Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 36
Umfangsmesta rann- sókn írsku lögreglunn- ar fór fram í kringum hann. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is olafur@frettabladid.is  Fimmtu vikuna í röð er Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson. Reykjavík glæpasaga er áfram í öðru sæti. Allar bækurnar á listanum þessa vikuna voru líka á listanum í síð- ustu viku en röð þeirra sem á eftir koma, breytist nokkuð. Eden eftir Auði Övu tekur stökk á milli vikna, fer úr sjöunda í það þriðja. Bóksalar völdu hana einmitt bestu skáldsögu ársins á dögunum. Keltar eftir Þorvald Friðriksson er enn á fleygiferð upp listann og fer úr níunda sæti í það fjórða Hamingja þessa heims er áfram í fimmta sæti en bæði Arnaldur og Yrsa falla um þrjú sæti og eru í sjötta og sjöunda sæti á listanum. Að sögn Margrétar Jónu Guð- bergsdóttur, vörustjóra hjá Penn- anum Eymundsson, er mikil og góð bóksala sem fer vaxandi dag frá degi, nú þegar stærstu söludagarnir fyrir jól eru fram undan. Listinn er byggður á sölu í versl- unum Pennans Eymundsson dag- ana 14. til 20. desember. n Játning Ólafs Jóhanns trónir áfram á toppnum Játning Ólafs Jóhanns er í fyrsta sæti listans fimmtu vikuna í röð. 1. Játning Ólafur Jóhann Ólafsson 2. Reykjavík glæpasaga Ragnar Jónasson/Katrín Jakobsdóttir 3. Eden Auður Ava Ólafsdóttir 4. Keltar – Áhrif á íslenska tungu Þorvaldur Friðriks- son 5. Hamingja þessa heims Sig- ríður Hagalín Björnsdóttir 6. Kyrrþey Arnaldur Indriða- son 7. Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir 8. Guli kafbáturinn Jón Kal- man Stefánsson 9. Tól Kristín Eiríksdóttir 10. Bannað að ljúga Gunnar Helgason 1 3 7 9 8 10 6 4 Metsölulisti Vikuna 14. desember - 20. desember Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir 5 Reykjavík glæpasaga Ragnar Jónasson Katrín Jakobsdóttir Játning Ólafur Jóhann Ólafsson Eden Auður Ava Ólafsdóttir Tól Kristín Eiríksdóttir Kyrrþey Arnaldur Indriðason Guli kafbáturinn Jón Kalman Stefánsson Hamingja þessa heims Sigríður Hagalín Keltar Þorvaldur Friðriksson Bannað að ljúga Gunnar Helgason 2 Feðginin Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson frumsýna um jólin nýja hlaðvarpsþætti um sögu athafnamannsins Jósafats Arngrímssonar, sem Snærós líkir við sögu Frank Abagnale, aðalpersónu Holly- wood-myndarinnar Catch me if you can. ninarichter@frettabladid.is Sindri Freysson skrifar handritið að hlaðvarpsþáttunum Joe Grimson: Saga af svikum, sem frumsýndir eru á RÚV á aðfangadag. Þættirnir eru fjórir og er sá næsti sýndur á jóladag og svo koll af kolli. Jósafat Arngrímsson var athafna- maður á Suðurnesjum sem átti ævintýralegan viðskiptaferil hér á landi sem endaði með dómi í Hæstarétti. Jósafat f lutti til Dublin og kallaði sig Joe Grimson og um hann hverfðist síðan stærsta lög- reglurannsókn í írskri sögu á þeim tíma, segir Snærós Sindradóttir sem vinnur þættina með föður sínum. „Við erum bæði blaðamenn og höfum verið það í mörg ár. Pabbi var að vinna á Mogganum á þeim tíma sem sum af málum Jósafats voru í deiglunni. Svona seinni hluti hans mála úti í Dublin,“ segir Snærós í samtali við Fréttablaðið. Snærós segir föður sinn muna vel eftir nafni Jósafats. „Hann hafði í gegnum tíðina sankað að sér gögn- um um hann. Í haust vorum við að spjalla saman um lífið og tilveruna og hann fer að segja mér þessa sögu, sem gerist fyrir mína tíð,“ segir Snæ- rós. „Hann fer að segja mér sólar- söguna og ég segi: Þetta er gott efni í podcast. Hvernig væri að við myndum bara tala við RÚV, þar sem ég vinn, og leggja þetta til, að við gerum þætti?“ segir hún og bætir því við að RÚV hafi tekið vel í verk- efnið. „Hann með alla sína áratuga reynslu og þekkingu af þessari sögu, hleypur til og býr til handrit. Ég fór í það að safna viðtölum og allt það.“ Að sögn Snærósar er sagan stórmerkileg. „Inn í hana spilast uppbygging Kef lavíkur sem slík. Hvernig hún verður að þeim bæ sem hún er í dag. Hans viðskipti, sakamál og svik hefjast hjá hernum á Keflavíkurflugvelli. Fyrir þrítugt átti hann aragrúa af fyrirtækjum í Kef lavík í brjáluðum uppgangi. Það á ekki bara við um Jósafat, að siðferðiskennd okkar Íslendinga var aðeins önnur uppi á velli en niðri í vík,“ segir hún. „Svo fer hann af stað með svona ávísanamál sem mjög margir af þeim viðmælendum sem ég hef talað við hafa lýst sem þjóðar íþrótt Íslendinga. Hann var rosalega umfangsmikill í þeim.“ Snærós lýsir því að þegar Jósafat hafði brennt allar brýr að baki sér á Íslandi eftir dóm í Hæstarétti, hafi hann f lutt til Dublin. „Þar verða ævintýri hans á stjarnfræðilegum skala. Við erum að tala um mál upp á milljarða króna. Það er ekki verið að svindla með einhverja bland-í- poka peninga heldur eru þetta ótrú- legustu mál,“ segir hún. „Inn í þetta blandast banda- rískur líksmurningamaður, kona í gardínubúð og æðstu embættis- menn íslensku þjóðarinnar. Þegar til Írlands er komið blandast inn í þetta írskir gangsterar. Umfangsmesta rannsókn írsku lögreglunnar fór fram í kringum hann,“ segir Snærós. „Nokkrir dómar féllu en hann slapp með skrekkinn við ansi margt sem hann var sakaður um. Ég held að fólk muni hlusta á þessa þætti og sjá fyrir sér ansi mörg atriði. Þetta er svona Catch me if you can-fílingur.“ n Blaðamannafeðgin segja sögu ævintýramanns 28 Lífið 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttaBlaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.