Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 16
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Reynir Eyjólfsson skipstjóri, lést á Landspítalanum mánudaginn 5. desember. Hann var kvaddur í kyrrþey með ástvinum sínum. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Þórir Jóhannsson Elfa Björk Jónsdóttir Eydís Þuríður Jónsdóttir Gylfi Kristinn Sigurgeirsson Guðrún Halldóra Jónsdóttir Julian Mark Williams og afabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Gunnar I. Waage Sléttuvegi 27, Reykjavík, lést þann 18. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast Gunnars er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Benedikt G. Waage Ólöf Björnsdóttir Davíð G. Waage Carolina Castillo Alexander, Ísabella, Emma Björk Ólöf Erla I. Waage Föðurbróðir minn og frændi okkar, Gylfi Marinó Garðarsson frá Uppsölum í Eyjafjarðarsveit, lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri mánudaginn 12. desember. Útförin fer fram fimmtudaginn 29. desember kl. 13.00 í Akureyrarkirkju. Hafdís Pálsdóttir Ragnar Kr. Guðjónsson Guðjón Freyr Ragnarsson Sandra Sif Ragnarsdóttir Andri Bollason Hákon Heiðar Ragnarsson Aníta Ársól Torfadóttir Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, Helga Árnadóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 8. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Árni Björn Valdimarsson Ólafur Kristján Valdimarsson Vífill Valdimarsson Sindri Valdimarsson Kristín Þórdís Valdimarsdóttir tengdabörn og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Björgvin Sigurðsson prentari, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á Landakotsspítala mánudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 13. Gylfi Kristinsson Jónína Vala Kristinsdóttir Hilmar Kristinsson Margrét Hauksdóttir Snorri Kristinsson Kristjana Jósefa Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri Jón Otti Sigurðsson tæknifræðingur, Norðurbakka 11a, Hafnarfirði, lést á Sólvangi föstudaginn 16. desember. Starfsfólki Sólvangs færum við okkar innilegustu þakkir fyrir alla góðvild og umhyggju sem honum var sýnd síðustu mánuði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellowa og Parkinsonsamtökin. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir Sigurður Jón Jónsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Úlfheiður Úlfarsdóttir Ölduslóð 47, Hafnarfirði, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi, sunnudaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. desember kl. 10.00. Magnús Waage Fríða Ágústsdóttir Ingimar Ólafsson Waage Aðalheiður Matthíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóranna Brynjólfsdóttir Hrafnistu við Brúnaveg, áður Árskógum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu 19. desember. Útför hennar verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. desember, klukkan 13. Guðrún Gísladóttir Sigurður Reynir Gíslason Málfríður Klara Kristiansen Áslaug Gísladóttir Þórður Kr. Jóhannesson Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Ragnar Danielsen skilur sáttur við læknisstarfið og er með áform langt fram í tímann hvað varðar tónlist, skíði og hestamennsku. arnartomas@frettabladid.is „Ég var að skrifa undir síðustu vottorð og pappíra og svo kíki ég hingað eitt- hvað eftir áramótin, en ég mun ekki sjá f leiri sjúklinga,“ segir Ragnar Daniel- sen hjartalæknir sem lýkur störfum á næstu dögum. Ragnar útskrifaðist úr læknadeildinni 1977 en var þó farinn að vinna sem læknir fyrir þann tíma. „Ef maður telur allan ferilinn þá slagar þetta með náminu í hálfa öld og læknisstörf í rúmlega fjörutíu ár,“ segir Ragnar. „Ég er alveg sáttur. Einhvern tímann verður maður að hætta og ég valdi þennan tímapunkt á meðan ég get gert það með góðri samvisku. Við héldum að það myndu ekki koma nýir læknar heim til að taka á móti sjúkl- ingunum en það leystist og það verður hægt að koma þeim fyrir hjá nýjum læknum.“ Ferlar tvinnast saman Ferill Ragnars sem tónlistarmanns teygir sig þó enn lengra aftur en hann var meðal annars hluti af uppruna- legri skipan Stuðmanna í MH, hinum síðarnefndu Frummönnum. Hann hefur síðan þá haldið tónlistinni áfram sem tómstundargamni og vonast til að sér gefist meiri tími í það nú þegar hann er sloppinn við sloppinn. „Ég hef tekið upp þrjár plötur að gamni mínu – aðallega fyrir mig og mína vini,“ segir hann. „Svo hef ég tekið upp ábreiður og frumsamið efni og sett á YouTube. Þegar það er komið þangað nenni ég ekki að hlusta á það lengur. Ég var að rúlla yfir lagaskissur í gærkvöldi og athuga hvort ég ætti eitthvað eftir af ókláruðum hugmyndum, kannski maður ætti að láta eitthvað verða af því.“ Heimur hjartalækninga og tónlistar- innar tvinnaðist svo saman hjá Ragn- ari þegar hann spilaði með Taktleysu, hljómsveit sem var eingöngu skipuð hjartalæknum. Breyttir tímar „Þetta var hljómsveit sem hjartalæknar voru með um tíma. Við skemmtum aðallega á árshátíðum, þorrablótum og þess háttar,“ segir hann. „Það var gripið í þetta þegar það voru lausar stundir. Nafnið var afbökun á „beatless“. Sá sem kom upp með nafnið var sérfræðingur í hjartsláttaróreglu svo það var honum nærtækast að koma með nafnið.“ Þá er stóra spurningin til Ragnars hvort hafi tekið stærri breytingum á þessum tíma, hjartalækningar eða tón- listarsenan? „Ef maður tekur fyrir læknisfræðina þá hættir hún náttúrulega aldrei að þró- ast. Það er rosaleg vinna fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk að fylgjast vel með tækniframförum og nýjum lyfjum,“ svar- ar hann og segir tónlistina á sama báti. „Í gamla daga var hægt fá allt sem hét nýtt í tónlist með því að fara niður Lauga- veginn og skoða vinsældalista vikunnar í Fálkanum en í dag er magnið orðið svo gríðarlegt og stafræn tækni hefur breytt upptökuferlinum. Svo er gaman að sjá hvað tónlistarskólar á Íslandi skila tón- listarfólki sem er svo gott svo snemma. Þessir krakkar eru búnir að læra músík og orðnir vel spilandi svo ungir í dag.“ Þá er Ragnar er líka mikill skíða- og hestamaður. „Ég er kominn með plön um hesta- ferðir langt fram á sumar,“ segir hann. „Ég mun taka hestana á hús strax í janúar og byrja að ríða út. Svo höfum við gamlir skólafélagar úr MH gert það á hverju ári að fara saman á skíði. Við skíðum á meðan við stöndum í lappirnar.“ n Sloppinn við sloppinn Ragnar er mikill hestamaður og stefnir á að ríða út strax þegar hátíðunum lýkur. Mynd/Aðsend 1897 Stundarklukka er sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík. Klukkan er gjöf frá Thomsen kaupmanni. 1919 Dómar eru kveðnir upp í Landsyfirrétti í síðasta sinn. 1945 Ný Ölfusárbrú er tekin í notkun. 1947 Stjórnarskrá Ítalíu er samþykkt af stjórnlagaþing- inu. 1978 Bandaríski raðmorðinginn John Wayne Gacy er handtekinn í Chicago. 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík er staðfest. Hún kemur í stað samþykktar sem gilt hafði í meira en hálfa öld. Merkisatburðir TímamóT FréTTablaðið 22. desember 2022 FImmTUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.