Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Qupperneq 6
4
SUMARDAGURINN FYRSTI
SVEINN VÍKINGUR:
♦
Rðkkurleikir
FYR I R
5 □ Á R U M
Ymsar minna beztu og hugstæðustu bernskuminninga eru
tengdar rökkurleikjunum heima. Nú þekkja menn varla
rökkrið lengur. Rafljós eru kveikt úti og inni jafnskjótt
og birtunni bregður. En fyrir 50 árum könnuðust allir mæta-
vel við rökkrið. Þá var ekki siður að rjúka til og kveikja
um leið og skyggja tók. Ekki aldeilis! Það þótti ekki bú-
mannlegt að bruðla með olíu og ljósmeti. Fullorðna fólkið
hallaði sér á eyrað í rökkrinu. Fyrir vikið gat það farið
fyrr á fætur á morgnana. En fyrir okkur börnin var rökkr-
ið skemmtitími dagsins, sem við áttum og réðum sjálf.
Ef gott var veður vorum við úti að leikjum, renndum
okkur á sleða, skíðum eða skautum, eða fórum í saltabrauðs-
leik. En á vetrum var engan veginn alltaf veður til úti-
vistar í rökkrinu. Hinir dagarnir voru miklu fleiri, að við
lékum okkur inni. En hverjir voru þá rökkurleikirnir í þá
daga?
Oft lýstum við fólki hvert fyrir öðru og reyndum að
þekkja það á lýsingunni. Og þegar við vorum búin að lýsa
heimafólkinu og sveitungunum svo oft, að þeir þekktust
þegar í stað, tókum við það ráð að lýsa öfugt þannig að
allt voru öfugmæli. Stór maður var sagður lítill, fríður
ófríður o. s. frv. Þetta skapaði ný viðfangsefni og harla
skemmtileg og skrýtin á stundum. Annar leikur okkar var
spurningaleikur. Og sá, sem spurður var, mátti hvorki segja
nei eða já. Þá tapaði hann. Þá var hann úr leik. Þessi leikur
byrjaði svona: Hvað gerðir þú við peningana, sem frúin
í Hamborg sendi þér? Segðu hvorki nei eða já. Hvað keyptir
þú fyrir þá? — Stundum kváðumst við á. Þá var um að
gera að kunna nóg af vísum. Annars var maður kveðinn
í kútinn. Það var mesta skömm. Oft æfðum við talþrautir
í því fólgnar að bera skýrt og greinilega fram erfið orð
og setningar: „Láttu steiktan laxfisk á biskupsdisk og
hnífinn með“. — „Taktu askinn þann óflatvaxnasta og
mjólkaðu í hann ána þá móstuttulluðustu“ eða „Stebbi stóð
á ströndu og treður strý, strý treður Stebbi. Stebbi treður
strý. Því treður Stebbi strý“. Þetta áttum við að segja oft
og án þess að fipast. Þetta voru nokkrir af algengustu
rökkurleikjum okkar krakkanna. En þeir voru miklu fleiri.
Þegar ég minnist þeirra nú, eftir fimmtíu ár, vaknar á
ný löngu hljóðnuð gleði og horfinn unaður. En það vakn-
ar meira. Voru ekki þessir gömlu rökkurleikir, sem iðk-
aðir voru fyrrum á þúsundum heimila, meira en augnabliks-
skemmtun í fásinni vetrarins? Voru þeir ekki jafnframt
sérkennilegur skóli, sem hafði sterk og varanleg uppeldis
og þroskaáhrif, sem margir bjuggu að alla ævina?
Vegna mannlýsingaleikjanna, lærðum við að veita fólk-
inu nánari athygli, setja á okkur það, sem sérkennilegt var
í fari þess og framkomu. Og um leið varð okkur rjósara,
hvað var eftirbreytnisvert og fagurt og hvað álappalegt eða
hlægilegt í fari þess. Jafnframt varð hver mannlýsing okk-
ur holl æfing í því að segja vel frá og greina á milli aðal-
atriða og aukaatriða. Leikurinn um frúna í Hamborg æfði
okkur í því að gæta tungunnar og varast fljótfærni í svör-
um. Að kveðast á hleypti kappi í okkur að læra vísur. Að
því bý ég enn. Eða gáturnar. Skemmtilegt gáfnapróf og
holl leikfimi fyrir andann. Og síðast en ekki sízt talþraut-
irnar, þjálfun talfæranna í því að mæla fram ervið orð
skýrt og greinilega. Skyldi okkur vera vanþörf á slíkri
þjálfun nú?
Unga fólkið er að verða ískyggilega og óskemmtilega
fljótmælt, fer á hundavaði yfir setningarnar, lýkur ekki
við orðin sómasamlega heldur tafsar endingar eða jafn-
vel sleppir þeim með öllu. Góðkunningi minn var staddur
í búð hérna um daginn. Ungur maður vindur sér inn og
segir: „Ein bagga guldyggjó". Kunningi minn rak upp
stór augu. Hann hélt helzt, að þetta mundi vera Ungverji.
Svo framandi var honum þetta málfar. Unga afgreiðslu-
stúlkan skildi hins vegar málið prýðilega og rétti unga
manninum samstundis það, sem hann bað um. Og hvað
rétti hún honum? Einn pakka af gulu tyggjói. Nú er einn
pakki af gulu tyggjói engan veginn góð íslenzka. En lát-
um það vera þó einstaka menn noti skrýpiorð, og er þó
aldrei fagurt. En það er hirðuleysið um framburð málsins,
flaustrið og tafsið, sem mér er meinilla við og tel tung-
unni beinan háska. Við eigum allt of fagurt og snjallt mál
til þess að misþyrma því og afbaka það. Það er öruggasta
leiðin til þess að glata því, að nenna ekki að tala það skýrt
og rétt, eða hirða ekki um það
íslenzkan er lifandi tunga. Það er ekki unnt að varð-
veita hana á bókum einvörðungu nema þá sem lík eða
múmíu þess máls, sem eitt sinn lifði á vörum fólksins. Hin
lifandi tunga þróast og vex með hverri kynslóð eða hrörn-
ar, sýkist og vanskapast, allt eftir því hvernig við, sem
lifum, búum að henni. Feður okkar og mæður fóstruðu
hina lifandi tungu og gáfu okkur hana í arf smátt og smátt
og frá blautu barnsbeini, ekki til þess að við skyldum óvirða
hana og afbaka, heldur til hins, að við skilum henni feg-
urri og hreinni til barna okkar og barnabarna. Gömlu rökk-
urleikir barnanna voru þar rétt spor í rétta átt. Þeir verða
að takast upp að nýju í einhverri mynd á heimilunum og
í skólunum. Börnin verða að fá að læra málið rétt og hreint
og bera virðingu fyrir því. Annars fer illa. Annars verður
„ástkæra ylhýra málið“ orðið að andlausu þvogli áður en
okkur varir.
íslenzkt mál, íslenzk tunga, er sá gimsteinninn sem við
eigum beztan, sá verndargripur, sem við eigum menningu
okkar og sjálfstæði fyrst og fremst að þakka. Það er sú
gullna harpa, sem við aldrei megum slíta af strengina né
heldur stilla þá falskt og illa.
-
i