Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 34
Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Aðeins öðruvísi myndir um jól Jólamyndir þurfa svo sannarlega ekki allar að snúast um konu í amerískri stórborg sem stingur af út í sveit. Þær þurfa heldur ekki allar að snúast um fjölskyldufeður að hengja upp jóla- seríur. Þær geta líka snúist um leigumorðingja, vélmenni með hendur fyrir skæri og verndarengla. Við lítum á dæmi. ninarichter@frettabladid.is Die Hard 1988 Það er ekki hægt að gera lista yfir óvenjulegar jólamyndir án þess að Die Hard sé á honum. Mikið hefur verið þrasað og þrætt um hvort að myndin sé raunverulega jólamynd. Handritið byggir á skáld- sögunni Nothing Lasts Forever eftir Roderick Thorp frá árinu 1979. Myndin er ein af frægustu myndum hasar- leikarans geðþekka Bruce Willis og í öðrum hlutverkum eru Bonnie Bedelia og breski leikarinn Alan Rickman og rússneski leikarinn Alexand- er Godunov, sem báðir eru látnir. Die Hard fylgir eftir ævintýrum lögreglumannsins John McClane í New York. Hann rambar á miðja aðgerð hryðjuverkamanna sem ætla að taka yfir skýjakljúf í Los Angeles. Die Hard er eftirlætismynd rannsóknarlögreglumannsins Jake Peralta, aðalpersónu Brooklyn-nine nine þáttanna, sem vísar til hennar í nánast hverjum einasta þætti. The Nightmare before Christmas 1993 Önnur stórkostleg fantasíumynd úr smiðju Tim Burton. Myndin er bæði tónlistarmynd og stop- motion brúðumynd í leikstjórn Henry Selick, eftir hugmynd Tim Burton sem framleiðir myndina. Handbragð Tim Burton er gríðar- lega áberandi, líkt og í öllum hans verkum. Í Bandaríkjunum er myndin þekkt undir heitinu Tim Burton’s The Nightmare Before Christmas. Sagan segir frá Jack Skelling- ton, konungi í Hrekkjavökubæ, sem rambar fyrir slysni á Jólabæ og hyggst taka yfir hátíðina. Lögin í myndinni eru snilldar- lega vel samin og flutt af Danny Elfman. Aðrir raddleikarar eru Chris Sarandon, Catherine O'Hara, William Hickey, Ken Page, Paul Reubens, Glenn Shadix og Ed Ivory. White Christmas 1954 White Christmas er banda- rísk tónlistarmynd frá 1954 í leikstjórn Michael Curtiz og með Bing Crosby, Danny Kaye, Rose mary Clooney og Veru-Ellen í aðalhlutverkum. Myndin er tekin í Technicolor og inniheldur lög Irving Berlin, þar á meðal nýja útgáfu af titil- laginu White Christmas, sem Bing Crosby gerði ódauðlegt í kvikmyndinni Holiday Inn. It’s a Wonderful Life 1946 It’s a Wonderful Life er bandarísk jólamynd eftir leikstjórann Frank Capra. Myndin er byggð á smásögunni The Greatest Gift, sem er lauslega byggð á skáldsögu Charles Dickens, A Christmas Carol frá árinu 1843. Í myndinni túlkar leikarinn James Stewart mann að nafni George Bailey, sem hefur gefið drauma sína upp á bátinn til að hjálpa samborgurum sínum. Bailey er langt niðri á aðfangadagskvöld og íhugar sjálfsvíg. Verndarengillinn hans, Clarence Odbody, mætir þá á svæðið og sýnir George hversu dýrmætt líf hans er og hvernig heimurinn væri ef hans nyti ekki við. Edward Scissorhands 1990 Edward Scissorhands er fantasíumynd úr smiðju leikstjórans Tim Burton. Tim Burton aðlagaði handritið úr sögu Caroline Thompson. Með aðalhlut- verk fara Johnny Depp, Winona Ryder, Anthony Michael Hall, Dianne Wiest, Kathy Baker, Alan Arkin og Vincent Price. Myndin gerist um jól og fjallar um um vél- menni með skæri í í stað handa. Hann verður ástfanginn af unglings- dóttur í bandarísku útút hverfi. Myndin er sjón- rænt meistaraverk og tekst á á á fallegan hátt við stefið um um manninn og vélina, for- fordóma og ást. Last Christmas 2019 Last Christmas er rómantísk gamanmynd frá árinu 2019 í leikstjórn Paul Feigh. Handrit myndarinnar er eftir Bryony Kimmings, stórleikkonuna Emmu Thompson og Greg Wise. Kvikmyndin er nefnd eftir samnefndu lagi frá 1984 og er innblásin af tónlist George Michael og Wham! Í myndinni leikur Emilia Clarke niðurdreg- inn starfsmann í jólaverslun í London, sem myndar náið samband við dularfullan mann og fellur fyrir honum. Emma Thompson og Michelle Yeoh leika einnig í myndinni. A Charlie Brown Christmas 1965 A Charlie Brown Christmas eða Jólin hans Kalla Bjarna, er bandarísk teiknimynd frá 1965, úr söguheimi Peanuts. Myndin var fjármögnuð af Coca-Cola-fyrirtækinu, frumsýnd á sjónvarps- stöðinni CBS 9. desember 1965 og er óvenjuleg fyrir margar sakir. Raddleikararnir eru barna- leikarar. Ekki er stuðst við hlátur-track eins og venjan er með gamanefni frá þessum tíma. Djassarinn Vince Guaraldi semur tónlistina í myndinni sem er fyrir löngu orðin klassík sem sjálfstætt verk. Í þættinum er Kalli Bjarna þunglyndur og langt niðri þrátt fyrir hátíðina og ákveður að leikstýra jólaleikriti í hverfinu. 2046 2004 2046 er rómantísk drama- mynd frá 2004, skrifuð, fram- leidd og leikstýrð af Wong Kar-wai. Myndin er alþjóðleg samframleiðsla á milli Hong Kong, Frakklands, Ítalíu, Kína og Þýskalands og er lauslegt framhald kvikmynda leik- stjórans Days of Being Wild frá árinu 1990 og In the Mood for Love frá árinu 2000. Í myndinni gætir stefa úr vísindaskáldskap og fylgir hún eftir ófullkomnu ástar- sambandi Chow Mo-wan við Su Li-zhen í Hong Kong á sjöunda áratugnum. Holiday Inn 1942 Holiday Inn er bandarísk söngleikjamynd frá 1942 með Bing Crosby og Fred Astaire í aðalhlutverkum, auk Marjorie Reynolds, Virginiu Dale og Walter Abel. Leikstjóri er Mark Sandrich og tónlistin eftir Irving Berlin. Tónskáldið samdi tólf lög sérstaklega fyrir myndina, það þekktasta er White Christmas, sem er auð- vitað einstakt. Myndin fékk Óskarsverðlaun árið 1943 fyrir besta frumsamda lagið, White Christmas, sem og Óskarsverðlaunatilnefningar fyrir bestu tónlistina og bestu hljóðmynd. 26 Lífið 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttAblAðiðLíFIð FréttAblAðið 22. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.