Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. sjofn@frettabladid.is Þær Tinna og Telma vita fátt skemmtilegra en að stílisera og klæða sig upp fyrir framan linsuna og taka gamaldags jólamyndir. Þær þaulhugsa hvert smáatriði og leggja mikið upp úr allri umgjörð. Hver er forsagan að því að þið byrjuðuð að gera svona mynda- seríu? „Þetta eiginlega byrjaði í Covid. Allir voru að finna sér skemmtileg áhugamál og við báðar höfðum mikinn áhuga á ljósmyndum og ákváðum bara að henda okkur í þetta. Þetta hefur síðan þróast í gegnum árin. Okkur finnst líka gaman að setja upp skemmtilegt umhverfi með myndunum þannig að í dag er þetta orðið eitt stórt verkefni,“ segir Tinna. Er þessi myndataka fyrir jóla- myndaseríu orðin að hefð? „Já, svo sannarlega. Við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt og pínu öðruvísi. Við vanalega förum í undirbúningsvinnu áður. Þá ákveðum við þemað, búninga, leikmuni og annað sem til þarf. Jólin eru líka svo æðislegur tími og jólabarnið í okkur blómstrar á þessum árstíma. Þetta er orðið partur af jólahefðinni hjá okkur. Verðum örugglega enn að þessu eftir 30 ár,“ segja þær í kór og brosa. Gömul leikföng frá Hernámssetrinu að Hlöðum Hvert er jólaþemað í ár? „Jólaþemað í ár eru gömlu jólin. Við fengum lánuð falleg gömul leikföng frá Hernámssetrinu að Hlöðum og síðan pöntuðum við hnetubrjótshatta á netinu. Þannig að við erum alveg að blanda saman Þemað í ár voru gömlu jólin, tin- dátinn á myndinni er jólagjöf sem móðir Tinnu fékk árið 1958. Tinna og Telma fengu lánuð þessi fallegu leikföng á Hernámssetrinu að Hlöðum sem minna á gamla tímann. Hér er Telma búin að stilla sér upp með leikföngunum í hlutverki hnetubrjótsins. Stelpurnar sjá sjálfar um uppsetningu, búninga, förðun og að stilla ljósum og myndabúnaði upp. Hér eru þær báðar í hlutverki hnetubrjótsins. MyndiR/AðSEndAR gömlu og nýju. Síðan reynum við að hafa myndirnar skemmtilegar og lifandi.“ Aðspurðar segjast þær fá inn- blásturinn víða, sjálfar eru þær mikil jólabörn og sjá fegurðina og gleðina í jólunum. „Við fáum innblásturinn frá mörgum stöðum eins og í bíómyndum, auglýs- ingum, gömlum ljósmyndum og málverkum. Eins og í fyrra endur- gerðum við ljósmyndir og málverk fyrir aðventuþemað okkar. Held við höfum aldrei hlegið jafn mikið eins og við það verkefni. Það sem okkur dettur í hug í þessum myndatökum er óútreiknanlegt,“ segir Tinna og hlær. „Ef fólk vill skoða þetta listaverk getur það skoðað Instagram-síð- urnar okkar en þar birtum við allar myndaseríurnar okkar,“ segir Telma. „Okkur finnst þetta skemmti- legt áhugamál. En við erum í raun að taka mismunandi þema allt árið um kring. Við vorum meira að segja einu sinni svo heppnar að fá lánaðan fornbíl og í sumar breyttum við matsalnum á Hlöðum í ítalskt veitingahús,“ segir Tinna og veit fátt skemmtilegra en að útbúa eins konar leikmyndir fyrir myndatökur eins og þessar. n Hægt er að fylgjast með þeim Tinnu og Telmu á Instagram-reikn- ingi þeirra @tinnabg og @telmahar. Við fáum inn- blásturinn frá mörgum stöðum eins og í bíómyndum, auglýs- ingum, gömlum ljós- myndum og málverkum. Tinna Björt 2 kynningarblað A L LT 22. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.