstarfsemi félagsins, þar með taldir sumar- leikskólarnir í Grænuborg og Stýrimannaskólanum, (áður 16 sumur). Þetta er 5. árið, sem Uppeldisskóli Sumargjafar starfar, og var nú til húsa í Steinahlíð, eins og í fyrra. Um s.l. áramót hafði skólinn útskrifað alls 22 stúlkur. Skólinn er sjálfstæð stofnun með sérstakt reikningshald. Ríkisstyrkur kr. 20.000,00 (20.000,00). Bæjarstyrkur kr. 30.000,00 (30.000,00). Skólinn er rekinn með halla. Frá því að félagið hóf starfsemi sína (1924). og til ársloka 1950, munu 8176 (7053) börn hafa verið á vegum félagsins hér í Reykja- vík. (Árið 1941 rak félagið barnaheimili fyrir Sumardvalamefnd að Hvanneyri og Reykholti, og eru engar tölur hjá félaginu frá þeim rekstri). Félagsmenn voru við áramót 854 (841). Öllum þeim, sem unnið hafa fyrir Sumargjöf, bæði ráðnu starfs- fólki og hinum mörgu sjálfboðaliðum, ungum og eldri, eru hér með vottaðar innilegustu þakkir fyrir dygga þjónustu og ómetanlegan stuðning. Höldum fram og vinnum saman fyrir Sumargjöfina. Gleðilegt sumar! F. h. Barnavinafélagsins Sumargjafar, ísak Jónsson. BARNADAGURINN 30 ÁRA Hátíðahöld Sumargjafar á sumardaginn fyrsta. Um þessar mundir eru 30 ár síðan efnt var til fyrsta barnadagsins hér í Reykjavík. Það voru konur úr Bandalagi kvenna og Hvítabandinu, sem áttu frumkvæðið að þessu, og síðar stofnun Sumargjafar (1924). Hér er því um merkisafmæli að ræða. Hins vegar hefur Sumargjöfin sinn 28. barnadag, nú á sUmardaginn fyrsta. Konumar, frumkvöðlar þessa máls, völdu sumardaginn fyrsta. — Reynslan hefur sýnt, að þær voru heppnar. Öldruð kona, fædd í Reykjavík, sagði við þann, er þetta ritar, fyrir nokkrum dögum, að á sumardaginn fyrsta í sínu ungdæmi hefði ekk- ert tilhald verið hér í Reykjavík, „þvl að bxrinn var hálf-danskur“, bætti hún við. Nú um 30 ára skeið hafa börnin sett svip sinn á bæinn á sumardag- inn fyrsta. Og mundi ekki öllum þorra manna þykja þetta eiga vel við, og svipmótið vera harla fagurt? Nú eru þeir menn miðaldra, sem slitu barnsskóm sínum í göngu að Austurvelli fyrsta barnadaginn 1921, og enn munu þeir ganga sömu leið með börnum sínum. Fyrsta sumardag 1921 voru þrjár skemmtanir í þrem húsum. — Nýja Bíó, Iðnó og Góðtemplarahúsinu. — í þetta sinn verða 23 skemmtanir í 14 aðalsamkomuhúsum borgar- innar, — þar með talið Þjóðleikhúsið í fyrsta sinn. Það er ekki hægt annað að segja, en að Reykvíkingar hafi tekið mannlega á móti, hér eins og svo oft áður. Augljóst er, að þeir vilja, að sumardagurinn fyrsti verði áfram vor- hátíð fyrir börn sín. Og þeir vilja láta önnur börn njóta þess allt árið, með því að leggja eitthvað af mörkum. Á sumardaginn fyrsta í fyrra söfnuðust „brúttó“ kr. 167 þúsund, eða meira en nokkru sinni áður. — J. J,

x

Barnadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.