Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 10
Axarárás við skóla Þann 29. nóvember átti árás sér stað við Dalskóla í Úlfarsársdal. Maður, sem er grunaður um að hafa ráðast að fyrrverandi eiginkonu sinni með öxi, var handtekinn í beinu framhaldi árásarinnar. Konan var talsvert slösuð en ekki í lífshættu. Málið snertir tvö börn í skólanum. Mörg vitni voru að árásinni og þar á meðal voru börn. Bankastræti Club Stuttu fyrir miðnætti fimmtudagsins 17. nóvem- ber réðst fjöldi karlmanna á þrjá menn á skemmti- staðnum Bankastræti Club í Reykjavík. Myndband af árásinni sýnir sautján grímuklædda menn hlaupa niður í kjallara staðarins og gera árásina áður en þeir komu sér á brott. Brotaþolarnir þrír lifðu af, en virðast allir hafa verið stungnir oftar en einu sinni, einn þeirra tólf sinnum. Rúmlega tuttugu hafa verið handteknir og að minnsta kosti tíu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins sem er rannsakað sem tilraun til manndráps. Árásin átti sér eftirmála. Til að mynda var bensín- og reyksprengjum kastað í íbúðarhús og á aðra skemmtistaði. Þá voru óhugnanleg skilaboð í dreifingu í kjölfar árásarinnar sem varð meðal annars til þess að lögregla ákvað að hafa aukið eftirlit í mið- borginni helgarnar eftir árásina. Ólafsfjarðarmálið Aðfaranótt mánudagsins 3. október 2022 var karlmaður stunginn til bana í íbúð á Ólafs- firði. Fjögur voru handtekin vegna málsins og áttu bæði hinn látni og þau sem handtekin voru dóma fyrir hin ýmsu brot að baki. Síðan hefur þeim öllum verið sleppt úr haldi. Lengst var í gæsluvarðhaldi maður sem lögregla virðist telja að hafi átt í átökum við hinn látna. Sá maður segir að um slys hafi verið að ræða. Þá hefur einnig komið í ljós að hann var lengst í gæsluvarð- haldi vegna annarra brota, ekki vegna stungumálsins. Hryðjuverkamál Á blaðamannafundi lögreglu fimmtudaginn 22. september var tilkynnt að tveir menn, sem höfðu verið handteknir daginn áður, væru grunaðir um að skipu- leggja hryðjuverk á Íslandi. Á blaðamannafundinum sagði að lögregla hefði með aðgerðum sínum afstýrt hættuástandi. Síðan hefur komið í ljós að mennirnir framleiddu vopn og íhluti í vopn með þrívíddarprent- ara. Ríkislögreglustjóri þurfti að vísa málinu frá þar sem nafn föður hennar kom upp í rann- sókninni í tengslum við vopna- framleiðslu mannanna. Í dómsúrskurði kemur fram að í einkaskilaboðum sem menn- irnir sendu sín á milli hafi þeir talað um að fremja voðaverk, til dæmis með því að keyra trukk í gegnum hóp fólks og gera dróna- árásir. Auk þess hefur verið greint frá því að mennirnir hafi talað sín á milli um að drepa eða skaða þekkta einstaklinga, líkt og ráð- herrann Guðlaug Þór Þórðarson, Gunnar Smára Egilsson stofn- anda Sósíalistaflokksins, Sól- veigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, sem og aðra fyrrverandi þingmenn flokksins. Europol var fengið til að gefa sitt álit í málinu og taldi að mennirnir hefðu verið á barmi þess að grípa til aðgerða og fremja hryðjuverk á Íslandi. Mennirnir hafa neitað sök varðandi skipulagningu hryðju- verka, en játað að hafa framið vopnalagabrot. Þeim var sleppt úr haldi á dögunum, eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í um það bil þrettán vikur. Það gerðist í kjölfar þess að ákæra var gefin út í málinu, en lögmenn mannanna hafa gagnrýnt að í henni sé ótil- greint gegn hverjum og hvar þeir hefðu ætlað að gera árásina. Skotárás á Blönduósi Á milli klukkan fimm og sex aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst átti sér stað skotárás í einbýlishúsi á Blönduósi sem orsakaði að tveir létu lífið og einn slasaðist. Skotmaðurinn var annar þeirra látnu og er talið að hann hafi brotist inn á heimilið og skotið hjón. Konan lét lífið og maður hennar slasaðist alvarlega. Sonur hjónanna hefur fengið stöðu sak bornings en hann er talinn hafa orðið á rásar- manninum að bana í kjöl far á rásarinnar. Hann var gest- komandi á heimili for eldra sinna á samt barns móður og ungu barni þeirra. Skotmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður föðurins, en hann hafði áður komið við sögu lög- reglu þegar hann var tekinn fyrir brot á vopnalögum fyrr í sumar þegar hann mætti í garðinn fyrir utan sama hús að áreita sama fólk með skotvopn í hendi. 10 Fréttir 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttablaðiðAnnáll sAkAMál Fréttablaðið 22. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.